„Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál" Hrund Þórsdóttir skrifar 22. apríl 2014 20:00 Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. Mikið hefur verið fjallað um eineltismál í Grindavík undanfarið, ekki síst mál kennarans og í Grindavík urðu tvö hús fyrir eggjakasti í nótt, að því er virðist í tengslum við eineltismálin. Annað af þeim stendur við Staðarhraun 50 og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsið var útlítandi eftir eggjakastið. „Strákurinn minn vaknaði klukkan þrjú í nótt við dynk á gluggann og þegar hann fór út að gá hvað væri um að vera sá hann að það var búið að kasta eggjum í húsið hjá okkur,“ segir Guðrún Kristjana Jónsdóttir, íbúi í húsinu. „Þetta er mjög leiðinlegt, ekki síst af því að hann sefur í þessu herbergi. Hvað ef yngri börnin mín hefðu verið sofandi þarna.“ Íbúar hússins við Staðarhraun tengjast málinu aðeins í gegnum vinskap en við Leynisbrún 15, þar sem heimilisfólkið vakanði einnig upp við það í morgun að búið var að kasta eggjum í húsið, búa systkini sem nú sækja einkakennslu utan skólans vegna málsins. Sagan um einelti kennarans teygir sig aftur í tímann en í vetur var staðfest að hann hefði beitt stúlku í níunda bekk, dóttur Eydnu Fossádal, einelti. Stúlkan treystir sér ekki í skólann og hefur undanfarið dvalist utan bæjarins vegna málsins. „Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál sem hefði getað verið leyst á einfaldan hátt en er því miður orðið allt of stórt,“ segir Eydna. Hvernig hefðir þú viljað leysa málið? „Mér finnst að kennarinn hefði átt að vera áminntur,“ segir hún. Kennarinn er enn við störf en Eydna vill að börnin geti farið óhrædd í skólann. Hún er tilbúin til sátta og eftir fund hennar með skólastjórnendum í dag ætla þeir að leggja fram nýja tillögu í málinu, í kvöld eða á morgun. Foreldrar barnanna hafa vísað því til fagráðs eineltis og bæjarstjórinn kveðst hafa kallað eftir athugun menntamálaráðuneytisins. Leitað var eftir viðbrögðum bæjarstjóra Grindavíkur, skólastjóra grunnskólans og sviðsstjóra fræðslusviðs vegna vinnslu þessarar fréttar, en þau kusu að tjá sig ekki um málið. Tengdar fréttir „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57 Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. Mikið hefur verið fjallað um eineltismál í Grindavík undanfarið, ekki síst mál kennarans og í Grindavík urðu tvö hús fyrir eggjakasti í nótt, að því er virðist í tengslum við eineltismálin. Annað af þeim stendur við Staðarhraun 50 og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsið var útlítandi eftir eggjakastið. „Strákurinn minn vaknaði klukkan þrjú í nótt við dynk á gluggann og þegar hann fór út að gá hvað væri um að vera sá hann að það var búið að kasta eggjum í húsið hjá okkur,“ segir Guðrún Kristjana Jónsdóttir, íbúi í húsinu. „Þetta er mjög leiðinlegt, ekki síst af því að hann sefur í þessu herbergi. Hvað ef yngri börnin mín hefðu verið sofandi þarna.“ Íbúar hússins við Staðarhraun tengjast málinu aðeins í gegnum vinskap en við Leynisbrún 15, þar sem heimilisfólkið vakanði einnig upp við það í morgun að búið var að kasta eggjum í húsið, búa systkini sem nú sækja einkakennslu utan skólans vegna málsins. Sagan um einelti kennarans teygir sig aftur í tímann en í vetur var staðfest að hann hefði beitt stúlku í níunda bekk, dóttur Eydnu Fossádal, einelti. Stúlkan treystir sér ekki í skólann og hefur undanfarið dvalist utan bæjarins vegna málsins. „Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál sem hefði getað verið leyst á einfaldan hátt en er því miður orðið allt of stórt,“ segir Eydna. Hvernig hefðir þú viljað leysa málið? „Mér finnst að kennarinn hefði átt að vera áminntur,“ segir hún. Kennarinn er enn við störf en Eydna vill að börnin geti farið óhrædd í skólann. Hún er tilbúin til sátta og eftir fund hennar með skólastjórnendum í dag ætla þeir að leggja fram nýja tillögu í málinu, í kvöld eða á morgun. Foreldrar barnanna hafa vísað því til fagráðs eineltis og bæjarstjórinn kveðst hafa kallað eftir athugun menntamálaráðuneytisins. Leitað var eftir viðbrögðum bæjarstjóra Grindavíkur, skólastjóra grunnskólans og sviðsstjóra fræðslusviðs vegna vinnslu þessarar fréttar, en þau kusu að tjá sig ekki um málið.
Tengdar fréttir „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57 Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04
„Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51
Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57
Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29