„Vonbrigði mín eru ekkert miðað við veruleika þeirra sem misstu ástvini“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. apríl 2014 19:15 Fjallaleiðsögumenn á Everest tóku í dag ákvörðun um að hætta frekari ferðum á fjallið í kjölfar kjarabaráttu sem til kom vegna snjóflóðsins sem varð sextán félögum þeirra að bana. Íslendingarnir tveir sem staddir eru í grunnbúðum fjallsins segjast styðja ákvörðunina. Slysið er það mannskæðasta í sögu Everest. Þeir látnu sem voru allir nepalskir fjallaleiðsögumenn eða svokallaðir sjerpar sem vinna við að koma fjallgöngufólki á tind þessa hæsta fjalls heims. Ættingjar látnu sjerpanna fengu það sem jafngildir 44 þúsund krónum í skaðabætur frá stjórnvöldum í Nepal. Í kjölfar þess lýstu fjallaleiðsögumenn á Everest yfir óanægju með öryggisbúnað sinn og settu fram kröfur um að líftryggingar þeirra yrðu tvöfaldaðar. Í dag ákváðu þeir svo að leggja alveg niður störf vegna deilunnar og af virðingu við fallna félaga sína. Fréttastofa náði í dag tali af Vilborgu Örnu Gissurardóttur og Ingólfi Axelssyni, sem stödd eru í grunnbúðum Everest. Þau sögðu bæði að staðan væri mjög óljós og upplýsingaflæði um framhaldið lítið, en að allir fjallgöngumennirnir styði ákvörðun sjerpanna heilshugar. Ingólfur sagði að nokkrir hópar væru nú þegar lagðir af stað niður á meðan aðrir hyggjast bíða í grunnbúðunum til að sjá hvort deilan leysist. Han sagðist hafa trú á því og vill halda áfram með sínum hópi. Vilborg Arna hefur aftur á móti ákveðið að halda ekki áfram í ljósi liðinna atburða, en hún ætlaði að ganga sjö hæstu fjallstinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Vilborg sagðist vissulega vonsvikin, en tók fram að vonbrigði hennar væru eru ekkert miðað við veruleika þeirra þeirra sem misstu ástvini í slysinu. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Fjallaleiðsögumenn á Everest tóku í dag ákvörðun um að hætta frekari ferðum á fjallið í kjölfar kjarabaráttu sem til kom vegna snjóflóðsins sem varð sextán félögum þeirra að bana. Íslendingarnir tveir sem staddir eru í grunnbúðum fjallsins segjast styðja ákvörðunina. Slysið er það mannskæðasta í sögu Everest. Þeir látnu sem voru allir nepalskir fjallaleiðsögumenn eða svokallaðir sjerpar sem vinna við að koma fjallgöngufólki á tind þessa hæsta fjalls heims. Ættingjar látnu sjerpanna fengu það sem jafngildir 44 þúsund krónum í skaðabætur frá stjórnvöldum í Nepal. Í kjölfar þess lýstu fjallaleiðsögumenn á Everest yfir óanægju með öryggisbúnað sinn og settu fram kröfur um að líftryggingar þeirra yrðu tvöfaldaðar. Í dag ákváðu þeir svo að leggja alveg niður störf vegna deilunnar og af virðingu við fallna félaga sína. Fréttastofa náði í dag tali af Vilborgu Örnu Gissurardóttur og Ingólfi Axelssyni, sem stödd eru í grunnbúðum Everest. Þau sögðu bæði að staðan væri mjög óljós og upplýsingaflæði um framhaldið lítið, en að allir fjallgöngumennirnir styði ákvörðun sjerpanna heilshugar. Ingólfur sagði að nokkrir hópar væru nú þegar lagðir af stað niður á meðan aðrir hyggjast bíða í grunnbúðunum til að sjá hvort deilan leysist. Han sagðist hafa trú á því og vill halda áfram með sínum hópi. Vilborg Arna hefur aftur á móti ákveðið að halda ekki áfram í ljósi liðinna atburða, en hún ætlaði að ganga sjö hæstu fjallstinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Vilborg sagðist vissulega vonsvikin, en tók fram að vonbrigði hennar væru eru ekkert miðað við veruleika þeirra þeirra sem misstu ástvini í slysinu.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira