Leifsstöð stækkar og fær nýja fráveitu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. júlí 2014 08:45 Umfangið er farið að þrengja svo að veggjum að stækka verður stöðina út og endurbæta innviði. fréttablaðið/gva Aukinn ferðamannafjöldi og breyttar áherslur í sjávarútvegi setja nú mark sitt á umfangið við Leifsstöð en þar eru hafnar framkvæmdir sem samanlagt ná yfir sex þúsund fermetra. Framkvæmdirnar hófust í þessum mánuði. Verið er að stækka suðurbygginguna um fimm þúsund fermetra og á það að bæta aðgengi fyrir þann fjölda ferðamanna sem kemur í Leifstöð úr rútu, það er að segja ekki um landganginn. Verklok eru áætluð árið 2016 að sögn Sveins Valdimarssonar, skipulagsfulltrúa á Keflavíkurflugvelli. Svo er verið að reisa þúsund fermetra viðbyggingu við fragtmiðstöð fyrir IGS, sem er flugþjónustufyrirtæki undir hatti Icelandair. Mikil áhersla er lögð á það núorðið að koma ferskum fiskafurðum sem fyrst á erlenda markaði svo enn frekar reynir á þessa þjónustu við Leifsstöð. Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, segir að einnig sé nýbúið að stækka farangursflokkunarkerfið, það er að segja kerfið sem tekur við farangri við innritun og fleytir því að viðkomandi flugvél, og þannig tvöfalda afkastagetu þess. Hann segir að þar sem álagstímarnir séu afar þungir á Leifsstöð, fyrst í morgunsárið þegar flestar Evrópuferðirnar hefjast og svo síðdegis þegar komið er að Ameríkuferðum, verði þetta kerfi að vera skilvirkara en víðast annars staðar. Það er að ýmsu að huga á fjölmennum stað því Sveinn segir að fyrir liggi að taka fráveitukerfið í gegn en nú rennur skólp út í sjó í klettóttri fjörunni milli Gálga og Básenda. Áformin, sem enn eru reyndar á frumstigi, beinast að því að koma upp hreinsistöð og lengri lögn svo skólpið fari lengra út í sjó. „Verið er að hefja undirbúningshönnun fyrir nýja hreinsistöð og gera þarfagreiningu á verkefninu,“ segir Guðni. „Það mun svo fara í útboð síðar á árinu og við stefnum að því að þetta verði komið í notkun eftir um það bil tvö ár.“ Að sögn Magnúsar H. Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, mælist engin mengun þar við fjöruna, sem kann að hljóma undarlega miðað við að um tuttugu þúsund manns fara um Leifsstöð á sólarhring. Lánið liggur hins vegar í því að sterkur straumur fer fyrir nesið og hirðir allt sem fyrir verður út á haf. Samkvæmt lögum ber þó að búa þannig um fráveitumál í þéttbýlum að skolpið fari ekki óheft til sjávar og fylgir Leifsstöð áætlun til að ná því markmiði. Um tuttugu þúsund manns fara um Leifsstöð á sólarhring. Um 3.200-3.500 manns starfa þar.Heimild: Isavia og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Aukinn ferðamannafjöldi og breyttar áherslur í sjávarútvegi setja nú mark sitt á umfangið við Leifsstöð en þar eru hafnar framkvæmdir sem samanlagt ná yfir sex þúsund fermetra. Framkvæmdirnar hófust í þessum mánuði. Verið er að stækka suðurbygginguna um fimm þúsund fermetra og á það að bæta aðgengi fyrir þann fjölda ferðamanna sem kemur í Leifstöð úr rútu, það er að segja ekki um landganginn. Verklok eru áætluð árið 2016 að sögn Sveins Valdimarssonar, skipulagsfulltrúa á Keflavíkurflugvelli. Svo er verið að reisa þúsund fermetra viðbyggingu við fragtmiðstöð fyrir IGS, sem er flugþjónustufyrirtæki undir hatti Icelandair. Mikil áhersla er lögð á það núorðið að koma ferskum fiskafurðum sem fyrst á erlenda markaði svo enn frekar reynir á þessa þjónustu við Leifsstöð. Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, segir að einnig sé nýbúið að stækka farangursflokkunarkerfið, það er að segja kerfið sem tekur við farangri við innritun og fleytir því að viðkomandi flugvél, og þannig tvöfalda afkastagetu þess. Hann segir að þar sem álagstímarnir séu afar þungir á Leifsstöð, fyrst í morgunsárið þegar flestar Evrópuferðirnar hefjast og svo síðdegis þegar komið er að Ameríkuferðum, verði þetta kerfi að vera skilvirkara en víðast annars staðar. Það er að ýmsu að huga á fjölmennum stað því Sveinn segir að fyrir liggi að taka fráveitukerfið í gegn en nú rennur skólp út í sjó í klettóttri fjörunni milli Gálga og Básenda. Áformin, sem enn eru reyndar á frumstigi, beinast að því að koma upp hreinsistöð og lengri lögn svo skólpið fari lengra út í sjó. „Verið er að hefja undirbúningshönnun fyrir nýja hreinsistöð og gera þarfagreiningu á verkefninu,“ segir Guðni. „Það mun svo fara í útboð síðar á árinu og við stefnum að því að þetta verði komið í notkun eftir um það bil tvö ár.“ Að sögn Magnúsar H. Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, mælist engin mengun þar við fjöruna, sem kann að hljóma undarlega miðað við að um tuttugu þúsund manns fara um Leifsstöð á sólarhring. Lánið liggur hins vegar í því að sterkur straumur fer fyrir nesið og hirðir allt sem fyrir verður út á haf. Samkvæmt lögum ber þó að búa þannig um fráveitumál í þéttbýlum að skolpið fari ekki óheft til sjávar og fylgir Leifsstöð áætlun til að ná því markmiði. Um tuttugu þúsund manns fara um Leifsstöð á sólarhring. Um 3.200-3.500 manns starfa þar.Heimild: Isavia og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira