Erlent

Rodman biðst afsökunar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Rodman nýkominn til Kína frá Norður-Kóreu, umsetinn ljósmyndurum.
Rodman nýkominn til Kína frá Norður-Kóreu, umsetinn ljósmyndurum. VÍSIR/AP
Bandaríski körfuboltakappinn Dennis Rodman biðst afsökunar á að hafa ekki getað komið landa sínum, sem er í haldi Norður-Kóreustjórnar, til aðstoðar.

Rodman er nýkominn til Kína frá Norður-Kóreu, en þangað hélt hann til þess að fagna afmæli leiðtogans, Kim Jong Un, með því að leika körfubolta fyrir hann á afmælisdeginum.

„Mér þykir það leitt, mér þykir það leitt en ég gat bara ekkert gert,” sagði Rodman í morgun á flugvellinum í Beijing, þegar hann var spurður út í bandaríska trúboðann Kenneth Bae, sem hefur setið í fangelsi í meira en ár fyrir „glæpi gegn ríkinu”.

Rodman hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að nota ekki samband sitt við leiðtogann Kim, sem hann segir „besta vin sinn”, til að fá Bae lausan úr haldi.

„Það er ekki mér að kenna. Mér þykir það leitt. Ég vil bara gera góða hluti, það er allt sem ég vil gera,” hefur AP fréttastofan eftir Rodman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×