Lýðræðið er stundum veikburða Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. maí 2014 07:30 Ungverska Evrópuþingkonan Kinga Göncz tók þátt í opnum fundi um Evrópumál á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Evrópustofu, sem haldinn var í Norræna húsinu á þriðjudag. fréttablaðið/Stefán „Þjóðernishyggjan er í vexti, ekki bara í Ungverjalandi heldur í flestum Evrópulöndum,“ segir Kinga Göncz. „Þetta er ákaflega dapurleg þróun, að hægri öfgaflokkar séu í uppgangi, en þeir þola ekki hver annan og það er vegna þess að eitt helsta einkenni þeirra er skortur á umburðarlyndi.“ Kinga Göncz er fyrrverandi utanríkisráðherra Ungverjalands og var fyrsta konan sem gegndi því embætti. Hún sat á þingi fyrir Sósíalistaflokkinn, nú stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn gegn hægri stjórn Fidesz-flokksins. Undanfarið kjörtímabil hefur hún verið fulltrúi síns flokks á Evrópuþinginu. Hún segir það lán í óláni hvað hægri þjóðernissinnar, sem spáð er miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins næstu dagana, virðast eiga erfitt með að starfa saman. „Þeir reyna að útiloka hver annan. Hættan er þess vegna ekki sú að þeir fái aukið vægi á Evrópuþinginu, heldur er hún aðallega sú að svokallaðir meginstraumsflokkar neyðast til þess að fylgja þeim eftir í umræðunni.“ „Lýðræðið virðist stundum vera veikburða, og ástæðan er sú að lýðræðið er í sjálfu sér umburðarlynt. Það leggur áherslu á frjálsa tjáningu, en umburðarlyndi felur í sér ákveðið umburðarlyndi gagnvart skorti á umburðarlyndi, jafnvel hatursáróðri. Þetta er hættan við lýðræðið, sem þó er þrátt fyrir allt besta kerfi,“ segir Göncz. „Öfgaflokkarnir setja fram ákveðna sviðsmynd, og meginstraumsflokkarnir þurfa einhvern veginn að bregðast við. Þeir vilja laða til sín kjósendur og eru þess vegna farnir að tala um sömu efnin og jafnvel nota sams konar stílbrögð. Það er þetta sem er að breyta umræðunni í Evrópu þannig að hún fer út í öfgar og inn á mjög hættulegar brautir.”Fidesz Einn þeirra þjóðernisflokka, sem náð hafa hvað lengst í Evrópu undanfarin misseri, er Fidesz, sem nú fer með stjórnartaumana í Ungverjalandi undir forystu Viktors Orban forsætisráðherra. Fidesz vann stórsigur í þingkosningum þar í síðasta mánuði, en Göncz bendir á að í reynd hafi einungis um fjórðungur kosningabærra manna greitt flokknum atkvæði sitt. „Bæði var kosningaþátttakan lítil, sem kemur öfgaflokkum til góða, og svo hafði Fidesz breytt kosningafyrirkomulaginu þannig að útkoman varð í allt öðrum hlutföllum en atkvæðatalningin segir til um. Þannig fengu þeir, með 25 prósentum atkvæða, meira en tvo þriðju hluta þingsæta, nógu stóran meirihluta til að geta breytt stjórnarskránni að vild.” Hún segist samt enga trú hafa á því að Fidesz muni reyna að breyta stjórnarskránni enn eina ferðina. Á síðasta ári vöktu stjórnarskrárbreytingar, sem ungverska þingið samþykkti, hörð viðbrögð frá Evrópusambandinu, mannréttindasamtökum og öðrum sem sögðu Orban forsætisráðherra hafa gengið alltof langt í því að tryggja embætti sínu og ríkisstjórninni meiri völd. Orban lét á endanum undan, eftir að Evrópusambandið hafði hótað refsiaðgerðum, og dró til baka umdeildustu stjórnarskrárbreytingarnar.Kreppan Í Ungverjalandi er annar flokkur, Jobbik, sem er enn lengra til hægri og enn harðari í þjóðernisstefnu sinni, og fékk sá flokkur heil 20 prósent í þingkosningunum. Göncz segir skýringuna á því hve þjóðernisstefnunni hefur vegnað vel í Ungverjalandi að hluta vera að finna í kreppunni miklu. „Rétt eins og Ísland varð Ungverjaland illa úti í kreppunni. Fólk er hrætt, óöruggt og veit ekki hvort það mun halda lifibrauði sínu. Þá er hætt við því að fólk sækist eftir sterkum leiðtoga, einhverjum sem getur verndað það gegn þessu öllu.“ „Á hinn bóginn,“ segir hún, „á þetta sér einnig eldri rætur. Ungverjaland var eitt þeirra landa sem stóðu sig hvað best á umbreytingatímanum,“ og á þar við hrun Sovétríkjanna og fall járntjaldsins. „Framfarir gerðust hratt, en nú hefur Ungverjaland dregist aftur úr. Hluta samfélagsins tókst að verða samkeppnisfær, þeir sem töluðu tungumál og náðu að koma undir sig fótunum. En svo er annar hluti samfélagsins sem tókst ekki að afla sér kunnáttu og hefur ekki það sem til þarf. Ég held að þetta sé vandamál í öllum löndum þessa heimshluta. Breytingarnar í átt til markaðskapítalisma geta gerst mjög hratt, en það þarf eitthvað lengri tíma til að breyta hugarfari fólks.” Kreppan kom við sögu á málþinginu í vikunni: „Þar var þetta sett þannig fram að allt hafi þetta byrjað með fjármálakreppu, en hún þróaðist svo yfir í efnahagskreppu, þaðan yfir í atvinnukreppu sem enn er að dýpka, og svo inn í kreppu í opinberum fjárveitingum, sem þýddi að stjórnvöld neyddust til þess að skera niður félagsleg útgjöld og það svo harkalega að það hefur haft mikil áhrif á fólk. Nú er svo komið að þetta er að þróast yfir í stjórnmálakreppu, og það er vandinn sem við stöndum núna frammi fyrir.“ Hún segir stjórnarandstæðinga í Ungverjalandi mikið velta því fyrir sér þessa dagana, hvernig hægt sé að vinna á móti uppgangi öfgaflokka. „Í Ungverjalandi er mikið rætt hvort betra sé að einangra þá eða virkja þá í umræðunni. Þetta er ekki einfalt, hvorki í Ungverjalandi né annars staðar í Evrópu. Stundum getur einangrun virkað, en stundum er kannski betra að draga hugmyndir þeirra fram í dagsljósið og afhjúpa þær.“ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
„Þjóðernishyggjan er í vexti, ekki bara í Ungverjalandi heldur í flestum Evrópulöndum,“ segir Kinga Göncz. „Þetta er ákaflega dapurleg þróun, að hægri öfgaflokkar séu í uppgangi, en þeir þola ekki hver annan og það er vegna þess að eitt helsta einkenni þeirra er skortur á umburðarlyndi.“ Kinga Göncz er fyrrverandi utanríkisráðherra Ungverjalands og var fyrsta konan sem gegndi því embætti. Hún sat á þingi fyrir Sósíalistaflokkinn, nú stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn gegn hægri stjórn Fidesz-flokksins. Undanfarið kjörtímabil hefur hún verið fulltrúi síns flokks á Evrópuþinginu. Hún segir það lán í óláni hvað hægri þjóðernissinnar, sem spáð er miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins næstu dagana, virðast eiga erfitt með að starfa saman. „Þeir reyna að útiloka hver annan. Hættan er þess vegna ekki sú að þeir fái aukið vægi á Evrópuþinginu, heldur er hún aðallega sú að svokallaðir meginstraumsflokkar neyðast til þess að fylgja þeim eftir í umræðunni.“ „Lýðræðið virðist stundum vera veikburða, og ástæðan er sú að lýðræðið er í sjálfu sér umburðarlynt. Það leggur áherslu á frjálsa tjáningu, en umburðarlyndi felur í sér ákveðið umburðarlyndi gagnvart skorti á umburðarlyndi, jafnvel hatursáróðri. Þetta er hættan við lýðræðið, sem þó er þrátt fyrir allt besta kerfi,“ segir Göncz. „Öfgaflokkarnir setja fram ákveðna sviðsmynd, og meginstraumsflokkarnir þurfa einhvern veginn að bregðast við. Þeir vilja laða til sín kjósendur og eru þess vegna farnir að tala um sömu efnin og jafnvel nota sams konar stílbrögð. Það er þetta sem er að breyta umræðunni í Evrópu þannig að hún fer út í öfgar og inn á mjög hættulegar brautir.”Fidesz Einn þeirra þjóðernisflokka, sem náð hafa hvað lengst í Evrópu undanfarin misseri, er Fidesz, sem nú fer með stjórnartaumana í Ungverjalandi undir forystu Viktors Orban forsætisráðherra. Fidesz vann stórsigur í þingkosningum þar í síðasta mánuði, en Göncz bendir á að í reynd hafi einungis um fjórðungur kosningabærra manna greitt flokknum atkvæði sitt. „Bæði var kosningaþátttakan lítil, sem kemur öfgaflokkum til góða, og svo hafði Fidesz breytt kosningafyrirkomulaginu þannig að útkoman varð í allt öðrum hlutföllum en atkvæðatalningin segir til um. Þannig fengu þeir, með 25 prósentum atkvæða, meira en tvo þriðju hluta þingsæta, nógu stóran meirihluta til að geta breytt stjórnarskránni að vild.” Hún segist samt enga trú hafa á því að Fidesz muni reyna að breyta stjórnarskránni enn eina ferðina. Á síðasta ári vöktu stjórnarskrárbreytingar, sem ungverska þingið samþykkti, hörð viðbrögð frá Evrópusambandinu, mannréttindasamtökum og öðrum sem sögðu Orban forsætisráðherra hafa gengið alltof langt í því að tryggja embætti sínu og ríkisstjórninni meiri völd. Orban lét á endanum undan, eftir að Evrópusambandið hafði hótað refsiaðgerðum, og dró til baka umdeildustu stjórnarskrárbreytingarnar.Kreppan Í Ungverjalandi er annar flokkur, Jobbik, sem er enn lengra til hægri og enn harðari í þjóðernisstefnu sinni, og fékk sá flokkur heil 20 prósent í þingkosningunum. Göncz segir skýringuna á því hve þjóðernisstefnunni hefur vegnað vel í Ungverjalandi að hluta vera að finna í kreppunni miklu. „Rétt eins og Ísland varð Ungverjaland illa úti í kreppunni. Fólk er hrætt, óöruggt og veit ekki hvort það mun halda lifibrauði sínu. Þá er hætt við því að fólk sækist eftir sterkum leiðtoga, einhverjum sem getur verndað það gegn þessu öllu.“ „Á hinn bóginn,“ segir hún, „á þetta sér einnig eldri rætur. Ungverjaland var eitt þeirra landa sem stóðu sig hvað best á umbreytingatímanum,“ og á þar við hrun Sovétríkjanna og fall járntjaldsins. „Framfarir gerðust hratt, en nú hefur Ungverjaland dregist aftur úr. Hluta samfélagsins tókst að verða samkeppnisfær, þeir sem töluðu tungumál og náðu að koma undir sig fótunum. En svo er annar hluti samfélagsins sem tókst ekki að afla sér kunnáttu og hefur ekki það sem til þarf. Ég held að þetta sé vandamál í öllum löndum þessa heimshluta. Breytingarnar í átt til markaðskapítalisma geta gerst mjög hratt, en það þarf eitthvað lengri tíma til að breyta hugarfari fólks.” Kreppan kom við sögu á málþinginu í vikunni: „Þar var þetta sett þannig fram að allt hafi þetta byrjað með fjármálakreppu, en hún þróaðist svo yfir í efnahagskreppu, þaðan yfir í atvinnukreppu sem enn er að dýpka, og svo inn í kreppu í opinberum fjárveitingum, sem þýddi að stjórnvöld neyddust til þess að skera niður félagsleg útgjöld og það svo harkalega að það hefur haft mikil áhrif á fólk. Nú er svo komið að þetta er að þróast yfir í stjórnmálakreppu, og það er vandinn sem við stöndum núna frammi fyrir.“ Hún segir stjórnarandstæðinga í Ungverjalandi mikið velta því fyrir sér þessa dagana, hvernig hægt sé að vinna á móti uppgangi öfgaflokka. „Í Ungverjalandi er mikið rætt hvort betra sé að einangra þá eða virkja þá í umræðunni. Þetta er ekki einfalt, hvorki í Ungverjalandi né annars staðar í Evrópu. Stundum getur einangrun virkað, en stundum er kannski betra að draga hugmyndir þeirra fram í dagsljósið og afhjúpa þær.“
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira