Innlent

Vélarvana bátur dreginn til hafnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Björgunarsveitin Berserkir frá Stykkishólmi var kölluð út um sjö leytið, vegna vélarvana báts sem staddur var við Langeyjar. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu var ekki talin mikil hætta á ferðum fyrir skipverjann, sem var einn í bátnum, því veður á svæðinu var mjög gott.

Harðbotna björgunarbáturinn Guðfinna Sigurðardóttir tók bilaða bátinn í tog. Hann er þó um sjö tonn, sem er heldur mikið fyrir léttan björgunarbát, en stærri fiskibátur kom einnig til aðstoðar dregur nú bátinn til hafnar í Stykkishólmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×