„Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Linda Blöndal skrifar 9. júní 2014 20:08 Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. Í tvígang hafa börn verið bitin. Meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg segir að fólk eigi alls ekki að koma nálægt dýrunum verði það þeirra vart. Í lok síðasta mánaðar var unglingspiltur bitinn til blóðs í fingurinn af rottu í Vesturbænum. Í gær sást rotta skokka á bökkum vesturbæjarlaugarinnar og sama dag var stúlka í Hlíðunum bitin af rottu.Ragnheiður Kolfinna Magnúsdóttir var bitinn af rottu í gær. „Ég prófaði að fara niður að skoða hana. Þá kom hún og beit mig,“ sagði Kolfinna. „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur.“ Þessi óvinsælu nagdýr finnast í ræsum um alla Reykjavíkurborg að undanskildum nýrri hverfum eins og Grafarvoginum. Gömul hverfi eru helst útsett fyrir rottugangi og tilfelli þar sem dýrin gera sér hreiður upp í risi finnast þar sem enginn er umgangur í gömlum húsum og ónýtar lagnir. „Þær finnast þar sem er bilun í skorplögnum og niðurfall opið eða slíkt. Þá er það ávísun upp á að þessi kvikyndi geta komið upp á yfirborðið,“ segir Ómar F. Dabney, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg. Allt eru þetta svokallaðar Brúnrottur, vanalega um tuttugu sentímetrar með fimmtán sentímetra langt skott og nokkuð gild miðað við hagamúsina. Hve hættulegt er þó að vera bitinn af rottu? „Það hefur ekki reynst mér banvænt,“ segir Ómar. „En ég hvet alla þá sem verða fyrir biti af þessu dýri að fara á slysadeild. Þar reikna ég með að þeir fái viðeigandi meðferð.“ „Ég hvet bara fólk, ef það er að sjá þessi dýr og ég tala nú ekki um að brýna fyrir börnum, að koma ekki nálægt þeim. Vegna þess að ef þú ert að teygja þig í þær, að reyna að klappa þeim eða koma við þær, þá bíta þær alveg pottþétt,“ segir Ómar sem sjálfur hefur ekki tölu á hve oft hann hefur verið bitinn. Það er ómögulegt að segja til um hve margar rottur eru í Reykjavíkurborg, en þessa dagana er verið að eitra fyrir þeim í holræsum. Þá sérstaklega á stöðum þar sem líkur eru á að lagnir séu ekki í lagi. Tengdar fréttir Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33 Sá rottu bíta barn „Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag. 8. júní 2014 21:07 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. Í tvígang hafa börn verið bitin. Meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg segir að fólk eigi alls ekki að koma nálægt dýrunum verði það þeirra vart. Í lok síðasta mánaðar var unglingspiltur bitinn til blóðs í fingurinn af rottu í Vesturbænum. Í gær sást rotta skokka á bökkum vesturbæjarlaugarinnar og sama dag var stúlka í Hlíðunum bitin af rottu.Ragnheiður Kolfinna Magnúsdóttir var bitinn af rottu í gær. „Ég prófaði að fara niður að skoða hana. Þá kom hún og beit mig,“ sagði Kolfinna. „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur.“ Þessi óvinsælu nagdýr finnast í ræsum um alla Reykjavíkurborg að undanskildum nýrri hverfum eins og Grafarvoginum. Gömul hverfi eru helst útsett fyrir rottugangi og tilfelli þar sem dýrin gera sér hreiður upp í risi finnast þar sem enginn er umgangur í gömlum húsum og ónýtar lagnir. „Þær finnast þar sem er bilun í skorplögnum og niðurfall opið eða slíkt. Þá er það ávísun upp á að þessi kvikyndi geta komið upp á yfirborðið,“ segir Ómar F. Dabney, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg. Allt eru þetta svokallaðar Brúnrottur, vanalega um tuttugu sentímetrar með fimmtán sentímetra langt skott og nokkuð gild miðað við hagamúsina. Hve hættulegt er þó að vera bitinn af rottu? „Það hefur ekki reynst mér banvænt,“ segir Ómar. „En ég hvet alla þá sem verða fyrir biti af þessu dýri að fara á slysadeild. Þar reikna ég með að þeir fái viðeigandi meðferð.“ „Ég hvet bara fólk, ef það er að sjá þessi dýr og ég tala nú ekki um að brýna fyrir börnum, að koma ekki nálægt þeim. Vegna þess að ef þú ert að teygja þig í þær, að reyna að klappa þeim eða koma við þær, þá bíta þær alveg pottþétt,“ segir Ómar sem sjálfur hefur ekki tölu á hve oft hann hefur verið bitinn. Það er ómögulegt að segja til um hve margar rottur eru í Reykjavíkurborg, en þessa dagana er verið að eitra fyrir þeim í holræsum. Þá sérstaklega á stöðum þar sem líkur eru á að lagnir séu ekki í lagi.
Tengdar fréttir Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33 Sá rottu bíta barn „Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag. 8. júní 2014 21:07 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33
Sá rottu bíta barn „Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag. 8. júní 2014 21:07