Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar 22. júní 2014 16:04 vísir/anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar og meta hver ávinningur þjóðarbúsins af þeim er í raun og veru. Hún segir samanburð fjármálaráðherra á hvalveiðum Íslendinga og dauðarefsingum í Bandaríkjunum ekki eiga erindi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða ekki Íslendingum að vera þátttakandi á Our Ocean hafráðstefnunni sem fram fór í vikunni vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar við Íslandsstrendur. Í pistli sem Bjarni ritaði á samfélagsmiðilinn Facebook heldur hann því fram að það sé eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga þegar á sama tíma berast fréttir af mistökum við aflífun fólks í kjölfar dauðadóms í Bandaríkjunum.Bjarni Benediktsson.vísir/daníel„Ef að hvalveiðar Íslendingar eiga að hafa þau áhrif að dregið verði úr samskiptum við Íslendinga eins og forseti Bandaríkjanna hefur látið skína í þá spyr ég. Hvers vegna ættum við að láta samskipti þjóðanna ráðast af þessu máli einu og sér? Við Íslendingar höfum svo sem næg tækifæri til að taka upp ýmis önnur málefnasvið og spyrja okkur hvort að ekki sé tilefni til að ræða þau í tengslum við samskipti þjóðanna. Þar mætti nefna efst á blaði dauðarefsingar og hvernig þær eru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Að þær skuli yfir höfuð vera leyfðar samkvæmt lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hvalveiðar Íslendinga ekki vera sambærilegar við dauðarefsingar Bandaríkjamanna. „Mér finnst hins vegar að Íslendingar þurfi að taka sínar hvalveiðar til endurskoðunar og hver nákvæmlega ávinningur þjóðarbúsins til að mynda af hvalveiðum er þar sem þetta kjöt hefur ekki verið að seljast vel og líka ýmsar spurningar um umhverfis- og mannúðarsjónarmið hvernig hvalir eru veiddir. Þannig að ég hefði talið betra að við tækjum þau mál þá bara til umræðu fremur en að vera að setja þetta í einhvern samanburð við dauðarefsingar Bandaríkjamanna ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Katrín kveðst hafa sterkar skoðanir á dauðarefsingum Bandaríkjamanna og finnst í góðu lagi að íslensk stjórnvöld gagnrýni þær. Þessi tvö mál séu hins vegar ekki sambærileg. Hún telur brýnt að opin umræða fari fram hér á landi um hvalveiðar. „Við þurfum að setja þessi mál á dagskrá og velta því fyrir okkur hvort við séum sátt við þetta. Í ljósi þess að efnahagslegur ávinningur er ekki mikill, að ýmsir hafa gert miklar athugasemdir við það hvernig dýrin eru drepin og annað þá held ég að það væri okkur hollt að taka þá umræðu hér heima.“ Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar og meta hver ávinningur þjóðarbúsins af þeim er í raun og veru. Hún segir samanburð fjármálaráðherra á hvalveiðum Íslendinga og dauðarefsingum í Bandaríkjunum ekki eiga erindi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða ekki Íslendingum að vera þátttakandi á Our Ocean hafráðstefnunni sem fram fór í vikunni vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar við Íslandsstrendur. Í pistli sem Bjarni ritaði á samfélagsmiðilinn Facebook heldur hann því fram að það sé eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga þegar á sama tíma berast fréttir af mistökum við aflífun fólks í kjölfar dauðadóms í Bandaríkjunum.Bjarni Benediktsson.vísir/daníel„Ef að hvalveiðar Íslendingar eiga að hafa þau áhrif að dregið verði úr samskiptum við Íslendinga eins og forseti Bandaríkjanna hefur látið skína í þá spyr ég. Hvers vegna ættum við að láta samskipti þjóðanna ráðast af þessu máli einu og sér? Við Íslendingar höfum svo sem næg tækifæri til að taka upp ýmis önnur málefnasvið og spyrja okkur hvort að ekki sé tilefni til að ræða þau í tengslum við samskipti þjóðanna. Þar mætti nefna efst á blaði dauðarefsingar og hvernig þær eru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Að þær skuli yfir höfuð vera leyfðar samkvæmt lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hvalveiðar Íslendinga ekki vera sambærilegar við dauðarefsingar Bandaríkjamanna. „Mér finnst hins vegar að Íslendingar þurfi að taka sínar hvalveiðar til endurskoðunar og hver nákvæmlega ávinningur þjóðarbúsins til að mynda af hvalveiðum er þar sem þetta kjöt hefur ekki verið að seljast vel og líka ýmsar spurningar um umhverfis- og mannúðarsjónarmið hvernig hvalir eru veiddir. Þannig að ég hefði talið betra að við tækjum þau mál þá bara til umræðu fremur en að vera að setja þetta í einhvern samanburð við dauðarefsingar Bandaríkjamanna ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Katrín kveðst hafa sterkar skoðanir á dauðarefsingum Bandaríkjamanna og finnst í góðu lagi að íslensk stjórnvöld gagnrýni þær. Þessi tvö mál séu hins vegar ekki sambærileg. Hún telur brýnt að opin umræða fari fram hér á landi um hvalveiðar. „Við þurfum að setja þessi mál á dagskrá og velta því fyrir okkur hvort við séum sátt við þetta. Í ljósi þess að efnahagslegur ávinningur er ekki mikill, að ýmsir hafa gert miklar athugasemdir við það hvernig dýrin eru drepin og annað þá held ég að það væri okkur hollt að taka þá umræðu hér heima.“
Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39
Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00
Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30