Sækja innblástur í skelfiskilm og kyrrð í Hrísey Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 09:00 Hæfileikarík Hluti af hópnum fyrir utan húsið þar sem töfrarnir gerast. Fjöllin í baksýn veita innblástur að sögn skipuleggjenda. „Hér eru enn þá skelfisknet og fiskikör og allt ilmar enn þá af skelfiski,“ segir Ásgerður Birna Björnsdóttir myndlistarnemi, þar sem hún stendur inni í Salthúsinu í Hrísey og undirbýr listsýningu næstu helgi. Ásgerður Birna skipulagði ásamt vinkonu sinni, Helenu Aðalsteinsdóttur myndlistarkonu, viku í Hrísey fyrir alla þá sem hafa áhuga á listum, bæði menntaða og ómenntaða. „Það er áhugavert að koma hingað til Hríseyjar og vinna að myndlist vegna þess að svæðið hér er mjög afmarkað og virkar þannig á mann að maður aftengist Reykjavík og öllu áreitinu þar,“ segir Helena. Vikuna kalla þau Laumulistasamsteypuna og er hún vettvangur fyrir listaáhugafólk til að skapa saman list.Hér eru listakonurnar fyrir framan húsið þar sem sýningin verður haldin næstu helgi.Mynd/Arna MaríaAlls konar getur gerst „Við gerðum beinagrind að dagskrá en alls konar getur gerst,“ útskýrir Ásgerður Birna. „Við viljum hafa þetta opið enda eru alls konar hugmyndir í gangi. Við vildum ekki verða einhvers konar stjórnendur yfir verkefninu.“ Sýningin tekur á sig skýrari mynd eftir því sem vikunni vindur fram. Þetta er í fyrsta sinn sem listavikan er haldin en ef vel gengur langar þær stöllur að gera hana að árlegum viðburði sem gæti stækkað ár hvert. „Það er gott að fara á afskekktan stað mörg saman, þá skapast suðupottur af hugmyndum. Og af því að við erum öll saman í einu húsi þá gerast hlutirnir svo hratt,“ bætir Helena við. „Það er svo áhugavert að fatta að hver sem er getur búið til skapandi vettvang fyrir það sem hann langar til að gera.“Náin samvinna á Hámundarstöðum Hópurinn dvelst á Hámundarstöðum í Hrísey á meðan á vikunni stendur. Þar verður lifað náið saman næstu vikuna, dagurinn settur saman á morgnana, borðaður morgunmatur og kvöldmatinn elda þau saman. Á hverjum degi á slaginu þrjú verður sameiginlegur húslestur eða sýning af einhverju tagi frá einhverjum í hópnum. Þess á milli vinna þau að sýningunni sem sett verður upp í Salthúsinu um næstu helgi. „Öllum er mjög velkomið að taka þátt og kíkja á hvað við erum að gera.“ Veðurblíða Listakonunar Helena og Ásgerður Birna skipulögðu vikuna og leikur veðrið við þátttakendur.. Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Sjá meira
„Hér eru enn þá skelfisknet og fiskikör og allt ilmar enn þá af skelfiski,“ segir Ásgerður Birna Björnsdóttir myndlistarnemi, þar sem hún stendur inni í Salthúsinu í Hrísey og undirbýr listsýningu næstu helgi. Ásgerður Birna skipulagði ásamt vinkonu sinni, Helenu Aðalsteinsdóttur myndlistarkonu, viku í Hrísey fyrir alla þá sem hafa áhuga á listum, bæði menntaða og ómenntaða. „Það er áhugavert að koma hingað til Hríseyjar og vinna að myndlist vegna þess að svæðið hér er mjög afmarkað og virkar þannig á mann að maður aftengist Reykjavík og öllu áreitinu þar,“ segir Helena. Vikuna kalla þau Laumulistasamsteypuna og er hún vettvangur fyrir listaáhugafólk til að skapa saman list.Hér eru listakonurnar fyrir framan húsið þar sem sýningin verður haldin næstu helgi.Mynd/Arna MaríaAlls konar getur gerst „Við gerðum beinagrind að dagskrá en alls konar getur gerst,“ útskýrir Ásgerður Birna. „Við viljum hafa þetta opið enda eru alls konar hugmyndir í gangi. Við vildum ekki verða einhvers konar stjórnendur yfir verkefninu.“ Sýningin tekur á sig skýrari mynd eftir því sem vikunni vindur fram. Þetta er í fyrsta sinn sem listavikan er haldin en ef vel gengur langar þær stöllur að gera hana að árlegum viðburði sem gæti stækkað ár hvert. „Það er gott að fara á afskekktan stað mörg saman, þá skapast suðupottur af hugmyndum. Og af því að við erum öll saman í einu húsi þá gerast hlutirnir svo hratt,“ bætir Helena við. „Það er svo áhugavert að fatta að hver sem er getur búið til skapandi vettvang fyrir það sem hann langar til að gera.“Náin samvinna á Hámundarstöðum Hópurinn dvelst á Hámundarstöðum í Hrísey á meðan á vikunni stendur. Þar verður lifað náið saman næstu vikuna, dagurinn settur saman á morgnana, borðaður morgunmatur og kvöldmatinn elda þau saman. Á hverjum degi á slaginu þrjú verður sameiginlegur húslestur eða sýning af einhverju tagi frá einhverjum í hópnum. Þess á milli vinna þau að sýningunni sem sett verður upp í Salthúsinu um næstu helgi. „Öllum er mjög velkomið að taka þátt og kíkja á hvað við erum að gera.“ Veðurblíða Listakonunar Helena og Ásgerður Birna skipulögðu vikuna og leikur veðrið við þátttakendur..
Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Sjá meira