Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Um næstu mánaðamót fer vetrardagskrá Ríkisútvarpsins í loftið. Bænastundir kvölds og morgna falla þá niður en þeirra í stað kemur nýr þáttur á sunnudagskvöldum. Fréttablaðið/GVA Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta að útvarpa morgunbæn, morgunandakt og Orði kvöldsins á Rás 1 frá og með 28. ágúst næstkomandi líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Mér líst afar illa á þetta. Ég efast ekki um að fólk á eftir að sakna þessara dagkrárliða,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hann segir ekkert koma í staðinn fyrir bænahald. Fólki á öllum aldri hafi þótt gott að byrja daginn á að hlusta á morgunbæn og sömuleiðis að ljúka deginum með því að hlusta á Orð kvöldsins. Hjálmar segist líta svo á að bænirnar séu ákveðin þjónusta við fólkið í landinu.Þröstur HelgasonJóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að eldra fólk sé dyggustu hlustendur Rásar eitt. „Það er ósvinna að taka bænirnar af dagskránni. Fólk hlustar á Rás eitt, þar á meðal bænirnar,“ segir Jóna Valgerður. „Ég vona að biskupinn og prestar landsins mótmæli þessari ákvörðun og það verði hætt við hana,“ segir Jóna Valgerður. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar eitt, segir að um næstu mánaðamót fari vetrardagskrá RÚV í loftið og þá verði nokkrar breytingar.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir„Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrárframsetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni,“ segir hann. Á meðal dagskrárliða sem falli út séu áðurnefndir bænaþættir en í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fjallað verður um trú, menningu og samfélag. „Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hafa orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú,“ segir Þröstur. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hafi verið afar lítil. Þröstur segir að samhliða breytingunum verði bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fari í loftið í haust og þannig verði fjöldi bæna gerður aðgengilegur fyrir almenning. Tengdar fréttir Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta að útvarpa morgunbæn, morgunandakt og Orði kvöldsins á Rás 1 frá og með 28. ágúst næstkomandi líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Mér líst afar illa á þetta. Ég efast ekki um að fólk á eftir að sakna þessara dagkrárliða,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hann segir ekkert koma í staðinn fyrir bænahald. Fólki á öllum aldri hafi þótt gott að byrja daginn á að hlusta á morgunbæn og sömuleiðis að ljúka deginum með því að hlusta á Orð kvöldsins. Hjálmar segist líta svo á að bænirnar séu ákveðin þjónusta við fólkið í landinu.Þröstur HelgasonJóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að eldra fólk sé dyggustu hlustendur Rásar eitt. „Það er ósvinna að taka bænirnar af dagskránni. Fólk hlustar á Rás eitt, þar á meðal bænirnar,“ segir Jóna Valgerður. „Ég vona að biskupinn og prestar landsins mótmæli þessari ákvörðun og það verði hætt við hana,“ segir Jóna Valgerður. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar eitt, segir að um næstu mánaðamót fari vetrardagskrá RÚV í loftið og þá verði nokkrar breytingar.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir„Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrárframsetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni,“ segir hann. Á meðal dagskrárliða sem falli út séu áðurnefndir bænaþættir en í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fjallað verður um trú, menningu og samfélag. „Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hafa orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú,“ segir Þröstur. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hafi verið afar lítil. Þröstur segir að samhliða breytingunum verði bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fari í loftið í haust og þannig verði fjöldi bæna gerður aðgengilegur fyrir almenning.
Tengdar fréttir Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30