Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Um næstu mánaðamót fer vetrardagskrá Ríkisútvarpsins í loftið. Bænastundir kvölds og morgna falla þá niður en þeirra í stað kemur nýr þáttur á sunnudagskvöldum. Fréttablaðið/GVA Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta að útvarpa morgunbæn, morgunandakt og Orði kvöldsins á Rás 1 frá og með 28. ágúst næstkomandi líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Mér líst afar illa á þetta. Ég efast ekki um að fólk á eftir að sakna þessara dagkrárliða,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hann segir ekkert koma í staðinn fyrir bænahald. Fólki á öllum aldri hafi þótt gott að byrja daginn á að hlusta á morgunbæn og sömuleiðis að ljúka deginum með því að hlusta á Orð kvöldsins. Hjálmar segist líta svo á að bænirnar séu ákveðin þjónusta við fólkið í landinu.Þröstur HelgasonJóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að eldra fólk sé dyggustu hlustendur Rásar eitt. „Það er ósvinna að taka bænirnar af dagskránni. Fólk hlustar á Rás eitt, þar á meðal bænirnar,“ segir Jóna Valgerður. „Ég vona að biskupinn og prestar landsins mótmæli þessari ákvörðun og það verði hætt við hana,“ segir Jóna Valgerður. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar eitt, segir að um næstu mánaðamót fari vetrardagskrá RÚV í loftið og þá verði nokkrar breytingar.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir„Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrárframsetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni,“ segir hann. Á meðal dagskrárliða sem falli út séu áðurnefndir bænaþættir en í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fjallað verður um trú, menningu og samfélag. „Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hafa orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú,“ segir Þröstur. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hafi verið afar lítil. Þröstur segir að samhliða breytingunum verði bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fari í loftið í haust og þannig verði fjöldi bæna gerður aðgengilegur fyrir almenning. Tengdar fréttir Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta að útvarpa morgunbæn, morgunandakt og Orði kvöldsins á Rás 1 frá og með 28. ágúst næstkomandi líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Mér líst afar illa á þetta. Ég efast ekki um að fólk á eftir að sakna þessara dagkrárliða,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hann segir ekkert koma í staðinn fyrir bænahald. Fólki á öllum aldri hafi þótt gott að byrja daginn á að hlusta á morgunbæn og sömuleiðis að ljúka deginum með því að hlusta á Orð kvöldsins. Hjálmar segist líta svo á að bænirnar séu ákveðin þjónusta við fólkið í landinu.Þröstur HelgasonJóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að eldra fólk sé dyggustu hlustendur Rásar eitt. „Það er ósvinna að taka bænirnar af dagskránni. Fólk hlustar á Rás eitt, þar á meðal bænirnar,“ segir Jóna Valgerður. „Ég vona að biskupinn og prestar landsins mótmæli þessari ákvörðun og það verði hætt við hana,“ segir Jóna Valgerður. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar eitt, segir að um næstu mánaðamót fari vetrardagskrá RÚV í loftið og þá verði nokkrar breytingar.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir„Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrárframsetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni,“ segir hann. Á meðal dagskrárliða sem falli út séu áðurnefndir bænaþættir en í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fjallað verður um trú, menningu og samfélag. „Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hafa orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú,“ segir Þröstur. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hafi verið afar lítil. Þröstur segir að samhliða breytingunum verði bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fari í loftið í haust og þannig verði fjöldi bæna gerður aðgengilegur fyrir almenning.
Tengdar fréttir Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30