Prestar selja sig dýrt Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. ágúst 2014 14:27 Fritz már til vinstri, Ólafur Jóhann til hægri. Á laugardaginn fara fram prestskosningar í Seljasókn í Breiðholti og keppast tveir menn um atkvæði sóknarbarna, með það að markmiði að verða sóknarprestar. Þetta er í fyrsta skipti í sautján ár sem kosið er um prest á höfuðborgarsvæðinu. Báðir frambjóðendur eru sammála um að kosningabaráttan hafi verið lífleg. Annar þeirra hefur opnað kosningaskrifstofu og hinn keypt auglýsingar í fjölmiðlum. Þetta er í fjórða sinn, frá því að lögum um val og veitingu prestsembætta var breytt árið 1987, sem prestskosningar fara fram. „Þetta er rosalega gaman,“ segir Fritz Már Berndsen Jörgensson, rithöfundur sem ákvað að verða prestur þegar hann var 47 ára gamall. „Svona ætti bara að vera reglan; söfnuðirnir ættu að fá að kjósa sér prest,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, sem hefur sinnt preststörfum í Seljakirkju en sækist nú eftir embætti sóknarprests. Ólafur Jóhann Borgþórsson hefur starfað í Seljakirkju í á áttunda ár.Var búið að velja prest Áður fyrr tíðkaðist að söfnuðir fengu að kjósa sér prest. „Það er hinn lútherski skilningur. Í kaþólskunni eru prestarnir valdir af öðrum,“ útskýrir Ólafur Jóhann. Árið 1987 var reglum um val og veitingu presta breytt. Þá voru sóknarprestar skipaðir af ráðherra en síðar fór biskup Íslands með veitingarvaldið. Nú er reglan sú að ef þriðjungur sóknarbarna óskar þess að fá að kjósa sér prest er boðað til kosninga. Slíkt var einmitt uppi á teningnum nú í Seljasókn. Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum hafði valnefnd prestakallsins valið Ólaf Jóhann Borgþórsson til að gegna embætti sóknarprests í Seljasókn. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hafnaði valinu og sagði jafnréttislög hafa verið brotin; hún taldi konu sem sótti um stöðuna hafa verið hæfari. Agnes segist þá hafa haft þrjá kosti; að skipa þann sem hún taldi hæfastan í embættið jafnvel þótt það færi gegn vali nefndarinnar, framlengja frestinn eða auglýsa starfið að nýju. Hún valdi síðasta kostinn. Í kjölfarið söfnuðu sóknarbörn undirskriftum til að halda kosningar og í kjölfarið drógu allir umsækjendur umsókn sína til baka fyrir utan þann sem valnefnd hafði valið og annan karlmann. Ólafur segir frá því að honum hafi verið tilkynnt að hann fengi stöðuna. „En svo var ég látinn vita að biskup ætlaði að hugsa sig um,“ bætir hann við og að lokum ákvað hún að hafna valinu endanlega.Hér má sjá auglýsingu sem Fritz Már hefur sent frá sér.Sammála um að þetta sé skemmtilegt Báðir frambjóðendurnir sem vilja verða sóknarprestar í Seljasókn eru sammála um að kosningabaráttan – eða kosningakynningin eins og Fritz Már vill frekar kalla hana – sé búin að vera skemmtileg. Ólafur Jóhann opnaði kosningaskrifstofu og Fritz Már hefur farið með bæklinga í öll hús í hverfinu, auk þess sem hann hefur auglýst í fjölmiðlum. Bakgrunnur þeirra er ólíkur. Ólafur Jóhann hefur starfað í Seljasókn á áttunda ár, en Fritz Már hefur aldrei gegnt embætti prests. „Ég er í rauninni krimmahöfundur sem vill verða prestur,“ segir hann og heldur áfram: „Ég á að baki hálfa ævi í atvinnulífinu. Þegar ég var 47 ára ákvað ég að fara í guðfræði. Ég trúi því að maður eigi að fylgja hjarta sínu og láta draumana rætast. Það var ekki létt að standa upp á miðjum aldri, snúa baki við öllu og fara í nám. En þetta var eitthvað sem ég vildi gera og ég er ánægður með valið.“ Ólafur segir að kosningabaráttan hafi verið á afar jákvæðum nótum. „Þetta vekur fólk til vitundar og bætir samskipti presta og sóknarbarna,“ útskýrir hann og bætir við: „Til dæmis bauð ég fólki til mín á skrifstofuna í gær. Hingað kom á fjórða hundrað manns. Við grilluðum, vorum með hoppukastala og fleira. Þetta var ótrúlega gaman. Í hverfinu hefur myndast mjög góð stemning. Þetta auglýsir upp kirkjustarfið."Hans Markús er síðasti prestur sem var kosinn prestur á höfuðborgarsvæðinu.Sigurvegari dró umsókn tilbakaÍ gær sagði Vísir frá því að einn umsækjandi hefði dregið sig út úr kosningabaráttunni. Það er sr. Hans Markús Hafsteinsson Ísaksen. Hann dró umsókn sína til baka vegna þess sem hann kallar ómálefnalega málsmeðferð valnefndar og biskups Íslands. Í yfirlýsingu sem Hans Markús sendi til fjölmiðla í gær rekur hann sögu sína við Seljaprestakall þar sem hann sótti um stöðu prests árið 2009. „Í umsóknarferlinu braut biskup og valnefnd kirkjunnar lög við val á umsækjendum. Var það staðfest með áliti umboðsmanns Alþingis og í kjölfarið var málið leyst með samkomulagi um að Biskupsstofa greiddi mér miskabætur vegna hinnar ólögmætu málsmeðferðar.“ Eftir að hann dró sína umsókn til baka urðu Fritz Már og Ólafur Jóhann tveir eftir í baráttunni um stöðuna. En Hans Markús er einmitt síðasti prestur til þess að sigra í prestskosningum á höfuðborgarsvæðinu, en hann var kosinn prestur í Garðasókn í maí árið 1997. Mótframbjóðandi hans var sr. Örn Bárður Jónsson. Kosningarnar fara fram laugardaginn frá 9-17 í Seljakirkju. Þeir sem ekki komast á laugardaginn geta kosið í dag og á morgun í Seljakirkju og á Biskupstofu. Alls hafa um 400 manns nú þegar kosið. Tengdar fréttir Dregur umsóknina til baka og íhugar að leita réttar síns Sr. Hans Markús Hafsteinsson Ísaksen hefur ákveðið að draga umsókn sína um stöðu sóknarprests í Seljakirkju til baka. 13. ágúst 2014 11:12 Hægt að fara framhjá jafnréttislögum með prestskosningum Biskup samþykkti ekki ráðningu sóknarprests í Seljaprestakalli vegna brota á jafnréttislögum. Í staðinn verða haldnar kosningar þar sem jafnréttislög gilda ekki. Tvöfalt kerfi, segir formaður Félags prestvígðra kvenna. 8. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Á laugardaginn fara fram prestskosningar í Seljasókn í Breiðholti og keppast tveir menn um atkvæði sóknarbarna, með það að markmiði að verða sóknarprestar. Þetta er í fyrsta skipti í sautján ár sem kosið er um prest á höfuðborgarsvæðinu. Báðir frambjóðendur eru sammála um að kosningabaráttan hafi verið lífleg. Annar þeirra hefur opnað kosningaskrifstofu og hinn keypt auglýsingar í fjölmiðlum. Þetta er í fjórða sinn, frá því að lögum um val og veitingu prestsembætta var breytt árið 1987, sem prestskosningar fara fram. „Þetta er rosalega gaman,“ segir Fritz Már Berndsen Jörgensson, rithöfundur sem ákvað að verða prestur þegar hann var 47 ára gamall. „Svona ætti bara að vera reglan; söfnuðirnir ættu að fá að kjósa sér prest,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, sem hefur sinnt preststörfum í Seljakirkju en sækist nú eftir embætti sóknarprests. Ólafur Jóhann Borgþórsson hefur starfað í Seljakirkju í á áttunda ár.Var búið að velja prest Áður fyrr tíðkaðist að söfnuðir fengu að kjósa sér prest. „Það er hinn lútherski skilningur. Í kaþólskunni eru prestarnir valdir af öðrum,“ útskýrir Ólafur Jóhann. Árið 1987 var reglum um val og veitingu presta breytt. Þá voru sóknarprestar skipaðir af ráðherra en síðar fór biskup Íslands með veitingarvaldið. Nú er reglan sú að ef þriðjungur sóknarbarna óskar þess að fá að kjósa sér prest er boðað til kosninga. Slíkt var einmitt uppi á teningnum nú í Seljasókn. Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum hafði valnefnd prestakallsins valið Ólaf Jóhann Borgþórsson til að gegna embætti sóknarprests í Seljasókn. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hafnaði valinu og sagði jafnréttislög hafa verið brotin; hún taldi konu sem sótti um stöðuna hafa verið hæfari. Agnes segist þá hafa haft þrjá kosti; að skipa þann sem hún taldi hæfastan í embættið jafnvel þótt það færi gegn vali nefndarinnar, framlengja frestinn eða auglýsa starfið að nýju. Hún valdi síðasta kostinn. Í kjölfarið söfnuðu sóknarbörn undirskriftum til að halda kosningar og í kjölfarið drógu allir umsækjendur umsókn sína til baka fyrir utan þann sem valnefnd hafði valið og annan karlmann. Ólafur segir frá því að honum hafi verið tilkynnt að hann fengi stöðuna. „En svo var ég látinn vita að biskup ætlaði að hugsa sig um,“ bætir hann við og að lokum ákvað hún að hafna valinu endanlega.Hér má sjá auglýsingu sem Fritz Már hefur sent frá sér.Sammála um að þetta sé skemmtilegt Báðir frambjóðendurnir sem vilja verða sóknarprestar í Seljasókn eru sammála um að kosningabaráttan – eða kosningakynningin eins og Fritz Már vill frekar kalla hana – sé búin að vera skemmtileg. Ólafur Jóhann opnaði kosningaskrifstofu og Fritz Már hefur farið með bæklinga í öll hús í hverfinu, auk þess sem hann hefur auglýst í fjölmiðlum. Bakgrunnur þeirra er ólíkur. Ólafur Jóhann hefur starfað í Seljasókn á áttunda ár, en Fritz Már hefur aldrei gegnt embætti prests. „Ég er í rauninni krimmahöfundur sem vill verða prestur,“ segir hann og heldur áfram: „Ég á að baki hálfa ævi í atvinnulífinu. Þegar ég var 47 ára ákvað ég að fara í guðfræði. Ég trúi því að maður eigi að fylgja hjarta sínu og láta draumana rætast. Það var ekki létt að standa upp á miðjum aldri, snúa baki við öllu og fara í nám. En þetta var eitthvað sem ég vildi gera og ég er ánægður með valið.“ Ólafur segir að kosningabaráttan hafi verið á afar jákvæðum nótum. „Þetta vekur fólk til vitundar og bætir samskipti presta og sóknarbarna,“ útskýrir hann og bætir við: „Til dæmis bauð ég fólki til mín á skrifstofuna í gær. Hingað kom á fjórða hundrað manns. Við grilluðum, vorum með hoppukastala og fleira. Þetta var ótrúlega gaman. Í hverfinu hefur myndast mjög góð stemning. Þetta auglýsir upp kirkjustarfið."Hans Markús er síðasti prestur sem var kosinn prestur á höfuðborgarsvæðinu.Sigurvegari dró umsókn tilbakaÍ gær sagði Vísir frá því að einn umsækjandi hefði dregið sig út úr kosningabaráttunni. Það er sr. Hans Markús Hafsteinsson Ísaksen. Hann dró umsókn sína til baka vegna þess sem hann kallar ómálefnalega málsmeðferð valnefndar og biskups Íslands. Í yfirlýsingu sem Hans Markús sendi til fjölmiðla í gær rekur hann sögu sína við Seljaprestakall þar sem hann sótti um stöðu prests árið 2009. „Í umsóknarferlinu braut biskup og valnefnd kirkjunnar lög við val á umsækjendum. Var það staðfest með áliti umboðsmanns Alþingis og í kjölfarið var málið leyst með samkomulagi um að Biskupsstofa greiddi mér miskabætur vegna hinnar ólögmætu málsmeðferðar.“ Eftir að hann dró sína umsókn til baka urðu Fritz Már og Ólafur Jóhann tveir eftir í baráttunni um stöðuna. En Hans Markús er einmitt síðasti prestur til þess að sigra í prestskosningum á höfuðborgarsvæðinu, en hann var kosinn prestur í Garðasókn í maí árið 1997. Mótframbjóðandi hans var sr. Örn Bárður Jónsson. Kosningarnar fara fram laugardaginn frá 9-17 í Seljakirkju. Þeir sem ekki komast á laugardaginn geta kosið í dag og á morgun í Seljakirkju og á Biskupstofu. Alls hafa um 400 manns nú þegar kosið.
Tengdar fréttir Dregur umsóknina til baka og íhugar að leita réttar síns Sr. Hans Markús Hafsteinsson Ísaksen hefur ákveðið að draga umsókn sína um stöðu sóknarprests í Seljakirkju til baka. 13. ágúst 2014 11:12 Hægt að fara framhjá jafnréttislögum með prestskosningum Biskup samþykkti ekki ráðningu sóknarprests í Seljaprestakalli vegna brota á jafnréttislögum. Í staðinn verða haldnar kosningar þar sem jafnréttislög gilda ekki. Tvöfalt kerfi, segir formaður Félags prestvígðra kvenna. 8. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Dregur umsóknina til baka og íhugar að leita réttar síns Sr. Hans Markús Hafsteinsson Ísaksen hefur ákveðið að draga umsókn sína um stöðu sóknarprests í Seljakirkju til baka. 13. ágúst 2014 11:12
Hægt að fara framhjá jafnréttislögum með prestskosningum Biskup samþykkti ekki ráðningu sóknarprests í Seljaprestakalli vegna brota á jafnréttislögum. Í staðinn verða haldnar kosningar þar sem jafnréttislög gilda ekki. Tvöfalt kerfi, segir formaður Félags prestvígðra kvenna. 8. ágúst 2014 07:00