Innlent

Borgarstjórn Reykjavíkur kveður

Bjarki Ármannsson skrifar
Besti flokkurinn er hérmeð hættur í borgarstjórn.
Besti flokkurinn er hérmeð hættur í borgarstjórn. Vísir/Daníel
Síðasti borgarstjórnarfundur fyrir meirihlutaskipti fór fram í Ráðhúsinu í gær. Fundurinn var með öðru sniði en vanalega, en hann endaði á því að Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri, hélt kveðjuræðu sína og þakkaði fyrir samstarfið.

Margir féllust í faðma og tóku hópmyndir að loknum fundinum til að fagna og minnast fjögurra ára starfi í borgarstjórn. Þónokkrir fulltrúar munu halda áfram á komandi kjörtímabili en aðrir kveðja og Besti flokkurinn í núverandi mynd hefur lokið starfi sínu í Ráðhúsinu.

Ljósmyndari Vísis var á staðnum og fangaði andrúmsloftið.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Hrafnhildur Yeoman og Eva Einarsdóttir í ræðustól.Vísir/Daníel
Tilfinningarnar báru marga ofurliði.Vísir/Daníel
Ein hópmynd að lokum hjá Samfylkingarmönnum.Vísir/Daníel
Fráfarandi og tilvonandi borgarstjórar ræða saman?Vísir/Daníel
Fulltrúar Besta flokksins taka upp kveðjuræðu Jóns.Vísir/Daníel
Tilvonandi borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, fylgist með á hliðarlínunni.Vísir/Daníel
Borgarstjóri Reykjavíkur á útleið.Vísir/Daníel

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×