Hannes Þór: Bestu leikirnir mínir oftast í tapleikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2014 09:30 Hannes Þór tekur á móti bolta frá Guðmundi Hreiðarssyni á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn. Vísir/Daníel Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Eistlandi í vináttulandsleik í kvöld klukkan 19.15 á Laugardalsvelli. Þetta er síðasti æfingaleikur liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 í haust, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður landsliðsins, fær að hvíla sig í kvöld, en Lars og Heimir gáfu út byrjunarliðið seint í gærkvöldi og þar kom fram að GunnleifurGunnleifsson byrjar í markinu. Hannes varði mark Íslands í jafnteflisleiknum gegn Austurríki á föstudaginn og stóð sig vel eins og svo oft áður. Þessi þrítugi Leiknismaður er að spila í atvinnumennskunni í fyrsta skipti í ár en hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sandnes Ulf fyrr á árinu. „Það er búið að vera mjög gaman. Þetta er krefjandi. Leikirnir eru stærri og fótboltinn aðeins öðruvísi, en ekki mikið samt,“ sagði Hannes við Vísi á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í gær.Hannes hefur gætur á Rúrik Gíslasyni.Vísir/DaníelÞurfum að fara að rífa okkur í gang Úlfarnir frá Sandnes eru sem stendur í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar eftir ellefu umferðir með sjö stig og hafa aðeins unnið einn leik. Það endurspeglar þó ekki frammistöðu Hannesar sem er lofsunginn eftir nánast hvern einasta leik í norskum miðlum. Hann er sagður einfaldlega halda liðinu á floti, eins langt og það nær. „Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt en gengi liðsins er auðvitað ekkert sérstakt. Það dregur mann aðeins niður, en fyrir utan það er ég mjög ánægður með þetta,“ sagði Hannes sem er fullmeðvitaður um eigin ágæti á tímabilinu. „Ég verð að viðurkenna það, að ég er búinn að vera í fínu formi og er ánægður með mína frammistöðu. Það hefur samt ekki skilað neinum stigum ennþá. Bestu leikirnir mínir hafa oftast verið í tapleikjum,“ sagði hann og hló við. „Við þurfum að fara að rífa okkur í gang. Það er margt gott í þessu liði og ég er að stóla á að við förum vakna til lífsins. Það verður líka að gerast fyrr eða síðar. Það fer hver að verða síðastur að rífa sig upp úr þessum pakka á botninum.“ Þrátt fyrir að hafa farið seinna út en flestir, ef ekki allir, atvinnumenn Íslands í dag segir Hannes alltaf hægt að læra eitthvað nýtt og taka framförum. Hann gerir líka þá kröfu á sjálfan sig að bæta sig með hverjum degi. „Það er mikið af nýjum áskorunum sem mæta manni þarna úti og nýjar dyr sem opnast. Maður er náttúrlega kominn með nýjan markmannsþjálfara og það koma alltaf fram nýjar hugmyndir með nýjum mönnum. Það gerir það að verkum að maður er alltaf að bæta sig. Það er líka mín stefna. Maður verður að vera að bæta sig fram á síðasta dag,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birkir: Ekki sáttur við hvað ég spilaði lítið Landsliðsmaðurinn er rólegur yfir sinni stöðu hjá Sampdoria á Ítalíu. 3. júní 2014 15:30 Eigum að vinna Eistland á heimavelli Lars Lagerbäck vill stjórna leiknum frá fyrstu mínútu. 4. júní 2014 06:00 Markmiðið er að taka næsta skref Kolbeinn Sigþórsson er líklega á förum frá Ajax í sumar eftir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu. 4. júní 2014 07:00 Byrjunarlið Íslands klárt | Gylfi kemur inn Fimm breytingar frá leiknum gegn Austurríki. Gunnleifur, Theódór Elmar, Ragnar, Hallgrímur og Gylfi Þór koma inn í byrjunarliðið. 3. júní 2014 23:45 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Eistlandi í vináttulandsleik í kvöld klukkan 19.15 á Laugardalsvelli. Þetta er síðasti æfingaleikur liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 í haust, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður landsliðsins, fær að hvíla sig í kvöld, en Lars og Heimir gáfu út byrjunarliðið seint í gærkvöldi og þar kom fram að GunnleifurGunnleifsson byrjar í markinu. Hannes varði mark Íslands í jafnteflisleiknum gegn Austurríki á föstudaginn og stóð sig vel eins og svo oft áður. Þessi þrítugi Leiknismaður er að spila í atvinnumennskunni í fyrsta skipti í ár en hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sandnes Ulf fyrr á árinu. „Það er búið að vera mjög gaman. Þetta er krefjandi. Leikirnir eru stærri og fótboltinn aðeins öðruvísi, en ekki mikið samt,“ sagði Hannes við Vísi á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í gær.Hannes hefur gætur á Rúrik Gíslasyni.Vísir/DaníelÞurfum að fara að rífa okkur í gang Úlfarnir frá Sandnes eru sem stendur í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar eftir ellefu umferðir með sjö stig og hafa aðeins unnið einn leik. Það endurspeglar þó ekki frammistöðu Hannesar sem er lofsunginn eftir nánast hvern einasta leik í norskum miðlum. Hann er sagður einfaldlega halda liðinu á floti, eins langt og það nær. „Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt en gengi liðsins er auðvitað ekkert sérstakt. Það dregur mann aðeins niður, en fyrir utan það er ég mjög ánægður með þetta,“ sagði Hannes sem er fullmeðvitaður um eigin ágæti á tímabilinu. „Ég verð að viðurkenna það, að ég er búinn að vera í fínu formi og er ánægður með mína frammistöðu. Það hefur samt ekki skilað neinum stigum ennþá. Bestu leikirnir mínir hafa oftast verið í tapleikjum,“ sagði hann og hló við. „Við þurfum að fara að rífa okkur í gang. Það er margt gott í þessu liði og ég er að stóla á að við förum vakna til lífsins. Það verður líka að gerast fyrr eða síðar. Það fer hver að verða síðastur að rífa sig upp úr þessum pakka á botninum.“ Þrátt fyrir að hafa farið seinna út en flestir, ef ekki allir, atvinnumenn Íslands í dag segir Hannes alltaf hægt að læra eitthvað nýtt og taka framförum. Hann gerir líka þá kröfu á sjálfan sig að bæta sig með hverjum degi. „Það er mikið af nýjum áskorunum sem mæta manni þarna úti og nýjar dyr sem opnast. Maður er náttúrlega kominn með nýjan markmannsþjálfara og það koma alltaf fram nýjar hugmyndir með nýjum mönnum. Það gerir það að verkum að maður er alltaf að bæta sig. Það er líka mín stefna. Maður verður að vera að bæta sig fram á síðasta dag,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birkir: Ekki sáttur við hvað ég spilaði lítið Landsliðsmaðurinn er rólegur yfir sinni stöðu hjá Sampdoria á Ítalíu. 3. júní 2014 15:30 Eigum að vinna Eistland á heimavelli Lars Lagerbäck vill stjórna leiknum frá fyrstu mínútu. 4. júní 2014 06:00 Markmiðið er að taka næsta skref Kolbeinn Sigþórsson er líklega á förum frá Ajax í sumar eftir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu. 4. júní 2014 07:00 Byrjunarlið Íslands klárt | Gylfi kemur inn Fimm breytingar frá leiknum gegn Austurríki. Gunnleifur, Theódór Elmar, Ragnar, Hallgrímur og Gylfi Þór koma inn í byrjunarliðið. 3. júní 2014 23:45 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Birkir: Ekki sáttur við hvað ég spilaði lítið Landsliðsmaðurinn er rólegur yfir sinni stöðu hjá Sampdoria á Ítalíu. 3. júní 2014 15:30
Eigum að vinna Eistland á heimavelli Lars Lagerbäck vill stjórna leiknum frá fyrstu mínútu. 4. júní 2014 06:00
Markmiðið er að taka næsta skref Kolbeinn Sigþórsson er líklega á förum frá Ajax í sumar eftir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu. 4. júní 2014 07:00
Byrjunarlið Íslands klárt | Gylfi kemur inn Fimm breytingar frá leiknum gegn Austurríki. Gunnleifur, Theódór Elmar, Ragnar, Hallgrímur og Gylfi Þór koma inn í byrjunarliðið. 3. júní 2014 23:45