Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Ingvar Haraldsson og Bjarki Ármannsson skrifar 4. júní 2014 11:49 Búi og skordýrabúið. Mynd/Búi Bjarmar Aðalsteinsson „Ég vil útvíkka svolítið hugmyndir um starf hönnuðarins,“segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson. „Alla jafna eru hugmyndir Íslendinga um hönnuði frekar takmarkaðar og einblína kannski um of á smámuni.“ Búi er hugmyndasmiðurinn á bak við „Fly Factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Búið er lokaverkefni Búa frá Listaháskóla Íslands en það hefur vakið skiljanlega athygli hjá miðlum víða um heim og meðal annars var fjallað um það á vef Daily Mail í síðasta mánuði. „Þetta er búið að eignast sjálfstætt líf á netinu,“ segir Búi. „Það er farið að birtast mikið á rússnesku um þetta. Japanskar og kínverskar síður hafa fjallað um þetta. Þetta er bara rosa gott, gaman að lenda í þessari hringiðu.“Meiri kjötframleiðsla ómöguleg eftir 30 ár Uppfinning Búa, sem hlaut styrk frá Startup Reykjavík fyrir tveimur dögum, var þó ekki gerð einungis með það í huga að rata á síður blaðanna, heldur liggur að baki henni hugmyndir um að breyta nálgun á matvælaframleiðslu. „Hugmyndin að þessu kom þegar ég rakst á fréttatilkynningu um skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Búi. „Þar voru þeir að segja hvernig staðan er í landbúnaði og Evrópa sérstaklega tekin fyrir.“ Í skýrslunni segir meðal annars að eftirspurn eftir próteinríkri fæðu fari sívaxandi. „Þar kom fram að landrými í Evrópu verður uppurið eftir þrjátíu ár,“ segir Búi. „Þá verður ómögulegt að framleiða mikið meira af kjöti. Annað hvort þurfum við að fara að skipta um prótein eða minnka próteinneyslu.“ Skordýr voru sérstaklega nefnd í skýrslunni sem möguleg ný, próteinrík fæða. „Fly Factory,“ útskriftarverkefni Búa, útfærir þessa hugmynd á mjög áhugaverðan hátt. „Ég vildi skoða matvælaframleiðslu sem hringrás í staðinn fyrir línulegt framleiðsluferli,“ segir hann. „Útfærslan er flugnagerð og í verkefninu er ég að leggja áherslu á að sýna hringrásina, hvernig við getum framkvæmt þessa hugmyndafræði. Við nýtum allar þær afurðir sem verða til í ferlinu, orku og hráefni.“Bara eins og rækjur og humar Í búinu nærast lirfur á lífrænum úrgangi, til að mynda þara og skít frá búfénaði. Skítinn frá lirfunum er svo hægt að nota í áburð og lirfurnar sjálfar í matargerð. Fyrir utan hvað þær eru ríkar í til dæmis próteini, járni og kalki segir Búi að réttirnir sem lirfunar eru nýttar í séu alls ekki slæmir á bragðið. „Lirfurnar eru eiginlega bragðlausar eftir að þær eru þurrkaðar og malaðar í eitthvað svipað og hveiti,“ segir Búi. „Það er alls ekki neinn yfirgnæfandi tónn.“ Möguleikar á nýtingu lirfanna í matargerð eru margir, en á vefsíðu verkefnisins má meðal annars sjá kennslumyndband í því hvernig búa skal til lirfupaté. Þó að vestræn matarmenning feli alla jafna ekki í sér að skordýr séu notuð í rétti, segir Búi að engin ástæða sé til að forðast það. „Þegar fólk finnur að bragðið er svipað og hvað annað hráefni þarf ekkert meira til að sannfæra fólk. Þetta er bara eins og rækjur eða humar. Einu sinni var litið á bæði humar og rækjur sem annars flokks fæðu.“ Búi hefur starfað með Matís síðan lokaverkefninu hans lauk formlega nú í maí. Hann vinnur nú að því að teikna ný búr með sérstaka áherslu á fóðurgerð. Upphaflega búið hans verður til sýningar á ráðstefnu á Selfossi í þessum mánuði og hann hefur meðal annars fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu í London um matvælaframleiðslu í september. Fyrir neðan má sjá myndband af skordýrabúinu og annað sem sýnir hvernig búa má til girnilegan eftirrétt úr skordýrunum. Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Sjá meira
„Ég vil útvíkka svolítið hugmyndir um starf hönnuðarins,“segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson. „Alla jafna eru hugmyndir Íslendinga um hönnuði frekar takmarkaðar og einblína kannski um of á smámuni.“ Búi er hugmyndasmiðurinn á bak við „Fly Factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Búið er lokaverkefni Búa frá Listaháskóla Íslands en það hefur vakið skiljanlega athygli hjá miðlum víða um heim og meðal annars var fjallað um það á vef Daily Mail í síðasta mánuði. „Þetta er búið að eignast sjálfstætt líf á netinu,“ segir Búi. „Það er farið að birtast mikið á rússnesku um þetta. Japanskar og kínverskar síður hafa fjallað um þetta. Þetta er bara rosa gott, gaman að lenda í þessari hringiðu.“Meiri kjötframleiðsla ómöguleg eftir 30 ár Uppfinning Búa, sem hlaut styrk frá Startup Reykjavík fyrir tveimur dögum, var þó ekki gerð einungis með það í huga að rata á síður blaðanna, heldur liggur að baki henni hugmyndir um að breyta nálgun á matvælaframleiðslu. „Hugmyndin að þessu kom þegar ég rakst á fréttatilkynningu um skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Búi. „Þar voru þeir að segja hvernig staðan er í landbúnaði og Evrópa sérstaklega tekin fyrir.“ Í skýrslunni segir meðal annars að eftirspurn eftir próteinríkri fæðu fari sívaxandi. „Þar kom fram að landrými í Evrópu verður uppurið eftir þrjátíu ár,“ segir Búi. „Þá verður ómögulegt að framleiða mikið meira af kjöti. Annað hvort þurfum við að fara að skipta um prótein eða minnka próteinneyslu.“ Skordýr voru sérstaklega nefnd í skýrslunni sem möguleg ný, próteinrík fæða. „Fly Factory,“ útskriftarverkefni Búa, útfærir þessa hugmynd á mjög áhugaverðan hátt. „Ég vildi skoða matvælaframleiðslu sem hringrás í staðinn fyrir línulegt framleiðsluferli,“ segir hann. „Útfærslan er flugnagerð og í verkefninu er ég að leggja áherslu á að sýna hringrásina, hvernig við getum framkvæmt þessa hugmyndafræði. Við nýtum allar þær afurðir sem verða til í ferlinu, orku og hráefni.“Bara eins og rækjur og humar Í búinu nærast lirfur á lífrænum úrgangi, til að mynda þara og skít frá búfénaði. Skítinn frá lirfunum er svo hægt að nota í áburð og lirfurnar sjálfar í matargerð. Fyrir utan hvað þær eru ríkar í til dæmis próteini, járni og kalki segir Búi að réttirnir sem lirfunar eru nýttar í séu alls ekki slæmir á bragðið. „Lirfurnar eru eiginlega bragðlausar eftir að þær eru þurrkaðar og malaðar í eitthvað svipað og hveiti,“ segir Búi. „Það er alls ekki neinn yfirgnæfandi tónn.“ Möguleikar á nýtingu lirfanna í matargerð eru margir, en á vefsíðu verkefnisins má meðal annars sjá kennslumyndband í því hvernig búa skal til lirfupaté. Þó að vestræn matarmenning feli alla jafna ekki í sér að skordýr séu notuð í rétti, segir Búi að engin ástæða sé til að forðast það. „Þegar fólk finnur að bragðið er svipað og hvað annað hráefni þarf ekkert meira til að sannfæra fólk. Þetta er bara eins og rækjur eða humar. Einu sinni var litið á bæði humar og rækjur sem annars flokks fæðu.“ Búi hefur starfað með Matís síðan lokaverkefninu hans lauk formlega nú í maí. Hann vinnur nú að því að teikna ný búr með sérstaka áherslu á fóðurgerð. Upphaflega búið hans verður til sýningar á ráðstefnu á Selfossi í þessum mánuði og hann hefur meðal annars fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu í London um matvælaframleiðslu í september. Fyrir neðan má sjá myndband af skordýrabúinu og annað sem sýnir hvernig búa má til girnilegan eftirrétt úr skordýrunum.
Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Sjá meira