Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Ingvar Haraldsson og Bjarki Ármannsson skrifar 4. júní 2014 11:49 Búi og skordýrabúið. Mynd/Búi Bjarmar Aðalsteinsson „Ég vil útvíkka svolítið hugmyndir um starf hönnuðarins,“segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson. „Alla jafna eru hugmyndir Íslendinga um hönnuði frekar takmarkaðar og einblína kannski um of á smámuni.“ Búi er hugmyndasmiðurinn á bak við „Fly Factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Búið er lokaverkefni Búa frá Listaháskóla Íslands en það hefur vakið skiljanlega athygli hjá miðlum víða um heim og meðal annars var fjallað um það á vef Daily Mail í síðasta mánuði. „Þetta er búið að eignast sjálfstætt líf á netinu,“ segir Búi. „Það er farið að birtast mikið á rússnesku um þetta. Japanskar og kínverskar síður hafa fjallað um þetta. Þetta er bara rosa gott, gaman að lenda í þessari hringiðu.“Meiri kjötframleiðsla ómöguleg eftir 30 ár Uppfinning Búa, sem hlaut styrk frá Startup Reykjavík fyrir tveimur dögum, var þó ekki gerð einungis með það í huga að rata á síður blaðanna, heldur liggur að baki henni hugmyndir um að breyta nálgun á matvælaframleiðslu. „Hugmyndin að þessu kom þegar ég rakst á fréttatilkynningu um skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Búi. „Þar voru þeir að segja hvernig staðan er í landbúnaði og Evrópa sérstaklega tekin fyrir.“ Í skýrslunni segir meðal annars að eftirspurn eftir próteinríkri fæðu fari sívaxandi. „Þar kom fram að landrými í Evrópu verður uppurið eftir þrjátíu ár,“ segir Búi. „Þá verður ómögulegt að framleiða mikið meira af kjöti. Annað hvort þurfum við að fara að skipta um prótein eða minnka próteinneyslu.“ Skordýr voru sérstaklega nefnd í skýrslunni sem möguleg ný, próteinrík fæða. „Fly Factory,“ útskriftarverkefni Búa, útfærir þessa hugmynd á mjög áhugaverðan hátt. „Ég vildi skoða matvælaframleiðslu sem hringrás í staðinn fyrir línulegt framleiðsluferli,“ segir hann. „Útfærslan er flugnagerð og í verkefninu er ég að leggja áherslu á að sýna hringrásina, hvernig við getum framkvæmt þessa hugmyndafræði. Við nýtum allar þær afurðir sem verða til í ferlinu, orku og hráefni.“Bara eins og rækjur og humar Í búinu nærast lirfur á lífrænum úrgangi, til að mynda þara og skít frá búfénaði. Skítinn frá lirfunum er svo hægt að nota í áburð og lirfurnar sjálfar í matargerð. Fyrir utan hvað þær eru ríkar í til dæmis próteini, járni og kalki segir Búi að réttirnir sem lirfunar eru nýttar í séu alls ekki slæmir á bragðið. „Lirfurnar eru eiginlega bragðlausar eftir að þær eru þurrkaðar og malaðar í eitthvað svipað og hveiti,“ segir Búi. „Það er alls ekki neinn yfirgnæfandi tónn.“ Möguleikar á nýtingu lirfanna í matargerð eru margir, en á vefsíðu verkefnisins má meðal annars sjá kennslumyndband í því hvernig búa skal til lirfupaté. Þó að vestræn matarmenning feli alla jafna ekki í sér að skordýr séu notuð í rétti, segir Búi að engin ástæða sé til að forðast það. „Þegar fólk finnur að bragðið er svipað og hvað annað hráefni þarf ekkert meira til að sannfæra fólk. Þetta er bara eins og rækjur eða humar. Einu sinni var litið á bæði humar og rækjur sem annars flokks fæðu.“ Búi hefur starfað með Matís síðan lokaverkefninu hans lauk formlega nú í maí. Hann vinnur nú að því að teikna ný búr með sérstaka áherslu á fóðurgerð. Upphaflega búið hans verður til sýningar á ráðstefnu á Selfossi í þessum mánuði og hann hefur meðal annars fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu í London um matvælaframleiðslu í september. Fyrir neðan má sjá myndband af skordýrabúinu og annað sem sýnir hvernig búa má til girnilegan eftirrétt úr skordýrunum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Ég vil útvíkka svolítið hugmyndir um starf hönnuðarins,“segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson. „Alla jafna eru hugmyndir Íslendinga um hönnuði frekar takmarkaðar og einblína kannski um of á smámuni.“ Búi er hugmyndasmiðurinn á bak við „Fly Factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Búið er lokaverkefni Búa frá Listaháskóla Íslands en það hefur vakið skiljanlega athygli hjá miðlum víða um heim og meðal annars var fjallað um það á vef Daily Mail í síðasta mánuði. „Þetta er búið að eignast sjálfstætt líf á netinu,“ segir Búi. „Það er farið að birtast mikið á rússnesku um þetta. Japanskar og kínverskar síður hafa fjallað um þetta. Þetta er bara rosa gott, gaman að lenda í þessari hringiðu.“Meiri kjötframleiðsla ómöguleg eftir 30 ár Uppfinning Búa, sem hlaut styrk frá Startup Reykjavík fyrir tveimur dögum, var þó ekki gerð einungis með það í huga að rata á síður blaðanna, heldur liggur að baki henni hugmyndir um að breyta nálgun á matvælaframleiðslu. „Hugmyndin að þessu kom þegar ég rakst á fréttatilkynningu um skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Búi. „Þar voru þeir að segja hvernig staðan er í landbúnaði og Evrópa sérstaklega tekin fyrir.“ Í skýrslunni segir meðal annars að eftirspurn eftir próteinríkri fæðu fari sívaxandi. „Þar kom fram að landrými í Evrópu verður uppurið eftir þrjátíu ár,“ segir Búi. „Þá verður ómögulegt að framleiða mikið meira af kjöti. Annað hvort þurfum við að fara að skipta um prótein eða minnka próteinneyslu.“ Skordýr voru sérstaklega nefnd í skýrslunni sem möguleg ný, próteinrík fæða. „Fly Factory,“ útskriftarverkefni Búa, útfærir þessa hugmynd á mjög áhugaverðan hátt. „Ég vildi skoða matvælaframleiðslu sem hringrás í staðinn fyrir línulegt framleiðsluferli,“ segir hann. „Útfærslan er flugnagerð og í verkefninu er ég að leggja áherslu á að sýna hringrásina, hvernig við getum framkvæmt þessa hugmyndafræði. Við nýtum allar þær afurðir sem verða til í ferlinu, orku og hráefni.“Bara eins og rækjur og humar Í búinu nærast lirfur á lífrænum úrgangi, til að mynda þara og skít frá búfénaði. Skítinn frá lirfunum er svo hægt að nota í áburð og lirfurnar sjálfar í matargerð. Fyrir utan hvað þær eru ríkar í til dæmis próteini, járni og kalki segir Búi að réttirnir sem lirfunar eru nýttar í séu alls ekki slæmir á bragðið. „Lirfurnar eru eiginlega bragðlausar eftir að þær eru þurrkaðar og malaðar í eitthvað svipað og hveiti,“ segir Búi. „Það er alls ekki neinn yfirgnæfandi tónn.“ Möguleikar á nýtingu lirfanna í matargerð eru margir, en á vefsíðu verkefnisins má meðal annars sjá kennslumyndband í því hvernig búa skal til lirfupaté. Þó að vestræn matarmenning feli alla jafna ekki í sér að skordýr séu notuð í rétti, segir Búi að engin ástæða sé til að forðast það. „Þegar fólk finnur að bragðið er svipað og hvað annað hráefni þarf ekkert meira til að sannfæra fólk. Þetta er bara eins og rækjur eða humar. Einu sinni var litið á bæði humar og rækjur sem annars flokks fæðu.“ Búi hefur starfað með Matís síðan lokaverkefninu hans lauk formlega nú í maí. Hann vinnur nú að því að teikna ný búr með sérstaka áherslu á fóðurgerð. Upphaflega búið hans verður til sýningar á ráðstefnu á Selfossi í þessum mánuði og hann hefur meðal annars fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu í London um matvælaframleiðslu í september. Fyrir neðan má sjá myndband af skordýrabúinu og annað sem sýnir hvernig búa má til girnilegan eftirrétt úr skordýrunum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira