Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Ingvar Haraldsson og Bjarki Ármannsson skrifar 4. júní 2014 11:49 Búi og skordýrabúið. Mynd/Búi Bjarmar Aðalsteinsson „Ég vil útvíkka svolítið hugmyndir um starf hönnuðarins,“segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson. „Alla jafna eru hugmyndir Íslendinga um hönnuði frekar takmarkaðar og einblína kannski um of á smámuni.“ Búi er hugmyndasmiðurinn á bak við „Fly Factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Búið er lokaverkefni Búa frá Listaháskóla Íslands en það hefur vakið skiljanlega athygli hjá miðlum víða um heim og meðal annars var fjallað um það á vef Daily Mail í síðasta mánuði. „Þetta er búið að eignast sjálfstætt líf á netinu,“ segir Búi. „Það er farið að birtast mikið á rússnesku um þetta. Japanskar og kínverskar síður hafa fjallað um þetta. Þetta er bara rosa gott, gaman að lenda í þessari hringiðu.“Meiri kjötframleiðsla ómöguleg eftir 30 ár Uppfinning Búa, sem hlaut styrk frá Startup Reykjavík fyrir tveimur dögum, var þó ekki gerð einungis með það í huga að rata á síður blaðanna, heldur liggur að baki henni hugmyndir um að breyta nálgun á matvælaframleiðslu. „Hugmyndin að þessu kom þegar ég rakst á fréttatilkynningu um skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Búi. „Þar voru þeir að segja hvernig staðan er í landbúnaði og Evrópa sérstaklega tekin fyrir.“ Í skýrslunni segir meðal annars að eftirspurn eftir próteinríkri fæðu fari sívaxandi. „Þar kom fram að landrými í Evrópu verður uppurið eftir þrjátíu ár,“ segir Búi. „Þá verður ómögulegt að framleiða mikið meira af kjöti. Annað hvort þurfum við að fara að skipta um prótein eða minnka próteinneyslu.“ Skordýr voru sérstaklega nefnd í skýrslunni sem möguleg ný, próteinrík fæða. „Fly Factory,“ útskriftarverkefni Búa, útfærir þessa hugmynd á mjög áhugaverðan hátt. „Ég vildi skoða matvælaframleiðslu sem hringrás í staðinn fyrir línulegt framleiðsluferli,“ segir hann. „Útfærslan er flugnagerð og í verkefninu er ég að leggja áherslu á að sýna hringrásina, hvernig við getum framkvæmt þessa hugmyndafræði. Við nýtum allar þær afurðir sem verða til í ferlinu, orku og hráefni.“Bara eins og rækjur og humar Í búinu nærast lirfur á lífrænum úrgangi, til að mynda þara og skít frá búfénaði. Skítinn frá lirfunum er svo hægt að nota í áburð og lirfurnar sjálfar í matargerð. Fyrir utan hvað þær eru ríkar í til dæmis próteini, járni og kalki segir Búi að réttirnir sem lirfunar eru nýttar í séu alls ekki slæmir á bragðið. „Lirfurnar eru eiginlega bragðlausar eftir að þær eru þurrkaðar og malaðar í eitthvað svipað og hveiti,“ segir Búi. „Það er alls ekki neinn yfirgnæfandi tónn.“ Möguleikar á nýtingu lirfanna í matargerð eru margir, en á vefsíðu verkefnisins má meðal annars sjá kennslumyndband í því hvernig búa skal til lirfupaté. Þó að vestræn matarmenning feli alla jafna ekki í sér að skordýr séu notuð í rétti, segir Búi að engin ástæða sé til að forðast það. „Þegar fólk finnur að bragðið er svipað og hvað annað hráefni þarf ekkert meira til að sannfæra fólk. Þetta er bara eins og rækjur eða humar. Einu sinni var litið á bæði humar og rækjur sem annars flokks fæðu.“ Búi hefur starfað með Matís síðan lokaverkefninu hans lauk formlega nú í maí. Hann vinnur nú að því að teikna ný búr með sérstaka áherslu á fóðurgerð. Upphaflega búið hans verður til sýningar á ráðstefnu á Selfossi í þessum mánuði og hann hefur meðal annars fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu í London um matvælaframleiðslu í september. Fyrir neðan má sjá myndband af skordýrabúinu og annað sem sýnir hvernig búa má til girnilegan eftirrétt úr skordýrunum. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
„Ég vil útvíkka svolítið hugmyndir um starf hönnuðarins,“segir Búi Bjarmar Aðalsteinsson. „Alla jafna eru hugmyndir Íslendinga um hönnuði frekar takmarkaðar og einblína kannski um of á smámuni.“ Búi er hugmyndasmiðurinn á bak við „Fly Factory,“ vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Búið er lokaverkefni Búa frá Listaháskóla Íslands en það hefur vakið skiljanlega athygli hjá miðlum víða um heim og meðal annars var fjallað um það á vef Daily Mail í síðasta mánuði. „Þetta er búið að eignast sjálfstætt líf á netinu,“ segir Búi. „Það er farið að birtast mikið á rússnesku um þetta. Japanskar og kínverskar síður hafa fjallað um þetta. Þetta er bara rosa gott, gaman að lenda í þessari hringiðu.“Meiri kjötframleiðsla ómöguleg eftir 30 ár Uppfinning Búa, sem hlaut styrk frá Startup Reykjavík fyrir tveimur dögum, var þó ekki gerð einungis með það í huga að rata á síður blaðanna, heldur liggur að baki henni hugmyndir um að breyta nálgun á matvælaframleiðslu. „Hugmyndin að þessu kom þegar ég rakst á fréttatilkynningu um skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Búi. „Þar voru þeir að segja hvernig staðan er í landbúnaði og Evrópa sérstaklega tekin fyrir.“ Í skýrslunni segir meðal annars að eftirspurn eftir próteinríkri fæðu fari sívaxandi. „Þar kom fram að landrými í Evrópu verður uppurið eftir þrjátíu ár,“ segir Búi. „Þá verður ómögulegt að framleiða mikið meira af kjöti. Annað hvort þurfum við að fara að skipta um prótein eða minnka próteinneyslu.“ Skordýr voru sérstaklega nefnd í skýrslunni sem möguleg ný, próteinrík fæða. „Fly Factory,“ útskriftarverkefni Búa, útfærir þessa hugmynd á mjög áhugaverðan hátt. „Ég vildi skoða matvælaframleiðslu sem hringrás í staðinn fyrir línulegt framleiðsluferli,“ segir hann. „Útfærslan er flugnagerð og í verkefninu er ég að leggja áherslu á að sýna hringrásina, hvernig við getum framkvæmt þessa hugmyndafræði. Við nýtum allar þær afurðir sem verða til í ferlinu, orku og hráefni.“Bara eins og rækjur og humar Í búinu nærast lirfur á lífrænum úrgangi, til að mynda þara og skít frá búfénaði. Skítinn frá lirfunum er svo hægt að nota í áburð og lirfurnar sjálfar í matargerð. Fyrir utan hvað þær eru ríkar í til dæmis próteini, járni og kalki segir Búi að réttirnir sem lirfunar eru nýttar í séu alls ekki slæmir á bragðið. „Lirfurnar eru eiginlega bragðlausar eftir að þær eru þurrkaðar og malaðar í eitthvað svipað og hveiti,“ segir Búi. „Það er alls ekki neinn yfirgnæfandi tónn.“ Möguleikar á nýtingu lirfanna í matargerð eru margir, en á vefsíðu verkefnisins má meðal annars sjá kennslumyndband í því hvernig búa skal til lirfupaté. Þó að vestræn matarmenning feli alla jafna ekki í sér að skordýr séu notuð í rétti, segir Búi að engin ástæða sé til að forðast það. „Þegar fólk finnur að bragðið er svipað og hvað annað hráefni þarf ekkert meira til að sannfæra fólk. Þetta er bara eins og rækjur eða humar. Einu sinni var litið á bæði humar og rækjur sem annars flokks fæðu.“ Búi hefur starfað með Matís síðan lokaverkefninu hans lauk formlega nú í maí. Hann vinnur nú að því að teikna ný búr með sérstaka áherslu á fóðurgerð. Upphaflega búið hans verður til sýningar á ráðstefnu á Selfossi í þessum mánuði og hann hefur meðal annars fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu í London um matvælaframleiðslu í september. Fyrir neðan má sjá myndband af skordýrabúinu og annað sem sýnir hvernig búa má til girnilegan eftirrétt úr skordýrunum.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira