Snýr heim til Íslands eftir 36 ára fjarveru Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Næsti Landlæknir Birgir Jakobsson hefur búið í Svíþjóð í 36 ár. vísir/stefán Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði í gær Birgi Jakobsson í embætti landlæknis til fimm ára, frá áramótum. Birgir var sjö ár sem sjúkrahússtjóri á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og var læknir þar í tuttugu ár. Hann hefur búið í Svíþjóð í næstum fjóra áratugi og er spenntur að koma heim. „Mér finnst mjög spennandi að koma eftir 36 ára veru erlendis. Ég hef fylgst mjög vel með málum hér heima og hef haldið kunningsskap við alla mína gömlu vini,“ segir Birgir. Það verði spennandi að takast á við þau verkefni sem liggja fyrir hér. „Íslenskt heilbrigðiskerfi stendur sig mjög vel. Það eru vafalaust tímabundnir erfiðleikar núna. En íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alltaf verið mjög gott miðað við önnur heilbrigðiskerfi,“ segir Birgir. Það standi sig jafnvel í samanburði við það sænska. „Það er ekki mjög ósvipað. Maður hugsar svipað í þessum tveimur löndum, merkilegt nokk. Það er gífurlega mikil kunnátta hér, fjölhæft starfsfólk og Íslendingar hafa notið góðs af því að geta sent sitt fólk til annarra landa,“ segir Birgir. Það séu gífurlegir möguleikar á að hafa toppþjónustu hér.Kristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson.Geir Gunnlaugsson hefur gegnt embætti landlæknis í fimm ár og sóttist eftir skipun í embættið að nýju. Nefnd sem mat hæfi umsækjenda komst að þeirri niðurstöðu að af fimm umsækjendum væru Birgir og Geir hæfastir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ákvað síðan að skipa Birgi í embættið. „Þetta var niðurstaða mín eftir viðtöl við umsækjendur. Birgir er yfirburðamaður og hefur gríðarmikla og farsæla stjórnunarreynslu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Kristján. Kristján segir að það muni koma í ljós hvaða breytingar verði á embættinu. „Við ætlum að hittast fljótlega og fara yfir áherslur í starfinu. Það er bara óumflýjanlegt að það fylgja breytingar nýju fólki,“ segir Kristján. Kristján segist meta öll verk Geirs Gunnlaugssonar á þeim umbrotatímum sem ríktu þegar hann var landlæknir. Hann hafi sinnt þessum verkefnum mjög vel. „Það er ekkert einföld ákvörðun að gera upp á milli tveggja einstaklinga sem eru metnir hæfir,“ segir hann. Kristján segir að reynsla Birgis af stjórnun hafi vegið þungt. „Ég gerði mjög stífar kröfur um reynslu af stjórnun og það koma alltaf upp þær aðstæður að það kann að vera rétt að skipta um og gefa færi á nýjum áherslum. Þannig háttar til í þessu tilviki,“ segir Kristján. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði í gær Birgi Jakobsson í embætti landlæknis til fimm ára, frá áramótum. Birgir var sjö ár sem sjúkrahússtjóri á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og var læknir þar í tuttugu ár. Hann hefur búið í Svíþjóð í næstum fjóra áratugi og er spenntur að koma heim. „Mér finnst mjög spennandi að koma eftir 36 ára veru erlendis. Ég hef fylgst mjög vel með málum hér heima og hef haldið kunningsskap við alla mína gömlu vini,“ segir Birgir. Það verði spennandi að takast á við þau verkefni sem liggja fyrir hér. „Íslenskt heilbrigðiskerfi stendur sig mjög vel. Það eru vafalaust tímabundnir erfiðleikar núna. En íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alltaf verið mjög gott miðað við önnur heilbrigðiskerfi,“ segir Birgir. Það standi sig jafnvel í samanburði við það sænska. „Það er ekki mjög ósvipað. Maður hugsar svipað í þessum tveimur löndum, merkilegt nokk. Það er gífurlega mikil kunnátta hér, fjölhæft starfsfólk og Íslendingar hafa notið góðs af því að geta sent sitt fólk til annarra landa,“ segir Birgir. Það séu gífurlegir möguleikar á að hafa toppþjónustu hér.Kristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson.Geir Gunnlaugsson hefur gegnt embætti landlæknis í fimm ár og sóttist eftir skipun í embættið að nýju. Nefnd sem mat hæfi umsækjenda komst að þeirri niðurstöðu að af fimm umsækjendum væru Birgir og Geir hæfastir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ákvað síðan að skipa Birgi í embættið. „Þetta var niðurstaða mín eftir viðtöl við umsækjendur. Birgir er yfirburðamaður og hefur gríðarmikla og farsæla stjórnunarreynslu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Kristján. Kristján segir að það muni koma í ljós hvaða breytingar verði á embættinu. „Við ætlum að hittast fljótlega og fara yfir áherslur í starfinu. Það er bara óumflýjanlegt að það fylgja breytingar nýju fólki,“ segir Kristján. Kristján segist meta öll verk Geirs Gunnlaugssonar á þeim umbrotatímum sem ríktu þegar hann var landlæknir. Hann hafi sinnt þessum verkefnum mjög vel. „Það er ekkert einföld ákvörðun að gera upp á milli tveggja einstaklinga sem eru metnir hæfir,“ segir hann. Kristján segir að reynsla Birgis af stjórnun hafi vegið þungt. „Ég gerði mjög stífar kröfur um reynslu af stjórnun og það koma alltaf upp þær aðstæður að það kann að vera rétt að skipta um og gefa færi á nýjum áherslum. Þannig háttar til í þessu tilviki,“ segir Kristján.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira