Rodgers svarar Carragher: Karakterinn í liðinu er óumdeildur Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2014 10:30 Brendan Rodgers var yfirmaður Jamie Carraghers áður en miðvörðurinn fór í sjónvarpið. vísir/gety Liverpool heimsækir búlgarska liðið Ludogorets í Meistaradeildinni í kvöld og í gær sat Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri liðsins, fyrir svörum á blaðamannafundi. Þar var hann spurður út í orð Jamie Carraghers, fyrrverandi miðvarðar Liverpool, sem nú starfar sem sérfræðingur Sky Sports. Carragher hafði fátt fallegt að segja um sína gömlu félaga eftir 3-1 tap gegn Crystal Palace á sunnudaginn. Hann sagði liðið skorta alla karlmennsku og karakter. „Við heyrum gagnrýnina en það er karakter í þessu liði. Það sýndum við á síðustu leiktíð. Vissulega fáum við fleiri mörk á okkur en við viljum, en það er ekki hægt að efast um karakterinn í þessu liði. Hann er óumdeildur,“ sagði Rodgers um gagnrýnina. „Við erum með leikmenn sem sýna mikinn vilja, en þegar liðið er ekki að vinna hefur það áhrif á sjálfstraustið og þá spilar maður ekki jafn vel. Mitt starf er að blása sjálfstrausti í liðið.“ Carragher sagði eftir leikinn á sunnudaginn að Palace-liðið hefði látið kúga sig inn á vellinum og einfaldlega verið undir í baráttunni. „Þetta er eitthvað sem var sagt. Þetta gerist þegar menn fá borgað fyrir að gagnrýna. Kannski ekki gagnrýna, en allavega meta liðið. Þegar maður tapar leikjum hef ég tekið eftir því að menn segja það sem þeir vilja og þá gerist þetta,“ sagði Rodgers. „Hvort sem maður á gagnrýnina skilið eða ekki verður maður bara að hunsa hana. Ég er með fullt lið af karakterum, leikmönnum sem vilja gera vel og vonandi bætir það liðið. Við verðum bara að sýna að við getum náð góðum úrslitum og það er það sem við munum gera.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher: Engir karlmenn og engir leiðtogar í Liverpool-liðinu Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool-liðsins gagnrýndi liðið harðlega eftir 3-1 tapið á móti Crystal Palace í gær en Liverpool-liðið hefur nú aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. 24. nóvember 2014 08:30 Messan: Gerrard alveg fjarverandi í sóknarleiknum | Myndband Messan ræddi vandræði Liverpool sem er í basli bæði í varnarleiknum og sóknarleiknum. 25. nóvember 2014 12:30 Neville: Liverpool er ekki betra en þetta Knattspyrnusérfræðingur BBC telur Liverpool-menn hafa gert sér of miklar væntingar fyrir tímabilið. 24. nóvember 2014 12:45 Draumabyrjun Liverpool dugði skammt | Sjáið mörkin Crystal Palace skellti Liverpool 3-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þrátt fyrir að lenda undir strax á annarri mínútu leiksins. 23. nóvember 2014 00:01 Brendan Rodgers: Ég veit vel að ég þarf að fara vinna leiki Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, tók fulla ábyrgð á tapi liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær en Liverpool, sem komst í 1-0 í leiknum, tapaði leiknum 3-1 og er þar með búið að tapa þremur deildarleikjum í röð. 24. nóvember 2014 07:30 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Liverpool heimsækir búlgarska liðið Ludogorets í Meistaradeildinni í kvöld og í gær sat Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri liðsins, fyrir svörum á blaðamannafundi. Þar var hann spurður út í orð Jamie Carraghers, fyrrverandi miðvarðar Liverpool, sem nú starfar sem sérfræðingur Sky Sports. Carragher hafði fátt fallegt að segja um sína gömlu félaga eftir 3-1 tap gegn Crystal Palace á sunnudaginn. Hann sagði liðið skorta alla karlmennsku og karakter. „Við heyrum gagnrýnina en það er karakter í þessu liði. Það sýndum við á síðustu leiktíð. Vissulega fáum við fleiri mörk á okkur en við viljum, en það er ekki hægt að efast um karakterinn í þessu liði. Hann er óumdeildur,“ sagði Rodgers um gagnrýnina. „Við erum með leikmenn sem sýna mikinn vilja, en þegar liðið er ekki að vinna hefur það áhrif á sjálfstraustið og þá spilar maður ekki jafn vel. Mitt starf er að blása sjálfstrausti í liðið.“ Carragher sagði eftir leikinn á sunnudaginn að Palace-liðið hefði látið kúga sig inn á vellinum og einfaldlega verið undir í baráttunni. „Þetta er eitthvað sem var sagt. Þetta gerist þegar menn fá borgað fyrir að gagnrýna. Kannski ekki gagnrýna, en allavega meta liðið. Þegar maður tapar leikjum hef ég tekið eftir því að menn segja það sem þeir vilja og þá gerist þetta,“ sagði Rodgers. „Hvort sem maður á gagnrýnina skilið eða ekki verður maður bara að hunsa hana. Ég er með fullt lið af karakterum, leikmönnum sem vilja gera vel og vonandi bætir það liðið. Við verðum bara að sýna að við getum náð góðum úrslitum og það er það sem við munum gera.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher: Engir karlmenn og engir leiðtogar í Liverpool-liðinu Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool-liðsins gagnrýndi liðið harðlega eftir 3-1 tapið á móti Crystal Palace í gær en Liverpool-liðið hefur nú aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. 24. nóvember 2014 08:30 Messan: Gerrard alveg fjarverandi í sóknarleiknum | Myndband Messan ræddi vandræði Liverpool sem er í basli bæði í varnarleiknum og sóknarleiknum. 25. nóvember 2014 12:30 Neville: Liverpool er ekki betra en þetta Knattspyrnusérfræðingur BBC telur Liverpool-menn hafa gert sér of miklar væntingar fyrir tímabilið. 24. nóvember 2014 12:45 Draumabyrjun Liverpool dugði skammt | Sjáið mörkin Crystal Palace skellti Liverpool 3-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þrátt fyrir að lenda undir strax á annarri mínútu leiksins. 23. nóvember 2014 00:01 Brendan Rodgers: Ég veit vel að ég þarf að fara vinna leiki Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, tók fulla ábyrgð á tapi liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær en Liverpool, sem komst í 1-0 í leiknum, tapaði leiknum 3-1 og er þar með búið að tapa þremur deildarleikjum í röð. 24. nóvember 2014 07:30 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Carragher: Engir karlmenn og engir leiðtogar í Liverpool-liðinu Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool-liðsins gagnrýndi liðið harðlega eftir 3-1 tapið á móti Crystal Palace í gær en Liverpool-liðið hefur nú aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. 24. nóvember 2014 08:30
Messan: Gerrard alveg fjarverandi í sóknarleiknum | Myndband Messan ræddi vandræði Liverpool sem er í basli bæði í varnarleiknum og sóknarleiknum. 25. nóvember 2014 12:30
Neville: Liverpool er ekki betra en þetta Knattspyrnusérfræðingur BBC telur Liverpool-menn hafa gert sér of miklar væntingar fyrir tímabilið. 24. nóvember 2014 12:45
Draumabyrjun Liverpool dugði skammt | Sjáið mörkin Crystal Palace skellti Liverpool 3-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þrátt fyrir að lenda undir strax á annarri mínútu leiksins. 23. nóvember 2014 00:01
Brendan Rodgers: Ég veit vel að ég þarf að fara vinna leiki Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, tók fulla ábyrgð á tapi liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær en Liverpool, sem komst í 1-0 í leiknum, tapaði leiknum 3-1 og er þar með búið að tapa þremur deildarleikjum í röð. 24. nóvember 2014 07:30