Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Svavar Hávarðsson skrifar 19. maí 2014 07:15 Landris við Höfn í Hornafirði er gríðarlegt vegna bráðnunar Vatnajökuls. Fréttablaðið/Vilhelm Rannsóknir benda til að hækkun sjávarborðs við Ísland vegna hlýnunar jarðar verði með allt öðrum hætti en víða annars staðar. Ástæðan er bráðnun jökla hér á landi og ekki síður bráðnun Grænlandsjökuls. Súrnun sjávar fyrir norðan Ísland er miklum mun meiri en víðast hvar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjöttu landsskýrslu Íslands um loftslagsmál sem komin er út samkvæmt kröfu í Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun meðal annars um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum. „Þetta er alltaf að verða skýrara hvað okkur varðar í samhengi við loftslagsbreytingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sem var á meðal þeirra sem lögðu fram efni við gerð skýrslunnar. Landris vegna bráðnunar minna fargs bráðnandi jökulþekju er hvað markverðast að hans mati, og mun setja mark sitt á hækkun sjávarborðs hér við land á næstu áratugum. Nefnir hann að Höfn í Hornafirði stendur til dæmis 15 sentimetrum hærra en bærinn gerði árið 1997. „Þar er landrisið sentimetri á ári, sem er ótrúleg tala. Tölur í sjávaryfirborðshækkun sem eru nefndar eru tíu til tuttugu millimetrar á ári, sem þykir gríðarmikið. Tölurnar frá Höfn yrði farið með sem skekkju í mælingum ef gögn væru ekki eins góð og raun ber vitni,“ segir Halldór. Fleira kemur til. „Við höfum séð það betur og betur undanfarin ár að nálægð okkar við Grænland mun að einhverju leyti hlífa okkur við hækkun sjávarborðs. Ef meðalhækkun verður 70 sentimetrar til einn metri, þá má gera ráð fyrir að hér verði það aðeins helmingur af því.“ Þessu veldur að við bráðnun Grænlandsjökuls breytir hann þyngdarsviðinu í kringum sig á þann hátt að sjávarborð fellur. „Fjöll toga til sín massa og Grænland er eiginlega fjall úr ís. Þegar ísfjallið hverfur þá hættir það að toga til sín massa sem þýðir að vatnið frá Grænlandi safnast saman fjær upptökum og sjávarborð næst Grænlandi mun falla. Þetta mun hafa áhrif hér,“ segir Halldór. Annað sem stingur í augun er súrnun sjávar, en fram kemur í skýrslunni að norðan við landið, við 68 breiddargráðu, mælist súrnun sjávar miklu meiri en á suðlægari breiddargráðum. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Rannsóknir benda til að hækkun sjávarborðs við Ísland vegna hlýnunar jarðar verði með allt öðrum hætti en víða annars staðar. Ástæðan er bráðnun jökla hér á landi og ekki síður bráðnun Grænlandsjökuls. Súrnun sjávar fyrir norðan Ísland er miklum mun meiri en víðast hvar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjöttu landsskýrslu Íslands um loftslagsmál sem komin er út samkvæmt kröfu í Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun meðal annars um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum. „Þetta er alltaf að verða skýrara hvað okkur varðar í samhengi við loftslagsbreytingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sem var á meðal þeirra sem lögðu fram efni við gerð skýrslunnar. Landris vegna bráðnunar minna fargs bráðnandi jökulþekju er hvað markverðast að hans mati, og mun setja mark sitt á hækkun sjávarborðs hér við land á næstu áratugum. Nefnir hann að Höfn í Hornafirði stendur til dæmis 15 sentimetrum hærra en bærinn gerði árið 1997. „Þar er landrisið sentimetri á ári, sem er ótrúleg tala. Tölur í sjávaryfirborðshækkun sem eru nefndar eru tíu til tuttugu millimetrar á ári, sem þykir gríðarmikið. Tölurnar frá Höfn yrði farið með sem skekkju í mælingum ef gögn væru ekki eins góð og raun ber vitni,“ segir Halldór. Fleira kemur til. „Við höfum séð það betur og betur undanfarin ár að nálægð okkar við Grænland mun að einhverju leyti hlífa okkur við hækkun sjávarborðs. Ef meðalhækkun verður 70 sentimetrar til einn metri, þá má gera ráð fyrir að hér verði það aðeins helmingur af því.“ Þessu veldur að við bráðnun Grænlandsjökuls breytir hann þyngdarsviðinu í kringum sig á þann hátt að sjávarborð fellur. „Fjöll toga til sín massa og Grænland er eiginlega fjall úr ís. Þegar ísfjallið hverfur þá hættir það að toga til sín massa sem þýðir að vatnið frá Grænlandi safnast saman fjær upptökum og sjávarborð næst Grænlandi mun falla. Þetta mun hafa áhrif hér,“ segir Halldór. Annað sem stingur í augun er súrnun sjávar, en fram kemur í skýrslunni að norðan við landið, við 68 breiddargráðu, mælist súrnun sjávar miklu meiri en á suðlægari breiddargráðum.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira