Erlent

Þrjátíu börn fórust þegar rúta brann í Kólumbíu

Vísir/AFP
Að minnsta kosti þrjátíu fórust þegar eldur kom upp í langferðabíl í Kólumbíu í nótt. Flestir hinna látnu eru börn undir fjórtán ára aldri. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka en átján fundust á lífi á slysstað en margir þeirra eru alvarlega sladaðir.

Fólkið var á heimleið frá kirkjuhátíð í borginni Fundacion. Ekki er ljóst hvað olli brunanum en grunur leikur á að rútan hafi verið notuð til þess að smygla eldsneyti og því hafi hún nánast fuðrað upp skömu eftir að eldurinn kviknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×