Innlent

Íslensk typpi rata á síður Time

Bjarki Ármannsson skrifar
Hjörtur Gísli Sigurðsson, safnstjóri Hins íslenzka reðursafns.
Hjörtur Gísli Sigurðsson, safnstjóri Hins íslenzka reðursafns. Vísir/Pjetur
Hið íslenzka reðursafn hefur oft vakið athygli á erlendri grundu og hefur nú ratað á síður hins heimsþekkta tímarits Time.

Í gær var alþjóðlegi safnadagurinn og tók blaðamaður Time af því tilefni saman lista yfir tíu skrítnustu söfn heimsins. Efsta nafn þar á lista er Hið íslenzka reðursafn eða The Icelandic phallogical museum, eins og það heitir á ensku. Safnið heldur, líkt og þekkt er, utan um yfir tvö hundruð reðursýni ýmsa dýrategunda, þar á meðal getnaðarlimi karlmanns.

Í umsögn Time um safnið er athygli lesenda sérstaklega vakin á þeim hluta safnsins sem hýsir hvalareður.

Safnið hefur meðal annars ratað í erlenda fjölmiðla nýverið vegna kvikmyndarinnar The Final Member sem fjallar um leit Sigurðs Hjartarsonar, stofnanda safnsins, að mennskum getnaðarlim á safnið, og vegna loforðs Jonah Falcon um að gefa safninu liminn sinn að sér heitnum en hann hefur stærsta lim sem mælst hefur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×