Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Jón Júlíus Karlsson skrifar 19. maí 2014 20:00 Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. Málþing með yfirskriftinni „Líknardauði - líknarmeðferð, hvar liggja mörkin“ fór fram á Grand hóteli í dag. Slíkur var áhuginn á málþinginu að það varð að stækka ráðstefnusalinn til að rúma alla þá gesti sem mættu.Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, fagnar umræðu um líknardauða. „Þetta er mjög viðkvæm umræða og erfitt mál. Ég held að smæð samfélagsins geri það að verkum að þetta er erfitt. Ef einhver læknir tæki að sér slíkt verkefni þá er mjög erfitt að vera sá aðili í svona litlu samfélagi. Þetta er allt annar handleggur í Hollandi eða í milljóna samfélögum,“ segir Ingibjörg. Árið 2002 tóku í gildi lög í Hollandi sem kveða á um refsileysi verði læknir við ósk sjúklings um að stytta honum aldur. Mikill meirihluti Hollendinga er hlynntur líkardauða og líknardrápi.Jaap van der Spek, formaður landssambands eldri borgara í Hollandi, segir Íslendinga geta farið sömu leið og Hollendingar. „Ég vona að Íslendingar taki góða og opna umræð um málið. Kannski verði hægt að einu eða tveimur árum að finna lausn. Það er betra fyrir almenning og einnig lækna,“ segir van der Spek. Í könnun sem gerð var árið 2001 kom í ljós að meirihluti Íslendinga var hlynntur líknardauða. Um 46% var fylgjandi líknardauða en 33% andvígir. Ný könnun hefur ekki verið gerð síðan. Getur lítið samfélag líkt og Ísland lögleitt líknardauða? „Ég á bágt með að trúa því,“ segir Ingibjörg. „Við í svona litlu samfélagi gætum lögleitt að fólk fái aðstoð við að fremja sjálfsmorð, þar sem læknir ávísar lyfjum til að viðkomandi geti tekið eigið líf.“ Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. Málþing með yfirskriftinni „Líknardauði - líknarmeðferð, hvar liggja mörkin“ fór fram á Grand hóteli í dag. Slíkur var áhuginn á málþinginu að það varð að stækka ráðstefnusalinn til að rúma alla þá gesti sem mættu.Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, fagnar umræðu um líknardauða. „Þetta er mjög viðkvæm umræða og erfitt mál. Ég held að smæð samfélagsins geri það að verkum að þetta er erfitt. Ef einhver læknir tæki að sér slíkt verkefni þá er mjög erfitt að vera sá aðili í svona litlu samfélagi. Þetta er allt annar handleggur í Hollandi eða í milljóna samfélögum,“ segir Ingibjörg. Árið 2002 tóku í gildi lög í Hollandi sem kveða á um refsileysi verði læknir við ósk sjúklings um að stytta honum aldur. Mikill meirihluti Hollendinga er hlynntur líkardauða og líknardrápi.Jaap van der Spek, formaður landssambands eldri borgara í Hollandi, segir Íslendinga geta farið sömu leið og Hollendingar. „Ég vona að Íslendingar taki góða og opna umræð um málið. Kannski verði hægt að einu eða tveimur árum að finna lausn. Það er betra fyrir almenning og einnig lækna,“ segir van der Spek. Í könnun sem gerð var árið 2001 kom í ljós að meirihluti Íslendinga var hlynntur líknardauða. Um 46% var fylgjandi líknardauða en 33% andvígir. Ný könnun hefur ekki verið gerð síðan. Getur lítið samfélag líkt og Ísland lögleitt líknardauða? „Ég á bágt með að trúa því,“ segir Ingibjörg. „Við í svona litlu samfélagi gætum lögleitt að fólk fái aðstoð við að fremja sjálfsmorð, þar sem læknir ávísar lyfjum til að viðkomandi geti tekið eigið líf.“
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira