Landamæravarsla víða í Vesturbyggð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. júní 2014 22:37 Hermenn við landamæravörslu. Þeir sem töldu sig þekkja til stjórnsýlsunnar í Vesturbyggð verða heldur betur að læra þá lexíu upp á nýtt því á fimmtudag hófst þar svokölluð gufupönkhátíð sem umbreytir veruleikanum eins og flestir voru búnir að venjast honum. Til að mynda er sveitarfélagið orðið að landinu Bíldalíu og voru menn í fullum herklæðum við landamæravörslu þar í gær. En í stað þess að biðja um vegabréf seldu þeir þau. „Þetta er okkar leið til að fjármagna hátíðina og við verðum eiginlega að selja 200 stykki til að standa undir þessu,“ segir Ingimar Oddsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann segir að gufupönkið eigi sér fjölmarga fylgjendur víða um heim en þeir stunda meðal annars það sem kallað er lifandi hlutverkaleikur en þá taka menn að sér hlutverk sem yfirleitt eiga meira skylt við veruleikann eins og hann var á Viktoríutímabilinu eða þá eins og hann kemur fyrir í verkum höfundanna Jules Verne og H.G. Wells. Ingimar segir von á erlendum gestum sem séu sérstaklega komnir til að sækja Bíldalíu heim. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta fyrsta gufupönkhátíðin sem haldin er hér á landi.Sverrir Ingi Ebeltoft.Einn þeirra sem komu til Bíldalíu í lifandi hlutverkaleik er Sverrir Ingi Ebeltoft. „Við erum hérna sjö sem hefur rekið hingað til Bíldalíu en við vorum gerð útlæg frá Rosary,“ segir hann. Ekki dugir að leita að Rosary á korti því Sverrir Ingi segir þann stað vera í annarri vídd en þeirri sem flestum er greinileg. „Við vorum send í burtu á loftfari,“ bætir hann við. Sá farkostur dugði þó ekki alla leið svo það kostaði sjömenningana mikil ævintýri að komast vestur. Menn sátu ekki auðum höndum í Bíldalíu en haldinn var skrímsladansleikur í gotneskum stíl og eins voru konungur og drottning krýnd. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstýra Vesturbyggðar, varð því að lúta yfirvaldi Ingimars Oddssonar og Önnu Vilborgar Ágústsdóttur sem tóku við konungdómi. Ingimar segist binda vonir við það að þessi hátíð verði árviss atburður. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Þeir sem töldu sig þekkja til stjórnsýlsunnar í Vesturbyggð verða heldur betur að læra þá lexíu upp á nýtt því á fimmtudag hófst þar svokölluð gufupönkhátíð sem umbreytir veruleikanum eins og flestir voru búnir að venjast honum. Til að mynda er sveitarfélagið orðið að landinu Bíldalíu og voru menn í fullum herklæðum við landamæravörslu þar í gær. En í stað þess að biðja um vegabréf seldu þeir þau. „Þetta er okkar leið til að fjármagna hátíðina og við verðum eiginlega að selja 200 stykki til að standa undir þessu,“ segir Ingimar Oddsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann segir að gufupönkið eigi sér fjölmarga fylgjendur víða um heim en þeir stunda meðal annars það sem kallað er lifandi hlutverkaleikur en þá taka menn að sér hlutverk sem yfirleitt eiga meira skylt við veruleikann eins og hann var á Viktoríutímabilinu eða þá eins og hann kemur fyrir í verkum höfundanna Jules Verne og H.G. Wells. Ingimar segir von á erlendum gestum sem séu sérstaklega komnir til að sækja Bíldalíu heim. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta fyrsta gufupönkhátíðin sem haldin er hér á landi.Sverrir Ingi Ebeltoft.Einn þeirra sem komu til Bíldalíu í lifandi hlutverkaleik er Sverrir Ingi Ebeltoft. „Við erum hérna sjö sem hefur rekið hingað til Bíldalíu en við vorum gerð útlæg frá Rosary,“ segir hann. Ekki dugir að leita að Rosary á korti því Sverrir Ingi segir þann stað vera í annarri vídd en þeirri sem flestum er greinileg. „Við vorum send í burtu á loftfari,“ bætir hann við. Sá farkostur dugði þó ekki alla leið svo það kostaði sjömenningana mikil ævintýri að komast vestur. Menn sátu ekki auðum höndum í Bíldalíu en haldinn var skrímsladansleikur í gotneskum stíl og eins voru konungur og drottning krýnd. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstýra Vesturbyggðar, varð því að lúta yfirvaldi Ingimars Oddssonar og Önnu Vilborgar Ágústsdóttur sem tóku við konungdómi. Ingimar segist binda vonir við það að þessi hátíð verði árviss atburður.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira