Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Hjörtur Hjartarson skrifar 29. júní 2014 19:30 Hæstaréttarlögmanni þykir augljóst að sjávarútvegsráðherra skorti lagaheimild til að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir líklegt að verði láti reyna á málið fyrir dómstólum verði flutningarnir dæmdir ólögmætir. 1998 dæmdi hæstiréttur ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra um að flytja Landmælingar til Akraness, ólögmæta. Málið var höfðað af starfsmanni Landmælinga sem sætti sig ekki við flutninginn. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd starfsmannsins á sínum tíma. „Til þess að geta efnt til svona hreppaflutninga þá þurfi ráðherrann að hafa sérstaka lagaheimild. Ég held að hann hafi hana ekki í þessu tilfelli,“ segir Ragnar Hall. Eftir að dómur féll í máli Landmælinga var stjórnarráðslögunum þannig og ráðherrum gefin heimild til að flytja ríkisstofnanir út á land. „Nú hafa þau lög sætt endurskoðun og þessi heimild er ekki lengur inn í lögunum. Þá þarf ráðherra sem vill koma þessu í kring að byrja á því að leita heimilda hjá Alþingi með lagabreytingu til að hafa lagastoð fyrir sinni ákvörðun,“ segir Ragnar.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ Lögmæti aðgerðanna er eitt, en það skiptir varla minna máli hversu hagkvæmar þessar aðgerðir eru. Verður fiskistofa betri stofnun eftir flutningana? Lektor í stjórnsýslufræðum telur það ólíklegt, þvert á móti verði hún verri, í einhvern tíma hið minnsta. „Það er margt sem bendir til þess þegar maður skoðar þetta frá opinberri stjórnsýslu og þeim rannsóknum sem þau fræði byggja á að þetta verði frekar til að veikja stjórnsýsluna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu.Sigurbjörg segir það skiljanlegt að flestar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu. Mest af sérhæfðri þekkingu sé hér og fyrirtæki geti valið úr stærri hópi starfsmanna. Sjávarútvegisráðherra segir það algengt að stofnanir séu fluttar. Sigurbjörg neitar því ekki. „En yfirleitt flytja stofnanir til þess að styrkja eigin stöðu og efla sjálfa sig og sína innviði til að geta sinnt betur þeim markmiðum sem þær eru sjálfar að vinna að,“ segir Sigurbjörg. Það eigi hinsvegar ekki við í þessu tilfelli. Flutningnum sé ætlað að styrkja atvinnulífið á Akureyri, ekki bæta starfsemi Fiskistofu. Sjávarútvegsráðherra reiknar með að flutningurinn kosti 100 til 200 miljónir.„Þegar maður heyrir fréttaflutning af þessu máli er mjög margt sem bendir til þess að hún sé ekkert sérlega vel ígrunduð. Ef við tökum bara sem dæmi með þennan kostnað sem menn gefa sér. Þetta hljómar nánast eins og skot í myrkri því það eru hundrað prósent á milli þessara stærða sem eru nefndar.“ Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Hæstaréttarlögmanni þykir augljóst að sjávarútvegsráðherra skorti lagaheimild til að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir líklegt að verði láti reyna á málið fyrir dómstólum verði flutningarnir dæmdir ólögmætir. 1998 dæmdi hæstiréttur ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra um að flytja Landmælingar til Akraness, ólögmæta. Málið var höfðað af starfsmanni Landmælinga sem sætti sig ekki við flutninginn. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd starfsmannsins á sínum tíma. „Til þess að geta efnt til svona hreppaflutninga þá þurfi ráðherrann að hafa sérstaka lagaheimild. Ég held að hann hafi hana ekki í þessu tilfelli,“ segir Ragnar Hall. Eftir að dómur féll í máli Landmælinga var stjórnarráðslögunum þannig og ráðherrum gefin heimild til að flytja ríkisstofnanir út á land. „Nú hafa þau lög sætt endurskoðun og þessi heimild er ekki lengur inn í lögunum. Þá þarf ráðherra sem vill koma þessu í kring að byrja á því að leita heimilda hjá Alþingi með lagabreytingu til að hafa lagastoð fyrir sinni ákvörðun,“ segir Ragnar.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ Lögmæti aðgerðanna er eitt, en það skiptir varla minna máli hversu hagkvæmar þessar aðgerðir eru. Verður fiskistofa betri stofnun eftir flutningana? Lektor í stjórnsýslufræðum telur það ólíklegt, þvert á móti verði hún verri, í einhvern tíma hið minnsta. „Það er margt sem bendir til þess þegar maður skoðar þetta frá opinberri stjórnsýslu og þeim rannsóknum sem þau fræði byggja á að þetta verði frekar til að veikja stjórnsýsluna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu.Sigurbjörg segir það skiljanlegt að flestar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu. Mest af sérhæfðri þekkingu sé hér og fyrirtæki geti valið úr stærri hópi starfsmanna. Sjávarútvegisráðherra segir það algengt að stofnanir séu fluttar. Sigurbjörg neitar því ekki. „En yfirleitt flytja stofnanir til þess að styrkja eigin stöðu og efla sjálfa sig og sína innviði til að geta sinnt betur þeim markmiðum sem þær eru sjálfar að vinna að,“ segir Sigurbjörg. Það eigi hinsvegar ekki við í þessu tilfelli. Flutningnum sé ætlað að styrkja atvinnulífið á Akureyri, ekki bæta starfsemi Fiskistofu. Sjávarútvegsráðherra reiknar með að flutningurinn kosti 100 til 200 miljónir.„Þegar maður heyrir fréttaflutning af þessu máli er mjög margt sem bendir til þess að hún sé ekkert sérlega vel ígrunduð. Ef við tökum bara sem dæmi með þennan kostnað sem menn gefa sér. Þetta hljómar nánast eins og skot í myrkri því það eru hundrað prósent á milli þessara stærða sem eru nefndar.“
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira