Lauk einleikaraprófi á píanó og fiðlu Ugla Egilsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 12:30 Jane Ade Sutarjo talar reiprennandi íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi verða fiðluleikari eða píanóleikari,“ segir Jane Ade Sutarjo, sem er eini nemandinn sem hefur lokið einleikaraprófi á bæði fiðlu og píanó við Listaháskólann. „Á tímabili, þegar ég var sautján eða átján langaði mig að taka pásu á fiðlunni. Það komu líka tímar þar sem ég snerti ekki píanóið. En ég hætti alltaf við að hætta.“ Jane er frá Djakarta í Indónesíu. „Ég flutti til Íslands árið 2008 til að byrja að læra í Listaháskóla Íslands. Ég kynntist Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum sumarið 2005. Það er eiginlega allt henni að þakka að ég kom hingað. Henni og Gunnari Kvaran. Ég bjó hjá þeim í svolítinn tíma.“ Jane var þriggja og hálfs árs þegar hún byrjaði að læra á píanó. „Síðan byrjaði ég að læra á fiðlu fjögurra ára.“ „Ég segi ekki að það sé auðvelt að læra á tvö hljóðfæri,“ segir Jane. „Í raun er maður alltaf að æfa sig og læra. Ég veit ekki hvernig ég gat þetta. Mjög margir hljóðfæraleikarar æfa sig mjög lengi á hverjum degi, kannski í sex eða sjö tíma á dag. Ég æfði mig ekki svo lengi. Ég æfði hins vegar mjög skipulega, með fókus á eitthvert ákveðið atriði á hverri æfingu. Einn daginn fókuseraði ég kannski meira á fiðluna, og hinn daginn meira á píanóið.“ Jane á íslenskan mann og er ekki á heimleið. „Ég hef ekki komið til Indónesíu síðan ég flutti hingað. Það er alltaf svo mikið að gera, og maður skreppur ekki beint til Indónesíu.“ Jane heldur píanótónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn klukkan 16.00. Menning Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi verða fiðluleikari eða píanóleikari,“ segir Jane Ade Sutarjo, sem er eini nemandinn sem hefur lokið einleikaraprófi á bæði fiðlu og píanó við Listaháskólann. „Á tímabili, þegar ég var sautján eða átján langaði mig að taka pásu á fiðlunni. Það komu líka tímar þar sem ég snerti ekki píanóið. En ég hætti alltaf við að hætta.“ Jane er frá Djakarta í Indónesíu. „Ég flutti til Íslands árið 2008 til að byrja að læra í Listaháskóla Íslands. Ég kynntist Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum sumarið 2005. Það er eiginlega allt henni að þakka að ég kom hingað. Henni og Gunnari Kvaran. Ég bjó hjá þeim í svolítinn tíma.“ Jane var þriggja og hálfs árs þegar hún byrjaði að læra á píanó. „Síðan byrjaði ég að læra á fiðlu fjögurra ára.“ „Ég segi ekki að það sé auðvelt að læra á tvö hljóðfæri,“ segir Jane. „Í raun er maður alltaf að æfa sig og læra. Ég veit ekki hvernig ég gat þetta. Mjög margir hljóðfæraleikarar æfa sig mjög lengi á hverjum degi, kannski í sex eða sjö tíma á dag. Ég æfði mig ekki svo lengi. Ég æfði hins vegar mjög skipulega, með fókus á eitthvert ákveðið atriði á hverri æfingu. Einn daginn fókuseraði ég kannski meira á fiðluna, og hinn daginn meira á píanóið.“ Jane á íslenskan mann og er ekki á heimleið. „Ég hef ekki komið til Indónesíu síðan ég flutti hingað. Það er alltaf svo mikið að gera, og maður skreppur ekki beint til Indónesíu.“ Jane heldur píanótónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn klukkan 16.00.
Menning Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“