Dýrasta og viðamesta sýningin til þessa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 11:00 Hafdís lofar mikilli litadýrð í Hörpu. Mynd/úr einkasafni „Við ætlum að opna þessa svakalegu stóru sýningu með því að kynna nýtt nafn félagsins og sýna hvað við erum orðin stórtæk. Þetta er stór sýning í stóru húsi,“ segir Hafdís Harðardóttir, formaður myndlistarfélagsins Litka. Félagið opnar sýningu í Hörpu í dag klukkan 17.30 með verkum sem eru í stærri kantinum en þau minnstu eru 150 sinnum 150 sentímetrar. Margir vildu taka þátt í sýningunni. Félagið gerði ráð fyrir um fimmtán listamönnum en það endaði með því að þrjátíu listamenn sýna á sýningunni sem var hún stækkuð talsvert. Félagið var stofnað árið 2008 en hét þá Félag frístundamálara. „Í upphafi voru um þrjátíu til fjörutíu félagar en nú erum við með tæplega tvö hundruð manns á félagalistanum. Við ákváðum á síðasta aðalfundi að breyta um nafn en félagið hét alltaf Félag frístundamálara. Okkur fannst það full gamaldags og misvísandi því fullt af fólki í félaginu hefur atvinnu af því að mála. Aðalmarkmiðið er að fólk hittist, kynnist, miðli og haldi sýningar. Margir treysta sér ekki að halda sýningu einir og komast ekki alls staðar inn en sem félag komumst við frekar inn á staði,“ segir Hafdís en saga er á bak við nafnið Litka. „Litka þýðir að gæða eitthvað lit. Þetta er gamalt og gott íslenskt orð.“ Sýningin í Hörpu er í Flóa, rýminu á jarðhæðinni, og stendur hún til 16. júní. Á opnuninni fá gestir óvænta gjöf sem Hafdís vill ekki gefa upp hver er en segir að gjöfin sjálf skapi eins konar gjörning á sýningunni. Félagið hefur haldið um það bil tíu sýningar síðan það var stofnað fyrir fimm árum og blandar oft á tíðum gjörningalist við sýningarnar. „Við höldum mismunandi sýningar. Stundum erum við með þema, eins og til dæmis haf eða Íslendinga. Núna höfðum við það algjörlega frjálst en lögðum áherslu á að hafa verkin stór. Við verðum með aðra sýningu í haust í galleríinu Art 67 á Laugavegi. Þar verða allar myndirnar þrjátíu sinnum þrjátíu sentimetrar og ætlum við síðan að búa til eina risastóra mynd úr verkunum,“ segir Hafdís sem hlakkar til að fagna nafnbreytingu félagsins í Hörpu í dag og lofar gestum mikilli litadýrð. „Þetta er stærsta, dýrasta og viðamesta sýningin sem við höfum haldið.“ Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
„Við ætlum að opna þessa svakalegu stóru sýningu með því að kynna nýtt nafn félagsins og sýna hvað við erum orðin stórtæk. Þetta er stór sýning í stóru húsi,“ segir Hafdís Harðardóttir, formaður myndlistarfélagsins Litka. Félagið opnar sýningu í Hörpu í dag klukkan 17.30 með verkum sem eru í stærri kantinum en þau minnstu eru 150 sinnum 150 sentímetrar. Margir vildu taka þátt í sýningunni. Félagið gerði ráð fyrir um fimmtán listamönnum en það endaði með því að þrjátíu listamenn sýna á sýningunni sem var hún stækkuð talsvert. Félagið var stofnað árið 2008 en hét þá Félag frístundamálara. „Í upphafi voru um þrjátíu til fjörutíu félagar en nú erum við með tæplega tvö hundruð manns á félagalistanum. Við ákváðum á síðasta aðalfundi að breyta um nafn en félagið hét alltaf Félag frístundamálara. Okkur fannst það full gamaldags og misvísandi því fullt af fólki í félaginu hefur atvinnu af því að mála. Aðalmarkmiðið er að fólk hittist, kynnist, miðli og haldi sýningar. Margir treysta sér ekki að halda sýningu einir og komast ekki alls staðar inn en sem félag komumst við frekar inn á staði,“ segir Hafdís en saga er á bak við nafnið Litka. „Litka þýðir að gæða eitthvað lit. Þetta er gamalt og gott íslenskt orð.“ Sýningin í Hörpu er í Flóa, rýminu á jarðhæðinni, og stendur hún til 16. júní. Á opnuninni fá gestir óvænta gjöf sem Hafdís vill ekki gefa upp hver er en segir að gjöfin sjálf skapi eins konar gjörning á sýningunni. Félagið hefur haldið um það bil tíu sýningar síðan það var stofnað fyrir fimm árum og blandar oft á tíðum gjörningalist við sýningarnar. „Við höldum mismunandi sýningar. Stundum erum við með þema, eins og til dæmis haf eða Íslendinga. Núna höfðum við það algjörlega frjálst en lögðum áherslu á að hafa verkin stór. Við verðum með aðra sýningu í haust í galleríinu Art 67 á Laugavegi. Þar verða allar myndirnar þrjátíu sinnum þrjátíu sentimetrar og ætlum við síðan að búa til eina risastóra mynd úr verkunum,“ segir Hafdís sem hlakkar til að fagna nafnbreytingu félagsins í Hörpu í dag og lofar gestum mikilli litadýrð. „Þetta er stærsta, dýrasta og viðamesta sýningin sem við höfum haldið.“
Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira