Erlent

Spánarkonungur stígur til hliðar

Juan Carlos hefur ríkt yfir Spáni frá árinu 1975.
Juan Carlos hefur ríkt yfir Spáni frá árinu 1975.
Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu.

Juan Carlos hefur í gegnum árin verið álitinn einn ástsælasti konungur jarðar en undanfarin ár hefur traust margra Spánverja í hans garð dalað, ekki síst eftir að upp komst um spillingarmál sem dóttir hans og tengdasonur voru innvinkluð í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×