Þrýst á Bjarna að slíta stjórnarsamstarfi 2. júní 2014 21:34 Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið hvatningu um að endurskoða eða slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess sem kallað er hatursfull orðræða Framsóknar á vettvangi borgarstjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur verið kallaður "öfgamiðjuflokkur" vegna breyttrar pólitískrar orðræðu oddvitans í Reykjavík.Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík komu eins og sprengja inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Málflutningurinn skilaði sér því fylgi Framsóknar fór úr 4 prósentum í 10 á örfáum dögum. Orðræða Framsóknarflokksins í Reykjavík þykir eiga margt sammerkt með þjóðernispopúlisma en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, andmælti þessu ekki með skýrum hætti fyrir kosningar. Frelsi og varðstaða fyrir grundvallarmannréttindum einstaklingsins hefur lengi verið leiðandi stef í stefnu og gildum Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þeim skilaboðum hafi verið komið á framfæri við forystu flokksins að endurskoða, eða jafnvel slíta, meirihlutasamstarfi við Framsókn í landsmálunum með það fyrir augum að standa vörð um gildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í „öfgamiðjuflokk,“ en hugtakið er alveg nýtt á vettvangi hinnar pólitísku orðræðu. Bjarni Benediktsson vildi ekki tjá sig um orðræðu oddvita Framsóknar í Reykjavík þegar eftir því var leitað eða hvort málflutningurinn hefði haft einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins. Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra trúnaðarmanna flokksins sem hafa haft áhyggjur af málflutningi Framsóknarmanna. Hún er þó ekki í hópi þeirra sem hafa rætt þetta formlega við Bjarna. „Nú gerðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með sér samkomulag þegar þeir settust í ríkisstjórn og í því samkomulagi kemur alveg skýrt fram að það eigi að vinna að jafnrétti allra þegna, alveg óháð þeirra stöðu,“ segir Áslaug.„Þannig að það kemur svolítið á óvart að undanfarna daga hefur verið, finnst mér, óskýr málflutningur Framsóknarmanna,“ segir Áslaug.„Ég held að við þurfum öll að fá að heyra hvert er verið að róa. Hvert er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík að róa?“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið hvatningu um að endurskoða eða slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess sem kallað er hatursfull orðræða Framsóknar á vettvangi borgarstjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur verið kallaður "öfgamiðjuflokkur" vegna breyttrar pólitískrar orðræðu oddvitans í Reykjavík.Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík komu eins og sprengja inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Málflutningurinn skilaði sér því fylgi Framsóknar fór úr 4 prósentum í 10 á örfáum dögum. Orðræða Framsóknarflokksins í Reykjavík þykir eiga margt sammerkt með þjóðernispopúlisma en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, andmælti þessu ekki með skýrum hætti fyrir kosningar. Frelsi og varðstaða fyrir grundvallarmannréttindum einstaklingsins hefur lengi verið leiðandi stef í stefnu og gildum Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þeim skilaboðum hafi verið komið á framfæri við forystu flokksins að endurskoða, eða jafnvel slíta, meirihlutasamstarfi við Framsókn í landsmálunum með það fyrir augum að standa vörð um gildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í „öfgamiðjuflokk,“ en hugtakið er alveg nýtt á vettvangi hinnar pólitísku orðræðu. Bjarni Benediktsson vildi ekki tjá sig um orðræðu oddvita Framsóknar í Reykjavík þegar eftir því var leitað eða hvort málflutningurinn hefði haft einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins. Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra trúnaðarmanna flokksins sem hafa haft áhyggjur af málflutningi Framsóknarmanna. Hún er þó ekki í hópi þeirra sem hafa rætt þetta formlega við Bjarna. „Nú gerðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með sér samkomulag þegar þeir settust í ríkisstjórn og í því samkomulagi kemur alveg skýrt fram að það eigi að vinna að jafnrétti allra þegna, alveg óháð þeirra stöðu,“ segir Áslaug.„Þannig að það kemur svolítið á óvart að undanfarna daga hefur verið, finnst mér, óskýr málflutningur Framsóknarmanna,“ segir Áslaug.„Ég held að við þurfum öll að fá að heyra hvert er verið að róa. Hvert er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík að róa?“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira