Þrýst á Bjarna að slíta stjórnarsamstarfi 2. júní 2014 21:34 Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið hvatningu um að endurskoða eða slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess sem kallað er hatursfull orðræða Framsóknar á vettvangi borgarstjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur verið kallaður "öfgamiðjuflokkur" vegna breyttrar pólitískrar orðræðu oddvitans í Reykjavík.Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík komu eins og sprengja inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Málflutningurinn skilaði sér því fylgi Framsóknar fór úr 4 prósentum í 10 á örfáum dögum. Orðræða Framsóknarflokksins í Reykjavík þykir eiga margt sammerkt með þjóðernispopúlisma en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, andmælti þessu ekki með skýrum hætti fyrir kosningar. Frelsi og varðstaða fyrir grundvallarmannréttindum einstaklingsins hefur lengi verið leiðandi stef í stefnu og gildum Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þeim skilaboðum hafi verið komið á framfæri við forystu flokksins að endurskoða, eða jafnvel slíta, meirihlutasamstarfi við Framsókn í landsmálunum með það fyrir augum að standa vörð um gildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í „öfgamiðjuflokk,“ en hugtakið er alveg nýtt á vettvangi hinnar pólitísku orðræðu. Bjarni Benediktsson vildi ekki tjá sig um orðræðu oddvita Framsóknar í Reykjavík þegar eftir því var leitað eða hvort málflutningurinn hefði haft einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins. Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra trúnaðarmanna flokksins sem hafa haft áhyggjur af málflutningi Framsóknarmanna. Hún er þó ekki í hópi þeirra sem hafa rætt þetta formlega við Bjarna. „Nú gerðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með sér samkomulag þegar þeir settust í ríkisstjórn og í því samkomulagi kemur alveg skýrt fram að það eigi að vinna að jafnrétti allra þegna, alveg óháð þeirra stöðu,“ segir Áslaug.„Þannig að það kemur svolítið á óvart að undanfarna daga hefur verið, finnst mér, óskýr málflutningur Framsóknarmanna,“ segir Áslaug.„Ég held að við þurfum öll að fá að heyra hvert er verið að róa. Hvert er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík að róa?“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið hvatningu um að endurskoða eða slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess sem kallað er hatursfull orðræða Framsóknar á vettvangi borgarstjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur verið kallaður "öfgamiðjuflokkur" vegna breyttrar pólitískrar orðræðu oddvitans í Reykjavík.Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík komu eins og sprengja inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Málflutningurinn skilaði sér því fylgi Framsóknar fór úr 4 prósentum í 10 á örfáum dögum. Orðræða Framsóknarflokksins í Reykjavík þykir eiga margt sammerkt með þjóðernispopúlisma en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, andmælti þessu ekki með skýrum hætti fyrir kosningar. Frelsi og varðstaða fyrir grundvallarmannréttindum einstaklingsins hefur lengi verið leiðandi stef í stefnu og gildum Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þeim skilaboðum hafi verið komið á framfæri við forystu flokksins að endurskoða, eða jafnvel slíta, meirihlutasamstarfi við Framsókn í landsmálunum með það fyrir augum að standa vörð um gildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í „öfgamiðjuflokk,“ en hugtakið er alveg nýtt á vettvangi hinnar pólitísku orðræðu. Bjarni Benediktsson vildi ekki tjá sig um orðræðu oddvita Framsóknar í Reykjavík þegar eftir því var leitað eða hvort málflutningurinn hefði haft einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins. Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra trúnaðarmanna flokksins sem hafa haft áhyggjur af málflutningi Framsóknarmanna. Hún er þó ekki í hópi þeirra sem hafa rætt þetta formlega við Bjarna. „Nú gerðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með sér samkomulag þegar þeir settust í ríkisstjórn og í því samkomulagi kemur alveg skýrt fram að það eigi að vinna að jafnrétti allra þegna, alveg óháð þeirra stöðu,“ segir Áslaug.„Þannig að það kemur svolítið á óvart að undanfarna daga hefur verið, finnst mér, óskýr málflutningur Framsóknarmanna,“ segir Áslaug.„Ég held að við þurfum öll að fá að heyra hvert er verið að róa. Hvert er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík að róa?“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira