Innlent

Sjálfsbjargarheimilið vann

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þorkell Sigurlaugsson er stjórnarformaður Sjálfsbjargar.
Þorkell Sigurlaugsson er stjórnarformaður Sjálfsbjargar. Fréttablaðið/GVA
Sjálfsbjargarheimilið er sigurvegari í flokki stórra stofnana samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni Stofnun ársins 2014.

Einkaleyfastofan er stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana og í flokki lítilla stofnana bar Héraðsdómur Suðurlands sigur úr býtum.

Niðurstöður könnunarinnar í ár sýna að mat starfsmanna á öllum ánægjuþáttum hefur hækkað lítillega, nema þátturinn sem mælir ánægju með launakjör.

Val á stofnun ársins er byggt á svörum tæplega fjórtán þúsund opinberra starfsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×