Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mætt til Portúgal þar sem það tekur þátt Algarve-mótinu en fyrsti leikur liðsins er á miðvikudaginn.
Í dag er bolludagurinn eins og allir vita og misstu stelpurnar ekkert af honum heldur var bolludagurinn haldinn hátíðlegur í háloftunum.
Starfsfólk Icelandair bauð stelpunum okkar, sem og öðrum farþegum, upp á rjómabollur á leiðinni til Portúgal. Ekki amaleg þjónusta það.
Ísland hefur leik á Algarve-mótinu á miðvikudaginn en liðið mætir þá Evrópumeisturum Þýskalands. Noregur, silfurlið síðasta Evrópumóts, og Kína, eru svo hin liðin í riðlinum.
Bolludagurinn í háloftunum

Mest lesið


Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn





Miðarnir langdýrastir hjá Fulham
Enski boltinn

Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum
Enski boltinn

Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United
Enski boltinn
