Segir myndbirtingu sýna ósiðmenntað eðli IS Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2014 11:36 Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu. Vísir/AFP Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljósmynd sem birt var á Twitter og sýnir sjö ára ástralskan dreng sem heldur á höfði fallins sýrlensks hermanns sýni ósiðmenntað eðli IS-samtakanna. Ástralinn Khaled Sharrouf birti myndina af syni sínum á Twitter en Sharrouf hélt til Sýrlands með fjölskyldu sína á síðasta ári til að berjast við hlið íslamista sem hafa nú stofnað sérstakt íslamskt ríki í norðurhluta Íraks og Sýrlandi. Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, en á henni er strákur í bláum fatnaði sem heldur á höfði fallins hermanns með báðum höndum. Með myndinni fylgir textinn „Þetta er strákurinn minn!“. Í öðrum Twitter-færslum Sharrouf má meðal annars sjá Sharrouf sjálfan þar sem hann heldur á höfði hermanns og mynd af þremur ungum sonum hans þar sem þeir bera vopn.Á vef Sidney Morning Herald segir að Abbott hafi fyrr í dag sagt að áströlsk stjórnvöld myndu með ánægju taka þátt í að koma hjálpargögnum til þeirra tugþúsunda Jasída og kristna sem hafast við í fjöllum í norðurhluta Íraks vegna sóknar IS-samtakanna. Abbott sagði IS reyna að koma á „hryðjuverkaríki“ og framganga þeirra skapaði stórkostleg vandamál, ekki bara fyrir fólk í Miðausturlöndum heldur heiminum öllum. Í samtali við ABC Radio sagði Abbott það koma sífellt betur í ljós hve ósiðmenntaður hópurinn væri. „Mér sýnst vera fleiri ljósmyndir í áströlskum dagblöðum í dag sem sýna nákvæmlega þau hryllilegu grimmdarverk sem þessi hópur er fær um að framkvæma.“ Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu sagði alla Ástrali vera yfir sig hneykslaða vegna myndbirtingarinnar. Hefur Shorten farið fram á skýringar á því hvernig Sharrouf hafi tekist að komast alla leið til Sýrlands þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur í Ástralíu. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljósmynd sem birt var á Twitter og sýnir sjö ára ástralskan dreng sem heldur á höfði fallins sýrlensks hermanns sýni ósiðmenntað eðli IS-samtakanna. Ástralinn Khaled Sharrouf birti myndina af syni sínum á Twitter en Sharrouf hélt til Sýrlands með fjölskyldu sína á síðasta ári til að berjast við hlið íslamista sem hafa nú stofnað sérstakt íslamskt ríki í norðurhluta Íraks og Sýrlandi. Myndbirtingin hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, en á henni er strákur í bláum fatnaði sem heldur á höfði fallins hermanns með báðum höndum. Með myndinni fylgir textinn „Þetta er strákurinn minn!“. Í öðrum Twitter-færslum Sharrouf má meðal annars sjá Sharrouf sjálfan þar sem hann heldur á höfði hermanns og mynd af þremur ungum sonum hans þar sem þeir bera vopn.Á vef Sidney Morning Herald segir að Abbott hafi fyrr í dag sagt að áströlsk stjórnvöld myndu með ánægju taka þátt í að koma hjálpargögnum til þeirra tugþúsunda Jasída og kristna sem hafast við í fjöllum í norðurhluta Íraks vegna sóknar IS-samtakanna. Abbott sagði IS reyna að koma á „hryðjuverkaríki“ og framganga þeirra skapaði stórkostleg vandamál, ekki bara fyrir fólk í Miðausturlöndum heldur heiminum öllum. Í samtali við ABC Radio sagði Abbott það koma sífellt betur í ljós hve ósiðmenntaður hópurinn væri. „Mér sýnst vera fleiri ljósmyndir í áströlskum dagblöðum í dag sem sýna nákvæmlega þau hryllilegu grimmdarverk sem þessi hópur er fær um að framkvæma.“ Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu sagði alla Ástrali vera yfir sig hneykslaða vegna myndbirtingarinnar. Hefur Shorten farið fram á skýringar á því hvernig Sharrouf hafi tekist að komast alla leið til Sýrlands þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur í Ástralíu.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira