Logi Pedro og Skítamórall leiða saman hesta sína Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. mars 2014 09:00 Logi Pedro Stefánsson og Hanni Bach eru hér hressir í hljóðverinu. Logi Pedro aðstoðaði Skítamórall í nýju lagi sem ber titilinn Þú ert ein af þeim. vísir/pjetur „Við erum gríðarlega sáttir við útkomuna og hlökkum mikið til að heyra viðbrögð landsmanna,“ segir Jóhann Bachman, trommuleikari Skítamórals, betur þekktur sem Hanni Bach, en sveitin sendi í gær frá sér nýtt lag sem Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Higlands pródúserar. „Eftir að Einar Ágúst gekk aftur til liðs við bandið eftir tíu ára fjarveru vildum við gera nýja hluti og sömdum lag í sameiningu, sem er eitthvað sem hljómsveitin hefur aldrei gert áður,“ útskýrir Hanni. Skítamórall þrískipti upptökuferlinu, fékk Loga Pedro til að pródúsera lagið, Róbert Steingrímsson til að taka upp lagið og Styrmi Hauksson til þess að hljóðblanda það. Nýja lagið ber titilinn Þú ert ein af þeim og má segja að þar kveði við nýjan tón með tilkomu Loga Pedro. „Við höfðum bara samband við Loga, við erum hrifnir af stöffinu sem hann hefur verið að gera með Retro Stefson og Highlands. Hann er rosalegur fagmaður og tók þetta mjög alvarlega, við áttum gott samstarf,“ segir Hanni um samstarfið við Loga.Drengirnir í Skítamóral er sáttur við nýja lagið.Vísir/StefánLogi er þó talsvert yngri en liðsmenn Skítamórals, var það ekkert skrítið? „Hann er vissulega ungur en hann hefur mikla reynslu af stúdíóvinnu og spilamennsku, hann er svo mikill fagmaður að aldursmunurinn truflaði ekki samstarfið,“ segir Hanni léttur í lundu. „Þetta var mjög gaman, ég er oft beðinn um að pródúsera lög en ég hef ekki alltaf tíma í það. Ég hafði hins vegar tíma til þess að gera þetta núna og ég hafði gaman af þessu,“ segir Logi Pedro um samstarfið við Skítamóral. Hann segir þó að laginu hafi verið breytt talsvert frá því að hann heyrði það fyrst á æfingu. „Við breyttum laginu mikið frá því ég heyrði það fyrst. Ég kem bara inn sem eins konar leikstjóri líkt og Styrmir,“ bætir Logi Pedro við. Hann segir samstarfið hafa gengið mjög vel og að það hafi verið þægilegt að vinna með sveitinni. Nýja lagið verður frumflutt á skemmtistaðnum Spot á laugardagskvöldið, þegar Skítamórall treður þar upp. Hægt er að eignast lagið í gegnum tonlist.is. Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Við erum gríðarlega sáttir við útkomuna og hlökkum mikið til að heyra viðbrögð landsmanna,“ segir Jóhann Bachman, trommuleikari Skítamórals, betur þekktur sem Hanni Bach, en sveitin sendi í gær frá sér nýtt lag sem Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Higlands pródúserar. „Eftir að Einar Ágúst gekk aftur til liðs við bandið eftir tíu ára fjarveru vildum við gera nýja hluti og sömdum lag í sameiningu, sem er eitthvað sem hljómsveitin hefur aldrei gert áður,“ útskýrir Hanni. Skítamórall þrískipti upptökuferlinu, fékk Loga Pedro til að pródúsera lagið, Róbert Steingrímsson til að taka upp lagið og Styrmi Hauksson til þess að hljóðblanda það. Nýja lagið ber titilinn Þú ert ein af þeim og má segja að þar kveði við nýjan tón með tilkomu Loga Pedro. „Við höfðum bara samband við Loga, við erum hrifnir af stöffinu sem hann hefur verið að gera með Retro Stefson og Highlands. Hann er rosalegur fagmaður og tók þetta mjög alvarlega, við áttum gott samstarf,“ segir Hanni um samstarfið við Loga.Drengirnir í Skítamóral er sáttur við nýja lagið.Vísir/StefánLogi er þó talsvert yngri en liðsmenn Skítamórals, var það ekkert skrítið? „Hann er vissulega ungur en hann hefur mikla reynslu af stúdíóvinnu og spilamennsku, hann er svo mikill fagmaður að aldursmunurinn truflaði ekki samstarfið,“ segir Hanni léttur í lundu. „Þetta var mjög gaman, ég er oft beðinn um að pródúsera lög en ég hef ekki alltaf tíma í það. Ég hafði hins vegar tíma til þess að gera þetta núna og ég hafði gaman af þessu,“ segir Logi Pedro um samstarfið við Skítamóral. Hann segir þó að laginu hafi verið breytt talsvert frá því að hann heyrði það fyrst á æfingu. „Við breyttum laginu mikið frá því ég heyrði það fyrst. Ég kem bara inn sem eins konar leikstjóri líkt og Styrmir,“ bætir Logi Pedro við. Hann segir samstarfið hafa gengið mjög vel og að það hafi verið þægilegt að vinna með sveitinni. Nýja lagið verður frumflutt á skemmtistaðnum Spot á laugardagskvöldið, þegar Skítamórall treður þar upp. Hægt er að eignast lagið í gegnum tonlist.is.
Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira