Kjalnesingar hafna risavöxnum jóga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. september 2014 07:00 Styttan af Chinmoy Bronsstyttan í landi Esjubergs átti að vera þrettán metrar á hæð. Mynd/Sri Chimnoy-miðstöðin „Slík stærð yrði afar umdeilanleg á þessum forna sögustað og myndi vart skapa frið um staðinn,“ segir Hverfisráð Kjalarness sem leggst gegn því að Sri Chinmoy-miðstöðin fái að reisa þrettán metra háa styttu af Chinmoy við Esjuberg. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hafnaði styttunni einnig í gær. Styttan á að verða manngengt listaverk tileinkað friði. Hún er hönnuð af Englendingnum Kaivaliya Torpy sem mun hafa gert margar styttur af Chinmoy víða um lönd. Indverski gúrúinn og kraftlyftingamaðurinn Chinmoy lést árið 2007.Vin í eyðimörkinni sem á ekki a trufla neinn „Þetta á að verða vin í eyðimörkinni frá daglegu stressi. Fólk mun fá aðgang þarna inn en alls ekki þannig að það trufli nágrannana,“ sagði Marteinn Arnar Marteinsson hjá Sri Chinmoy-miðstöðinni í samtali við Fréttablaðið í maí. Einnig kom fram hjá Marteini að meðlimir Sri Chinmoy-miðstöðvarinnar ætluðu að planta trjám og útbúa tjarnir á lóðinni sem kaupa átti undir styttuna.Uppdráttur af Chimnoy-styttunni sýnir stærð hennar ágætlega. Talsmaður Sri Chinmoy-miðstöðvarinnar segir styttuna myndu stuðla að friði. Kjalnesingar eru á öðru máli.Garður væri í lagi en styttan er of stór Hverfisráð Kjalarness segist styðja gerð náttúrulegs garðs og plöntun trjáa í landi Esjubergs og hugmyndir um opið útivistarsvæði. „Hverfisráðið getur hins vegar ekki stutt það að svona stór minnisvarði/stytta af Sri Chinmoy sé reist á staðnum,“ segir hverfisráðið og vísar í fyrri bókun sína þar sem fram kemur að Esjubergs sé getið í fornbókmenntum og að þar sé talið að fyrsta kirkja á Íslandi hafi staðið.Eru sjálfir með hugmynd um útialtari „Í mörg ár hafa Kjalnesingar rætt um hvernig best sé að vekja athygli á sögu staðarins,“ segir hverfisráðið sem kveður sóknarnefnd Brautarholtskirkju og Sögufélagið Steina hafa staðið fyrir útimessum á Esjubergi undanfarin sumur. „Hugmyndir eru uppi meðal Kjalnesinga um að setja þar upp útialtari. Í þessu ljósi er bent á að nauðsynlegt er að taka til vandlegrar skoðunar hvaða mannvirki, byggingar eða listaverk munu setja svip á staðinn, sér í lagi ef þau koma til með að verða jafn áberandi í landslaginu og umrætt listaverk virðist munu vera,“ segir hverfisráðið og bætir við að Chinmoy-styttan yrði mjög áberandi í landslaginu undir Esju og skera sig úr. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
„Slík stærð yrði afar umdeilanleg á þessum forna sögustað og myndi vart skapa frið um staðinn,“ segir Hverfisráð Kjalarness sem leggst gegn því að Sri Chinmoy-miðstöðin fái að reisa þrettán metra háa styttu af Chinmoy við Esjuberg. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hafnaði styttunni einnig í gær. Styttan á að verða manngengt listaverk tileinkað friði. Hún er hönnuð af Englendingnum Kaivaliya Torpy sem mun hafa gert margar styttur af Chinmoy víða um lönd. Indverski gúrúinn og kraftlyftingamaðurinn Chinmoy lést árið 2007.Vin í eyðimörkinni sem á ekki a trufla neinn „Þetta á að verða vin í eyðimörkinni frá daglegu stressi. Fólk mun fá aðgang þarna inn en alls ekki þannig að það trufli nágrannana,“ sagði Marteinn Arnar Marteinsson hjá Sri Chinmoy-miðstöðinni í samtali við Fréttablaðið í maí. Einnig kom fram hjá Marteini að meðlimir Sri Chinmoy-miðstöðvarinnar ætluðu að planta trjám og útbúa tjarnir á lóðinni sem kaupa átti undir styttuna.Uppdráttur af Chimnoy-styttunni sýnir stærð hennar ágætlega. Talsmaður Sri Chinmoy-miðstöðvarinnar segir styttuna myndu stuðla að friði. Kjalnesingar eru á öðru máli.Garður væri í lagi en styttan er of stór Hverfisráð Kjalarness segist styðja gerð náttúrulegs garðs og plöntun trjáa í landi Esjubergs og hugmyndir um opið útivistarsvæði. „Hverfisráðið getur hins vegar ekki stutt það að svona stór minnisvarði/stytta af Sri Chinmoy sé reist á staðnum,“ segir hverfisráðið og vísar í fyrri bókun sína þar sem fram kemur að Esjubergs sé getið í fornbókmenntum og að þar sé talið að fyrsta kirkja á Íslandi hafi staðið.Eru sjálfir með hugmynd um útialtari „Í mörg ár hafa Kjalnesingar rætt um hvernig best sé að vekja athygli á sögu staðarins,“ segir hverfisráðið sem kveður sóknarnefnd Brautarholtskirkju og Sögufélagið Steina hafa staðið fyrir útimessum á Esjubergi undanfarin sumur. „Hugmyndir eru uppi meðal Kjalnesinga um að setja þar upp útialtari. Í þessu ljósi er bent á að nauðsynlegt er að taka til vandlegrar skoðunar hvaða mannvirki, byggingar eða listaverk munu setja svip á staðinn, sér í lagi ef þau koma til með að verða jafn áberandi í landslaginu og umrætt listaverk virðist munu vera,“ segir hverfisráðið og bætir við að Chinmoy-styttan yrði mjög áberandi í landslaginu undir Esju og skera sig úr.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira