Fræðihöfundar mótmæla hástöfum Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2014 16:00 Sigurður Svavarsson, stjórnarmaður félags íslenskra bókaútgefanda, og Jón Yngvi Jóhannsson. Mynd/Miðstöð íslenskra bókmennta Verulegur skjálfti er meðal þeirra sem standa að bókaútgáfu á Íslandi, ekki síst þeirra sem gefa út kennslugögn, vegna nýrra fjárlaga. Félag höfunda fræðirita og kennslugagna lýsir yfir þungum áhyggjum af áformum yfirvalda sem felast í að hækka virðisaukaskatt á bækur. Í fjárlögum er meðal annars ráð fyrir því gert að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12. Þetta hefur lagst mjög illa í útgefendur og var Egill Örn Jóhannsson, formaður félags Íslenskra bókaútgefanda afdráttarlaus í samtali við fréttastofu í vikunni, sagði ávísun á hrun. Útgefendur funda í dag en samkvæmt heimildum Vísis ganga þeir út frá því að þetta muni auka tekjur ríkissjóðs, að óbreyttu, um 150 milljónir, fé sem íslensk útgáfa telur sig ekki eiga. Þar sé af engu að taka og skattalagning sem þessi muni ríða mörgum útgefandanum hreinlega á slig. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna héldu stjórnarfund í gær vegna málsins. Formaður þar er Jón Yngvi Jóhannsson. „Við höfum náttúrlega verulegar áhyggjur af þessu,“ segir hann í samtali við Vísi.Kostnaður sem lendir beint á heimilunum Jón Yngvi áfram: „Stór hluti okkar félagsmanna skrifar fræðirit fyrir almennan markað, sem verða dýrari við þetta. Fræðirit eru oft dýr í framleiðslu og mega kannski ekki við því að hækka ennþá frekar. Svo er það kennslubókamarkaðinn. Allar kennslubækur og námsgögn fyrir framhaldsskóla og háskóla á Íslandi þurfa nemendur sjálfir að kaupa. Og við höfum stórar áhyggjur af því að verð á þessum bókum hækki og salan þá minnki. Þetta hefur verið mjög erfitt undanfarin ár. Framleiðsla á kennslubókum, sérstaklega fyrir framhaldsskóla, hefur minnkað mjög mikið. Þessi hluti bókamarkaðarins má ekkert við frekari erfiðleikum sem myndu skapast með frekari hækkun virðisaukaskattsins.“ Jón Yngvi segir þetta snerta alla sem eru í námi og fjölskyldur þeirra. „Þetta eykur kostnað við menntun sem lendir náttúrlega beint á heimilunum.“ Jón Yngvi segir að þessu verði ekki tekið þegjandi meðal þeirra sem starfa að útgáfumálum, en Hagþenkir er í samstarfi við aðra sem starfa á þeim markaði. Þar muni menn vinna gegn þessum hugmyndum sem mest þeir mega.Við hljótum að mótmæla „Einfaldast væri náttúrlega ef menn vilja einfalda virðisaukaskattkerfið, og þá á bókum, væri náttúrlega mjög einföld leið til þess og hún er að hafa hann núll prósent.“ Þið fordæmið þá þessar hugmyndir sem birtast í fjárlögum? „Fordæma er kannski sterkt að segja. En við höfum klárlega áhyggjur af þessu. Bókamarkaður, bæði sá sem snertir almenna markaðinn og einnig kennslubækur, er mjög viðkvæmur. Það er ekkert sjálfsagt mál að við séum hér með bókamarkað sem virkar í svona litlu málsamfélagi. Allt sem gerir það erfiðara, við hljótum að mótmæla því.“ Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Verulegur skjálfti er meðal þeirra sem standa að bókaútgáfu á Íslandi, ekki síst þeirra sem gefa út kennslugögn, vegna nýrra fjárlaga. Félag höfunda fræðirita og kennslugagna lýsir yfir þungum áhyggjum af áformum yfirvalda sem felast í að hækka virðisaukaskatt á bækur. Í fjárlögum er meðal annars ráð fyrir því gert að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12. Þetta hefur lagst mjög illa í útgefendur og var Egill Örn Jóhannsson, formaður félags Íslenskra bókaútgefanda afdráttarlaus í samtali við fréttastofu í vikunni, sagði ávísun á hrun. Útgefendur funda í dag en samkvæmt heimildum Vísis ganga þeir út frá því að þetta muni auka tekjur ríkissjóðs, að óbreyttu, um 150 milljónir, fé sem íslensk útgáfa telur sig ekki eiga. Þar sé af engu að taka og skattalagning sem þessi muni ríða mörgum útgefandanum hreinlega á slig. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna héldu stjórnarfund í gær vegna málsins. Formaður þar er Jón Yngvi Jóhannsson. „Við höfum náttúrlega verulegar áhyggjur af þessu,“ segir hann í samtali við Vísi.Kostnaður sem lendir beint á heimilunum Jón Yngvi áfram: „Stór hluti okkar félagsmanna skrifar fræðirit fyrir almennan markað, sem verða dýrari við þetta. Fræðirit eru oft dýr í framleiðslu og mega kannski ekki við því að hækka ennþá frekar. Svo er það kennslubókamarkaðinn. Allar kennslubækur og námsgögn fyrir framhaldsskóla og háskóla á Íslandi þurfa nemendur sjálfir að kaupa. Og við höfum stórar áhyggjur af því að verð á þessum bókum hækki og salan þá minnki. Þetta hefur verið mjög erfitt undanfarin ár. Framleiðsla á kennslubókum, sérstaklega fyrir framhaldsskóla, hefur minnkað mjög mikið. Þessi hluti bókamarkaðarins má ekkert við frekari erfiðleikum sem myndu skapast með frekari hækkun virðisaukaskattsins.“ Jón Yngvi segir þetta snerta alla sem eru í námi og fjölskyldur þeirra. „Þetta eykur kostnað við menntun sem lendir náttúrlega beint á heimilunum.“ Jón Yngvi segir að þessu verði ekki tekið þegjandi meðal þeirra sem starfa að útgáfumálum, en Hagþenkir er í samstarfi við aðra sem starfa á þeim markaði. Þar muni menn vinna gegn þessum hugmyndum sem mest þeir mega.Við hljótum að mótmæla „Einfaldast væri náttúrlega ef menn vilja einfalda virðisaukaskattkerfið, og þá á bókum, væri náttúrlega mjög einföld leið til þess og hún er að hafa hann núll prósent.“ Þið fordæmið þá þessar hugmyndir sem birtast í fjárlögum? „Fordæma er kannski sterkt að segja. En við höfum klárlega áhyggjur af þessu. Bókamarkaður, bæði sá sem snertir almenna markaðinn og einnig kennslubækur, er mjög viðkvæmur. Það er ekkert sjálfsagt mál að við séum hér með bókamarkað sem virkar í svona litlu málsamfélagi. Allt sem gerir það erfiðara, við hljótum að mótmæla því.“
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira