Fræðihöfundar mótmæla hástöfum Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2014 16:00 Sigurður Svavarsson, stjórnarmaður félags íslenskra bókaútgefanda, og Jón Yngvi Jóhannsson. Mynd/Miðstöð íslenskra bókmennta Verulegur skjálfti er meðal þeirra sem standa að bókaútgáfu á Íslandi, ekki síst þeirra sem gefa út kennslugögn, vegna nýrra fjárlaga. Félag höfunda fræðirita og kennslugagna lýsir yfir þungum áhyggjum af áformum yfirvalda sem felast í að hækka virðisaukaskatt á bækur. Í fjárlögum er meðal annars ráð fyrir því gert að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12. Þetta hefur lagst mjög illa í útgefendur og var Egill Örn Jóhannsson, formaður félags Íslenskra bókaútgefanda afdráttarlaus í samtali við fréttastofu í vikunni, sagði ávísun á hrun. Útgefendur funda í dag en samkvæmt heimildum Vísis ganga þeir út frá því að þetta muni auka tekjur ríkissjóðs, að óbreyttu, um 150 milljónir, fé sem íslensk útgáfa telur sig ekki eiga. Þar sé af engu að taka og skattalagning sem þessi muni ríða mörgum útgefandanum hreinlega á slig. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna héldu stjórnarfund í gær vegna málsins. Formaður þar er Jón Yngvi Jóhannsson. „Við höfum náttúrlega verulegar áhyggjur af þessu,“ segir hann í samtali við Vísi.Kostnaður sem lendir beint á heimilunum Jón Yngvi áfram: „Stór hluti okkar félagsmanna skrifar fræðirit fyrir almennan markað, sem verða dýrari við þetta. Fræðirit eru oft dýr í framleiðslu og mega kannski ekki við því að hækka ennþá frekar. Svo er það kennslubókamarkaðinn. Allar kennslubækur og námsgögn fyrir framhaldsskóla og háskóla á Íslandi þurfa nemendur sjálfir að kaupa. Og við höfum stórar áhyggjur af því að verð á þessum bókum hækki og salan þá minnki. Þetta hefur verið mjög erfitt undanfarin ár. Framleiðsla á kennslubókum, sérstaklega fyrir framhaldsskóla, hefur minnkað mjög mikið. Þessi hluti bókamarkaðarins má ekkert við frekari erfiðleikum sem myndu skapast með frekari hækkun virðisaukaskattsins.“ Jón Yngvi segir þetta snerta alla sem eru í námi og fjölskyldur þeirra. „Þetta eykur kostnað við menntun sem lendir náttúrlega beint á heimilunum.“ Jón Yngvi segir að þessu verði ekki tekið þegjandi meðal þeirra sem starfa að útgáfumálum, en Hagþenkir er í samstarfi við aðra sem starfa á þeim markaði. Þar muni menn vinna gegn þessum hugmyndum sem mest þeir mega.Við hljótum að mótmæla „Einfaldast væri náttúrlega ef menn vilja einfalda virðisaukaskattkerfið, og þá á bókum, væri náttúrlega mjög einföld leið til þess og hún er að hafa hann núll prósent.“ Þið fordæmið þá þessar hugmyndir sem birtast í fjárlögum? „Fordæma er kannski sterkt að segja. En við höfum klárlega áhyggjur af þessu. Bókamarkaður, bæði sá sem snertir almenna markaðinn og einnig kennslubækur, er mjög viðkvæmur. Það er ekkert sjálfsagt mál að við séum hér með bókamarkað sem virkar í svona litlu málsamfélagi. Allt sem gerir það erfiðara, við hljótum að mótmæla því.“ Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Verulegur skjálfti er meðal þeirra sem standa að bókaútgáfu á Íslandi, ekki síst þeirra sem gefa út kennslugögn, vegna nýrra fjárlaga. Félag höfunda fræðirita og kennslugagna lýsir yfir þungum áhyggjum af áformum yfirvalda sem felast í að hækka virðisaukaskatt á bækur. Í fjárlögum er meðal annars ráð fyrir því gert að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12. Þetta hefur lagst mjög illa í útgefendur og var Egill Örn Jóhannsson, formaður félags Íslenskra bókaútgefanda afdráttarlaus í samtali við fréttastofu í vikunni, sagði ávísun á hrun. Útgefendur funda í dag en samkvæmt heimildum Vísis ganga þeir út frá því að þetta muni auka tekjur ríkissjóðs, að óbreyttu, um 150 milljónir, fé sem íslensk útgáfa telur sig ekki eiga. Þar sé af engu að taka og skattalagning sem þessi muni ríða mörgum útgefandanum hreinlega á slig. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna héldu stjórnarfund í gær vegna málsins. Formaður þar er Jón Yngvi Jóhannsson. „Við höfum náttúrlega verulegar áhyggjur af þessu,“ segir hann í samtali við Vísi.Kostnaður sem lendir beint á heimilunum Jón Yngvi áfram: „Stór hluti okkar félagsmanna skrifar fræðirit fyrir almennan markað, sem verða dýrari við þetta. Fræðirit eru oft dýr í framleiðslu og mega kannski ekki við því að hækka ennþá frekar. Svo er það kennslubókamarkaðinn. Allar kennslubækur og námsgögn fyrir framhaldsskóla og háskóla á Íslandi þurfa nemendur sjálfir að kaupa. Og við höfum stórar áhyggjur af því að verð á þessum bókum hækki og salan þá minnki. Þetta hefur verið mjög erfitt undanfarin ár. Framleiðsla á kennslubókum, sérstaklega fyrir framhaldsskóla, hefur minnkað mjög mikið. Þessi hluti bókamarkaðarins má ekkert við frekari erfiðleikum sem myndu skapast með frekari hækkun virðisaukaskattsins.“ Jón Yngvi segir þetta snerta alla sem eru í námi og fjölskyldur þeirra. „Þetta eykur kostnað við menntun sem lendir náttúrlega beint á heimilunum.“ Jón Yngvi segir að þessu verði ekki tekið þegjandi meðal þeirra sem starfa að útgáfumálum, en Hagþenkir er í samstarfi við aðra sem starfa á þeim markaði. Þar muni menn vinna gegn þessum hugmyndum sem mest þeir mega.Við hljótum að mótmæla „Einfaldast væri náttúrlega ef menn vilja einfalda virðisaukaskattkerfið, og þá á bókum, væri náttúrlega mjög einföld leið til þess og hún er að hafa hann núll prósent.“ Þið fordæmið þá þessar hugmyndir sem birtast í fjárlögum? „Fordæma er kannski sterkt að segja. En við höfum klárlega áhyggjur af þessu. Bókamarkaður, bæði sá sem snertir almenna markaðinn og einnig kennslubækur, er mjög viðkvæmur. Það er ekkert sjálfsagt mál að við séum hér með bókamarkað sem virkar í svona litlu málsamfélagi. Allt sem gerir það erfiðara, við hljótum að mótmæla því.“
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira