Þriðjudagsklassík í klukkustund Marín Manda skrifar 1. apríl 2014 12:30 Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Domenico Codispoti og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Fréttablaðið/Valgarður Gíslason Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Domenico Codispoti píanisti spila á tónleikum í Tónlistarskóla Garðabæjar í kvöld. „Þetta er annað árið sem þessir tónleikar eru haldnir. Fyrstu tónleikarnir af þrennum fara fram í kvöld en svo verða þeir næstu tvo mánuðina, fyrsta þriðjudaginn í mánuðinum,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona og listrænn stjórnandi. „Þetta er hugmynd sem fæddist hjá mér því ég tengist bænum. Ég er bæði búsett þar og er með kvennakór svo ég tengist menningunni hér í Garðabæ og langaði að efla hana enn frekar. Þessir tónleikar eru eitthvað sem er gaman fyrir bæjarbúa sem og alla á höfuðborgarsvæðinu.“ Tónleikarnir sem bera nafnið Þriðjudagsklassík eru haldnir í tónleikasal bæjarins sem Ingibjörg segir vera ótrúlega skemmtilegan fyrir kammertónleika því salurinn hafi yndisfagran hljómburð. Menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að tónleikunum en fram koma þau Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari og konsertmeistari Sinfóníunnar, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Domenico Codispoti píanóleikari. „Listamennirnir sem eru í öndvegi á tónleikunum hafa allir einhvers konar tengingu við Garðabæ, en á fyrstu tónleikunum er frekar mikið dúndur. Sigrún Eðvaldsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir hafa fengið með sér ítalskan heimsklassa píanóleikara sem er margverðlaunaður píanisti úti um allan heim,“ segir Ingibjörg, um leið og hún hvetur alla til að mæta og njóta einnar klukkustundar og hlusta á fagra hljóma áður en gengið er út í vorkvöldið á ný. Tónleikarnir eru haldnir í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi 11, í Garðabæ kl. 20. Miðasala er við innganginn og aðgangseyrir er 1.500 krónur. Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Domenico Codispoti píanisti spila á tónleikum í Tónlistarskóla Garðabæjar í kvöld. „Þetta er annað árið sem þessir tónleikar eru haldnir. Fyrstu tónleikarnir af þrennum fara fram í kvöld en svo verða þeir næstu tvo mánuðina, fyrsta þriðjudaginn í mánuðinum,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona og listrænn stjórnandi. „Þetta er hugmynd sem fæddist hjá mér því ég tengist bænum. Ég er bæði búsett þar og er með kvennakór svo ég tengist menningunni hér í Garðabæ og langaði að efla hana enn frekar. Þessir tónleikar eru eitthvað sem er gaman fyrir bæjarbúa sem og alla á höfuðborgarsvæðinu.“ Tónleikarnir sem bera nafnið Þriðjudagsklassík eru haldnir í tónleikasal bæjarins sem Ingibjörg segir vera ótrúlega skemmtilegan fyrir kammertónleika því salurinn hafi yndisfagran hljómburð. Menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að tónleikunum en fram koma þau Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari og konsertmeistari Sinfóníunnar, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Domenico Codispoti píanóleikari. „Listamennirnir sem eru í öndvegi á tónleikunum hafa allir einhvers konar tengingu við Garðabæ, en á fyrstu tónleikunum er frekar mikið dúndur. Sigrún Eðvaldsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir hafa fengið með sér ítalskan heimsklassa píanóleikara sem er margverðlaunaður píanisti úti um allan heim,“ segir Ingibjörg, um leið og hún hvetur alla til að mæta og njóta einnar klukkustundar og hlusta á fagra hljóma áður en gengið er út í vorkvöldið á ný. Tónleikarnir eru haldnir í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi 11, í Garðabæ kl. 20. Miðasala er við innganginn og aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira