Svört skýrsla fyrir stærðfræðikennslu Snærós Sindradóttir skrifar 2. júlí 2014 07:00 Námsframvinda nemenda er ófullnægjandi. Þegar sex ár eru liðin frá upphafi náms hafa 40 prósent hópsins ekki klárað nám. Fréttablaðið/GVA Samkvæmt nýrri skýrslu er einungis fjórðungur stærðfræðikennara í framhaldsskólum landsins með háskólagráðu í stærðfræði. Til samanburðar eru nær allir íslenskukennarar með háskólagráðu í íslensku. Skýrslan, sem unnin er fyrir menntamálaráðuneytið, byggir á úttekt á starfi níu framhaldsskóla sem þóttu gefa góðan þverskurð af framhaldsskólum landsins. Í skólunum voru samtals 73 stærðfræðikennarar en einungis átján þeirra voru með háskólagráðu í stærðfræði. Ef Menntaskólinn í Reykjavík var undanskilinn voru þó einungis tólf prósent kennara með háskólapróf í stærðfræði. Það rímar við niðurstöður rannsóknar frá 1987 sem sýndi að fjórðungur stærðfræðikennara væri með háskólagráðu í stærðfræði. Það er því ljóst að meirihluti stærðfræðikennara stenst ekki þær kröfur sem settar voru í lögum um kennaramenntun árið 2008. Lögin og reglugerð kveða á um að framhaldsskólakennarar skuli hafa fimm ára meistarapróf og þar af grunnnámsgráðu í sinni aðalkennslugrein. Flestir starfandi stærðfræðikennarar á landinu voru ráðnir með leyfisbréfi á grundvelli eldri laga. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir stöðuna alvarlega en engu einu atriði sé um að kenna. „Þetta er ekki einfalt mál því þetta hefur með samkeppni um fólk með þennan bakgrunn að gera. Hvort að skorturinn sé vegna þess að fólk með slíka menntun á auðveldara með að fá önnur störf eða hvort það hafi ekki áhuga á kennslunni, það er erfitt að svara því nákvæmlega til.“ Hann segir að launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum við framhaldsskólakennara hjálpi vonandi til við að fjölga stærðfræðimenntuðum kennurum. Meira en helmingur nýnema í verkfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík lendir í vandræðum við upphaf náms vegna skorts á þekkingu í stærðfræði. Skýrslan dregur upp dökka mynd af árangri stærðfræðikennslu frá grunnskóla og til loka framhaldsskólans. Þar kemur fram að háskólakennurum þyki lítið til þekkingar nýnema á stærðfræði koma. Mikið vanti upp á skilning á algebru og almenn stærðfræðihugtök vefjist fyrir nemendum. Dæmi eru um að háskólakennarar hafi þurft að slaka á kröfum sem gerðar eru í námskeiðum þeirra. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum,“ segir Illugi. Hann segir laka stöðu nemenda í stærðfræði alvarlega fyrir háskólasamfélagið sem og atvinnulífið.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.Fréttablaðið/Gva„Það er augljóst að ef stærðfræðiundirbúningur er ekki nægilega góður þá eru það ekki bara þeir sem fara í verkfræði eða raungreinar sem verða fyrir því, heldur líka þeir sem fara í félagsgreinar þar sem gerð er krafa um stærðfræðikennslu.“ Svo virðist sem rót vandans megi rekja enn neðar í skólakerfið. Um þriðjungur þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla ræður ekki við kröfur grunnáfanga í stærðfræði. Grunnáfangar framhaldsskólans í stærðfræði þykja þó í einhverjum tilfellum léttari en það sem gengur og gerist í efstu bekkjum grunnskólans og mikið fer fyrir upprifjun frá fyrri árum. Í skýrslunni kemur fram að ekkert gæðaeftirlit sé með því námsefni sem boðið er upp á í stærðfræðikennslu skólanna. Námsefnið þykir sömuleiðis ófullnægjandi. Þá kemur fram að námsáfangar séu miðaðir við þá nemendur sem ætla sér að læra mikla stærðfræði. Þeir nemendur sem ekki hyggjast taka marga áfanga í stærðfræði standa hins vegar slyppir og snauðir, án hagnýtrar þekkingar á stærðfræði. Sérstaklega er gerð athugasemd við skort á tölfræðikennslu. „Allt eru þetta atriði sem benda til þess að þarna verðum við að gera betur og við tökum þessa skýrslu mjög alvarlega,“ segir Illugi. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu er einungis fjórðungur stærðfræðikennara í framhaldsskólum landsins með háskólagráðu í stærðfræði. Til samanburðar eru nær allir íslenskukennarar með háskólagráðu í íslensku. Skýrslan, sem unnin er fyrir menntamálaráðuneytið, byggir á úttekt á starfi níu framhaldsskóla sem þóttu gefa góðan þverskurð af framhaldsskólum landsins. Í skólunum voru samtals 73 stærðfræðikennarar en einungis átján þeirra voru með háskólagráðu í stærðfræði. Ef Menntaskólinn í Reykjavík var undanskilinn voru þó einungis tólf prósent kennara með háskólapróf í stærðfræði. Það rímar við niðurstöður rannsóknar frá 1987 sem sýndi að fjórðungur stærðfræðikennara væri með háskólagráðu í stærðfræði. Það er því ljóst að meirihluti stærðfræðikennara stenst ekki þær kröfur sem settar voru í lögum um kennaramenntun árið 2008. Lögin og reglugerð kveða á um að framhaldsskólakennarar skuli hafa fimm ára meistarapróf og þar af grunnnámsgráðu í sinni aðalkennslugrein. Flestir starfandi stærðfræðikennarar á landinu voru ráðnir með leyfisbréfi á grundvelli eldri laga. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir stöðuna alvarlega en engu einu atriði sé um að kenna. „Þetta er ekki einfalt mál því þetta hefur með samkeppni um fólk með þennan bakgrunn að gera. Hvort að skorturinn sé vegna þess að fólk með slíka menntun á auðveldara með að fá önnur störf eða hvort það hafi ekki áhuga á kennslunni, það er erfitt að svara því nákvæmlega til.“ Hann segir að launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum við framhaldsskólakennara hjálpi vonandi til við að fjölga stærðfræðimenntuðum kennurum. Meira en helmingur nýnema í verkfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík lendir í vandræðum við upphaf náms vegna skorts á þekkingu í stærðfræði. Skýrslan dregur upp dökka mynd af árangri stærðfræðikennslu frá grunnskóla og til loka framhaldsskólans. Þar kemur fram að háskólakennurum þyki lítið til þekkingar nýnema á stærðfræði koma. Mikið vanti upp á skilning á algebru og almenn stærðfræðihugtök vefjist fyrir nemendum. Dæmi eru um að háskólakennarar hafi þurft að slaka á kröfum sem gerðar eru í námskeiðum þeirra. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum,“ segir Illugi. Hann segir laka stöðu nemenda í stærðfræði alvarlega fyrir háskólasamfélagið sem og atvinnulífið.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.Fréttablaðið/Gva„Það er augljóst að ef stærðfræðiundirbúningur er ekki nægilega góður þá eru það ekki bara þeir sem fara í verkfræði eða raungreinar sem verða fyrir því, heldur líka þeir sem fara í félagsgreinar þar sem gerð er krafa um stærðfræðikennslu.“ Svo virðist sem rót vandans megi rekja enn neðar í skólakerfið. Um þriðjungur þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla ræður ekki við kröfur grunnáfanga í stærðfræði. Grunnáfangar framhaldsskólans í stærðfræði þykja þó í einhverjum tilfellum léttari en það sem gengur og gerist í efstu bekkjum grunnskólans og mikið fer fyrir upprifjun frá fyrri árum. Í skýrslunni kemur fram að ekkert gæðaeftirlit sé með því námsefni sem boðið er upp á í stærðfræðikennslu skólanna. Námsefnið þykir sömuleiðis ófullnægjandi. Þá kemur fram að námsáfangar séu miðaðir við þá nemendur sem ætla sér að læra mikla stærðfræði. Þeir nemendur sem ekki hyggjast taka marga áfanga í stærðfræði standa hins vegar slyppir og snauðir, án hagnýtrar þekkingar á stærðfræði. Sérstaklega er gerð athugasemd við skort á tölfræðikennslu. „Allt eru þetta atriði sem benda til þess að þarna verðum við að gera betur og við tökum þessa skýrslu mjög alvarlega,“ segir Illugi.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira