Lífeyrissjóðir telja ekki rétt að stefna matsfyrirtækjunum Brjánn Jónasson skrifar 2. júlí 2014 09:00 Lífeyrissjóður verslunarmanna er einn stærsti lífeyrissjóður landsins. Forsvarsmenn hans hafa skoðað möguleikann á málaferlum á hendur matsfyrirtækjum. Fréttablaðið/Anton Hópur sérfræðinga sem Landssamtök lífeyrissjóða fengu til að skoða möguleika á málsókn á hendur erlendum matsfyrirtækjum fyrir að ofmeta stöðu fyrirtækja sem fjárfest var í fyrir hrun telur að slík málsókn sé ekki líkleg til árangurs. Sérfræðingar samtakanna fengu meðal annars álit tveggja íslenskra lögmanna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum vegna fréttar Fréttablaðsins í gær.Þórey S. ÞórðardóttirÞar var vitnað í grein Sigurðar Arnar Ágústssonar, framkvæmdastjóra og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur reynt að koma á samstarfi með lífeyrissjóðunum og bandarískri málflutningsstofu um að kanna grundvöll málshöfðunar. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að forsvarsmenn hvers lífeyrissjóðs verði að taka ákvörðun um hvort farið verði í mál eða ekki. Hún hafnaði ósk Fréttablaðsins um afrit af minnisblaðinu. Hún bendir á að þar séu reifuð rök með og á móti málshöfðun sem ekki sé gott að gera opinber til að veikja ekki málstað lífeyrissjóðanna komi á annað borð til málaferla.Ásta Rut JónasdóttirErfitt að sanna sök „Þetta var rætt á stjórnarfundi og stjórnin var sammála um að þetta svaraði ekki kostnaði,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. „Það væri mjög erfitt að færa sönnur á að matsfyrirtækin hafi metið þessi fyrirtæki rangt.“ Kostnaðurinn við að kanna grundvöll fyrir málaferlum stóð í stjórninni. Sigurður sagði kostnaðinn nema um 23 milljónum króna en Ásta segist hafa heyrt nokkru hærri upphæð. Það var þóknunin sem bandarísk málflutningsstofa vildi fá fyrir að kanna málið, en Sigurður hefur haft milligöngu fyrir stofuna. „Við litum þannig á að þeir væru að fiska,“ segir Ásta um boð málflutningsstofunnar um að kanna grundvöll fyrir málaferlum. Hún segir dómskerfið í Bandaríkjunum flókið og erfitt að meta hvernig mál komi til með að ganga. „Okkar mat var að þetta væri allt of langsótt og myndi kosta allt of mikið með mjög litlum líkindum á að málið myndi vinnast.“ Lífeyrissjóðurinn leitaði ekki til sérfræðinga í bandarískum lögum, né kynnti sér niðurstöður dómstóla í Bandaríkjunum í málum annarra fyrirtækja sem Sigurður sagði í grein sinni að hefðu ýmist unnið mál gegn matsfyrirtækjunum eða samið við þau um bætur áður en til réttarhalda kom.Haukur HafsteinssonLSR aðhefst ekki frekar Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) barst hvorki erindi frá bandarísku málflutningsstofunni né tengilið hennar hér á landi, og því hefur sjóðurinn ekki tekið formlega afstöðu til möguleika á málshöfðun, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. Hann segir að þrátt fyrir það hafi lögfræðingur sjóðsins tekið þátt í vinnu hóps á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem lagt hafi verið mat á þessa hugmynd. „Niðurstaða þessa hóps var að þetta væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Haukur. Hann segir að stjórn sjóðsins hafi fengið kynningu á þessari niðurstöðu landssamtakanna, en ekki verði aðhafst frekar í málinu miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Hópur sérfræðinga sem Landssamtök lífeyrissjóða fengu til að skoða möguleika á málsókn á hendur erlendum matsfyrirtækjum fyrir að ofmeta stöðu fyrirtækja sem fjárfest var í fyrir hrun telur að slík málsókn sé ekki líkleg til árangurs. Sérfræðingar samtakanna fengu meðal annars álit tveggja íslenskra lögmanna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum vegna fréttar Fréttablaðsins í gær.Þórey S. ÞórðardóttirÞar var vitnað í grein Sigurðar Arnar Ágústssonar, framkvæmdastjóra og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur reynt að koma á samstarfi með lífeyrissjóðunum og bandarískri málflutningsstofu um að kanna grundvöll málshöfðunar. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að forsvarsmenn hvers lífeyrissjóðs verði að taka ákvörðun um hvort farið verði í mál eða ekki. Hún hafnaði ósk Fréttablaðsins um afrit af minnisblaðinu. Hún bendir á að þar séu reifuð rök með og á móti málshöfðun sem ekki sé gott að gera opinber til að veikja ekki málstað lífeyrissjóðanna komi á annað borð til málaferla.Ásta Rut JónasdóttirErfitt að sanna sök „Þetta var rætt á stjórnarfundi og stjórnin var sammála um að þetta svaraði ekki kostnaði,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. „Það væri mjög erfitt að færa sönnur á að matsfyrirtækin hafi metið þessi fyrirtæki rangt.“ Kostnaðurinn við að kanna grundvöll fyrir málaferlum stóð í stjórninni. Sigurður sagði kostnaðinn nema um 23 milljónum króna en Ásta segist hafa heyrt nokkru hærri upphæð. Það var þóknunin sem bandarísk málflutningsstofa vildi fá fyrir að kanna málið, en Sigurður hefur haft milligöngu fyrir stofuna. „Við litum þannig á að þeir væru að fiska,“ segir Ásta um boð málflutningsstofunnar um að kanna grundvöll fyrir málaferlum. Hún segir dómskerfið í Bandaríkjunum flókið og erfitt að meta hvernig mál komi til með að ganga. „Okkar mat var að þetta væri allt of langsótt og myndi kosta allt of mikið með mjög litlum líkindum á að málið myndi vinnast.“ Lífeyrissjóðurinn leitaði ekki til sérfræðinga í bandarískum lögum, né kynnti sér niðurstöður dómstóla í Bandaríkjunum í málum annarra fyrirtækja sem Sigurður sagði í grein sinni að hefðu ýmist unnið mál gegn matsfyrirtækjunum eða samið við þau um bætur áður en til réttarhalda kom.Haukur HafsteinssonLSR aðhefst ekki frekar Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) barst hvorki erindi frá bandarísku málflutningsstofunni né tengilið hennar hér á landi, og því hefur sjóðurinn ekki tekið formlega afstöðu til möguleika á málshöfðun, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. Hann segir að þrátt fyrir það hafi lögfræðingur sjóðsins tekið þátt í vinnu hóps á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem lagt hafi verið mat á þessa hugmynd. „Niðurstaða þessa hóps var að þetta væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Haukur. Hann segir að stjórn sjóðsins hafi fengið kynningu á þessari niðurstöðu landssamtakanna, en ekki verði aðhafst frekar í málinu miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira