Skjót viðbrögð björguðu lífi tengdaföður í útilegu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Hafsteinn Sigurðarson og dóttir hans Natalía Rós. Snör viðbrögð Hafsteins Sigurðarsonar eru talin hafa skilið milli lífs og dauða þegar tengdafaðir hans hneig til jarðar í útilegu með fjölskyldu sinni í Reykholti á sunndag. „Það voru allir í góðu stuði. Tengdó var nýbúinn að búa til túnfisksalat, við sátum á tjaldstólum að hafa það huggulegt og ætluðum að fara að borða þegar hann féll allt í einu niður í krampakasti og hætti að anda,“ segir Hafsteinn í samtali við Vísi. Maðurinn er fæddur árið 1967, „hraustur og flottur kall,“ eins og Hafsteinn kemst að orði og hefur að hans sögn ekki áður lent í andnauð sem þessari. Hann segir að mikil skelfing hafi gripið fjölskylduna en að einhverra hluta vegna hafi hann náð að halda ró sinni. Hann hafi strax stokkið til og byrjað að hnoða. Mágkona hans kom þá skömmu síðar til aðstoðar og hélt öndunarvegi mannsins opnum og talið er þessi skjótu viðbrögð Hafsteins hafi ráðið því að hann komst aftur til meðvitundar. „Þetta er tengdapabbi minn og góður vinur og maður getur ekki horft upp á hann hætta að anda,“ segir Hafsteinn. „Það eru svo miklar tilfinningar í spilinu þegar einhver nákominn manni lendir í háska að maður grípur nánast ósjálfrátt til sinna ráða,“ bætir Hafsteinn við. Hann þakkar fyrir að hafa kunnað eitthvað fyrir sér í skyndihjálp til að geta komið í veg fyrir að allt færi á versta veg. Dóttir Hafsteins, Natalía Rós, var með í útilegunni og segir hann mikla mildi að hún hafi ekki verið viðstödd þegar afi hennar féll niður, enda óhugnanleg sjón fyrir unga stúlku. „Hún var búin að vera úti með okkur allan daginn en var nýfarin inn í hjólhýsið að horfa á teiknimyndir,“ bætir Hafsteinn við léttur í bragði. Maðurinn var fluttur með snatri á spítala þar sem hann gekkst meðal annars undir ómskoðun og er nú beðið eftir niðurstöðum rannsóknarinnar. Jafnvel er talið að lyf, sem Hafsteinn segir að tengdafaðir hans sé nýbyrjaður að taka, hafi framkallað ofnæmisviðbrögð með fyrrgreindum afleiðingum. Hann sé þó allur að ná sér eftir atburði helgarinnar og heilsist vel. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Snör viðbrögð Hafsteins Sigurðarsonar eru talin hafa skilið milli lífs og dauða þegar tengdafaðir hans hneig til jarðar í útilegu með fjölskyldu sinni í Reykholti á sunndag. „Það voru allir í góðu stuði. Tengdó var nýbúinn að búa til túnfisksalat, við sátum á tjaldstólum að hafa það huggulegt og ætluðum að fara að borða þegar hann féll allt í einu niður í krampakasti og hætti að anda,“ segir Hafsteinn í samtali við Vísi. Maðurinn er fæddur árið 1967, „hraustur og flottur kall,“ eins og Hafsteinn kemst að orði og hefur að hans sögn ekki áður lent í andnauð sem þessari. Hann segir að mikil skelfing hafi gripið fjölskylduna en að einhverra hluta vegna hafi hann náð að halda ró sinni. Hann hafi strax stokkið til og byrjað að hnoða. Mágkona hans kom þá skömmu síðar til aðstoðar og hélt öndunarvegi mannsins opnum og talið er þessi skjótu viðbrögð Hafsteins hafi ráðið því að hann komst aftur til meðvitundar. „Þetta er tengdapabbi minn og góður vinur og maður getur ekki horft upp á hann hætta að anda,“ segir Hafsteinn. „Það eru svo miklar tilfinningar í spilinu þegar einhver nákominn manni lendir í háska að maður grípur nánast ósjálfrátt til sinna ráða,“ bætir Hafsteinn við. Hann þakkar fyrir að hafa kunnað eitthvað fyrir sér í skyndihjálp til að geta komið í veg fyrir að allt færi á versta veg. Dóttir Hafsteins, Natalía Rós, var með í útilegunni og segir hann mikla mildi að hún hafi ekki verið viðstödd þegar afi hennar féll niður, enda óhugnanleg sjón fyrir unga stúlku. „Hún var búin að vera úti með okkur allan daginn en var nýfarin inn í hjólhýsið að horfa á teiknimyndir,“ bætir Hafsteinn við léttur í bragði. Maðurinn var fluttur með snatri á spítala þar sem hann gekkst meðal annars undir ómskoðun og er nú beðið eftir niðurstöðum rannsóknarinnar. Jafnvel er talið að lyf, sem Hafsteinn segir að tengdafaðir hans sé nýbyrjaður að taka, hafi framkallað ofnæmisviðbrögð með fyrrgreindum afleiðingum. Hann sé þó allur að ná sér eftir atburði helgarinnar og heilsist vel.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira