Bandríkin tapaði þá fyrir Belgíu, 2-1, eftir framlengingu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var markalaus en á þriðju mínútu uppbótartímans fékk varamaðurinn Chris Wondolowski tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigur.
Donovan ætlaði ekki að trúa eigin augum þegar Wondolowski skaut yfir af stuttu færi en þá var reyndar búið að flagga hann rangstæðan. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að það hefði verið rangur dómur.
Ákvörðun Jürgen Klinsmann landsliðsþjálfara að skilja Donovan eftir heima kom mörgum á óvart en hann á að baki 156 landsleiki og hefur skorað í þeim 57 mörk. Donovan er 32 ára gamall og á mála hjá LA Galaxy í heimalandinu.