Skip án aflareynslu hafa veitt 142 þúsund tonn Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2014 20:00 Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til álits Umboðsmanns Alþingis, sem telur úthlutun leyfa til makrílveiða ólöglega til annarra en höfðu veiðireynslu árið 2010. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir útgerðirnar mega þakka fyrir stefnumörkun hans á sínum tíma sem hafi bjargað verðmætum. Frá því úthlutun á aflaheimildum í makríl hófst samkvæmt reglugerð Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðgherra árið 2010 hafa skip sem ekki höfðu veiðireynslu fyrir þann tíma veitt eða fengið heimildir fyrir veiðum á rúmum 142 þúsund tonnum af makríl. Það samsvarar heildarveiðum á einu góðu ári. Þannig veiddu skip án veiðireynslu um 14 prósent aflans árið 2010, rúm 30 prósent árið 2012, um 32,5 prósent í fyrra og samkvæmt úthlutun yfirstandandi fiskveiðiárs fá skip án veiðireynslu hátt í 26 prósent aflans. Það liggja gífurleg verðmæti í þessum samtals um 142 þúsund tonnum og það er um ráðstöfun þeirra sem ágreiningur Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins í Vestmannaeyjum við stjórnvöld snýst.En hvers vegna var ekki farið eftir veiðireynslu þegar fyrirkomulag veiðanna var ákveðið árið 2010? „Þetta var algerlega nýr fiskistofn sem var að koma inn í íslenska lögsögu í gríðarlega miklu mæli. Gekk inn á landgrunnið og allt í kring um landið. Þá skipti miklu máli að við beittum flotanum öllum til að veiða þennan makríl,“ segir Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Og nýta hann til manneldis og sköpunar starfa í landi. Þá hafi skipt máli að dreifa veiðunum á allan flotann. „Enda hefur reynslan líka sýnt að þetta var alveg hárrétt ákvörðun þjóðhagslega séð og við sjáum að makríllinn skaffaði gríðarlega vinnu vítt og breitt um landið,“ segir Jón. Hann telji útgerðirnar ekki eiga nokkur rétt til skaðabóta frá ríkinu. „Og ég held að þessar útgerðir megi bara þakka fyrir þá veiðistjórnun sem var tekin upp á makrílnum af mér. Bæði fyrir útgerðirnar allar í landinu, fyrir verðmætasköpun og vinnslu þessa fisks og ekki síst líka samningsstöðu okkar erlendis um þennan stofn,“ segir Jón. En frá því Jón setti reglugerðina árið 2010 hafa orðið alger umskipti á því hlutfalli makrílaflans sem fer til manneldis annars vegar og í bræðslu hins vegar og hefur manneldishlutinn farið upp í 80 til 90 prósent. Sigurður Ingi Jóhannsson núverandi sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til álits Umboðsmanns Alþingis. „Hvaða niðurstaða þar kemur fram og varðandi lögmætið á sínum tíma. Það sem skortir hins vegar í álitið eru einhverjar ábendingar um það hvernig á að líta til þeirra sem hafa á þessu tímabili, frá 2011 til 2014, hvaða væntingar mega teljast lögmætar eða eðlilegar frá þeirra hálfu,“ segir Sigurður Ingi. Hann geti ekki tjáð sig um mögulega skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart útgerðunum. Málið verði rætt við ríkislögmann og svo velti það á útgerðarfyrirtækjunum að sækja hugsanlegan rétt þeirra. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til álits Umboðsmanns Alþingis, sem telur úthlutun leyfa til makrílveiða ólöglega til annarra en höfðu veiðireynslu árið 2010. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir útgerðirnar mega þakka fyrir stefnumörkun hans á sínum tíma sem hafi bjargað verðmætum. Frá því úthlutun á aflaheimildum í makríl hófst samkvæmt reglugerð Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðgherra árið 2010 hafa skip sem ekki höfðu veiðireynslu fyrir þann tíma veitt eða fengið heimildir fyrir veiðum á rúmum 142 þúsund tonnum af makríl. Það samsvarar heildarveiðum á einu góðu ári. Þannig veiddu skip án veiðireynslu um 14 prósent aflans árið 2010, rúm 30 prósent árið 2012, um 32,5 prósent í fyrra og samkvæmt úthlutun yfirstandandi fiskveiðiárs fá skip án veiðireynslu hátt í 26 prósent aflans. Það liggja gífurleg verðmæti í þessum samtals um 142 þúsund tonnum og það er um ráðstöfun þeirra sem ágreiningur Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins í Vestmannaeyjum við stjórnvöld snýst.En hvers vegna var ekki farið eftir veiðireynslu þegar fyrirkomulag veiðanna var ákveðið árið 2010? „Þetta var algerlega nýr fiskistofn sem var að koma inn í íslenska lögsögu í gríðarlega miklu mæli. Gekk inn á landgrunnið og allt í kring um landið. Þá skipti miklu máli að við beittum flotanum öllum til að veiða þennan makríl,“ segir Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Og nýta hann til manneldis og sköpunar starfa í landi. Þá hafi skipt máli að dreifa veiðunum á allan flotann. „Enda hefur reynslan líka sýnt að þetta var alveg hárrétt ákvörðun þjóðhagslega séð og við sjáum að makríllinn skaffaði gríðarlega vinnu vítt og breitt um landið,“ segir Jón. Hann telji útgerðirnar ekki eiga nokkur rétt til skaðabóta frá ríkinu. „Og ég held að þessar útgerðir megi bara þakka fyrir þá veiðistjórnun sem var tekin upp á makrílnum af mér. Bæði fyrir útgerðirnar allar í landinu, fyrir verðmætasköpun og vinnslu þessa fisks og ekki síst líka samningsstöðu okkar erlendis um þennan stofn,“ segir Jón. En frá því Jón setti reglugerðina árið 2010 hafa orðið alger umskipti á því hlutfalli makrílaflans sem fer til manneldis annars vegar og í bræðslu hins vegar og hefur manneldishlutinn farið upp í 80 til 90 prósent. Sigurður Ingi Jóhannsson núverandi sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til álits Umboðsmanns Alþingis. „Hvaða niðurstaða þar kemur fram og varðandi lögmætið á sínum tíma. Það sem skortir hins vegar í álitið eru einhverjar ábendingar um það hvernig á að líta til þeirra sem hafa á þessu tímabili, frá 2011 til 2014, hvaða væntingar mega teljast lögmætar eða eðlilegar frá þeirra hálfu,“ segir Sigurður Ingi. Hann geti ekki tjáð sig um mögulega skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart útgerðunum. Málið verði rætt við ríkislögmann og svo velti það á útgerðarfyrirtækjunum að sækja hugsanlegan rétt þeirra.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira