Kæra gegn Landspítalanum í 25 liðum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2014 00:01 Páll Hersteinsson var greindur með alvarlegan sjúkdóm sem Ástríður, kona hans, segir hann aldrei hafa fengið rétta meðferð við vísir/GVA/Stefán Ástríður Pálsdóttir hefur kært Landspítalanum fyrir vanrækslu og mistök við meðferð eiginmanns hennar, Páls Hersteinssonar, haustið 2011. Kæran er í 25 liðum og fer lögreglan með rannsókn málsins. Páll lést fimm klukkustundum eftir útskrift af spítalanum eftir vikudvöl þar en Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur. Hvorki Ástríður né Páll fengu að vita sjúkdómsgreininguna og héldu að Páll fengi meðferð við almennum blóðtöppum á meðan hann lá inni á spítalanum. „Hann fékk kviðverki, fór á spítala og rúmri viku síðar fór hann þaðan út í kistu,“ segir Ástríður í viðtali um baráttuna við kerfið síðustu tvö ár. „Að mínu mati leikur enginn vafi á að Páll þurfti að líða fyrir endurtekin mistök og vanrækslu starfsfólks Landspítalans. Hann fékk kolranga meðferð við sjúkdómi sínum."Ástríður Pálsdóttir, ekkja Páls, hefur síðastliðin tvö ár rannsakað sjúkraskýrslur Páls og í kjölfarið lagt fram kæru til lögreglu. Vísir/StefánKæra vegna mistaka og vanrækslu á Landspítalanum1. Misheppnuð sjúkdómsgreining þrátt fyrir tölvusneiðmyndatökur við innlögn. Endurskoðun á tölvusneiðmyndunum eftir andlát sýnir blóðtappa sem aldrei voru greindir.2. Skurður í vef í skurðaðgerð sem eykur stórlega líkur og hættu á nýrri blóðtappamyndun.3. Of stutt sýklalyfjameðferð miðað við sjúkdómsgreiningu. 4. Alltof lítill skammtur af blóðþynningarlyfi miðað við sjúkdómsgreiningu.5. Svar við beiðni um ráðgjöf berst ekki fyrr en á útskriftardegi. Sérfræðingar í blóðþynningu sjá aldrei sjúklinginn. 6. Magasonda fjarlægð og fæða gefin þrátt fyrir að rétt meðferð krefjist hvíldar meltingarvegar. 7. Vaninn af súrefni þrátt fyrir ófullnægjandi súrefnismettun sjúklings. 8.Sendur í göngutúra þrátt fyrir að meðferð krefjist algjörrar hvíldar. 9. Einungis eitt storkupróf gert þrátt fyrir að sjúklingur sé greindur með lífshættulegan storkusjúkdóm. Prófið sýnir alvarleg frávik sem ekki er brugðist við með réttri lyfjagjöf. 10. Sýkingarsvörun í blóðprófum en samt ákveðið að hætta sýklagjöf. 11. Aðeins ein ræktun gerð á blóði fyrsta daginn. Engin eftirfylgni. 12. Engin blóðpróf tekin síðustu þrjá daga fyrir útskrift. 13. Ekki rannsakað fyrir útskrift hvort blóðtappar finnist. 14. Blóðþrýstingur ekki mældur síðustu dagana þrátt fyrir að sjúklingur hafi sögu um háþrýsting við og með staðfestan æðasjúkdóm. 15. Útskrifaður fimm og hálfum degi eftir uppskurð. Samkvæmt vísindagreinum er sjúkrahúsdvöl sjúklings að meðaltali 51,6 dagar hjá þeim sem fer í skurðaðgerð vegna dreps. 16. Sjúklingi ekki tilkynnt um að hann sé með lífshættulegan sjúkdóm með hárri dánartíðni. 17. Sendur heim með versnandi einkenni. 18. Rannsókn á blóði eftir hjartastopp bendir til hjartastopps vegna blóðsýkingar. 19. Hjartaþræðing sýnir engin merki um kransaæðastíflu. 20. Nýir og nýlegir blóðtappar finnast við myndgreiningu eftir hjartastoppið. Sjúklingur var sendur heim með bláæðar meltingarvegar fullar af töppum. 21. Dánarvottorð ranglega útfyllt. 22. Sjúklingur fékk ekki réttarfræðilega krufningu eins og hann átti lagalegan rétt á vegna óvænts andláts. Landspítali gerði krufningu á eigin forsendum án þess að fá leyfi aðstandenda. 23. Ekkju sjúklings aldrei tilkynnt um rétt sinn til að kæra meðferðina til lögregluembættisins. 24. Starfsfólk Landspítala tilkynnir ekki andlátið sem óvænt atvik til Landlæknisembættisins. 25. Það tók sex mánuði að fá leyfi fyrir aðgengi að sjúkraskrám. Auk fjögurra mánuða að fá gögnin afhend og ekki víst að öll gögn séu komin. Eitt skipti hafði verið átt við gögnin og nöfn lækna fjarlægð úr skjali. Tengdar fréttir Berst gegn þöggun um dauða eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir þurfti að berjast hart fyrir því að fá afhentar sjúkraskýrslur eiginmanns síns eftir andlát hans. Hún fékk síðan áfall þegar hún las í gegnum skýrslurnar og uppgötvaði að hann hafði aldrei fenga rétta meðferð við sjúkdóminum sem dró hann til dauða. 15. mars 2014 08:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ástríður Pálsdóttir hefur kært Landspítalanum fyrir vanrækslu og mistök við meðferð eiginmanns hennar, Páls Hersteinssonar, haustið 2011. Kæran er í 25 liðum og fer lögreglan með rannsókn málsins. Páll lést fimm klukkustundum eftir útskrift af spítalanum eftir vikudvöl þar en Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur. Hvorki Ástríður né Páll fengu að vita sjúkdómsgreininguna og héldu að Páll fengi meðferð við almennum blóðtöppum á meðan hann lá inni á spítalanum. „Hann fékk kviðverki, fór á spítala og rúmri viku síðar fór hann þaðan út í kistu,“ segir Ástríður í viðtali um baráttuna við kerfið síðustu tvö ár. „Að mínu mati leikur enginn vafi á að Páll þurfti að líða fyrir endurtekin mistök og vanrækslu starfsfólks Landspítalans. Hann fékk kolranga meðferð við sjúkdómi sínum."Ástríður Pálsdóttir, ekkja Páls, hefur síðastliðin tvö ár rannsakað sjúkraskýrslur Páls og í kjölfarið lagt fram kæru til lögreglu. Vísir/StefánKæra vegna mistaka og vanrækslu á Landspítalanum1. Misheppnuð sjúkdómsgreining þrátt fyrir tölvusneiðmyndatökur við innlögn. Endurskoðun á tölvusneiðmyndunum eftir andlát sýnir blóðtappa sem aldrei voru greindir.2. Skurður í vef í skurðaðgerð sem eykur stórlega líkur og hættu á nýrri blóðtappamyndun.3. Of stutt sýklalyfjameðferð miðað við sjúkdómsgreiningu. 4. Alltof lítill skammtur af blóðþynningarlyfi miðað við sjúkdómsgreiningu.5. Svar við beiðni um ráðgjöf berst ekki fyrr en á útskriftardegi. Sérfræðingar í blóðþynningu sjá aldrei sjúklinginn. 6. Magasonda fjarlægð og fæða gefin þrátt fyrir að rétt meðferð krefjist hvíldar meltingarvegar. 7. Vaninn af súrefni þrátt fyrir ófullnægjandi súrefnismettun sjúklings. 8.Sendur í göngutúra þrátt fyrir að meðferð krefjist algjörrar hvíldar. 9. Einungis eitt storkupróf gert þrátt fyrir að sjúklingur sé greindur með lífshættulegan storkusjúkdóm. Prófið sýnir alvarleg frávik sem ekki er brugðist við með réttri lyfjagjöf. 10. Sýkingarsvörun í blóðprófum en samt ákveðið að hætta sýklagjöf. 11. Aðeins ein ræktun gerð á blóði fyrsta daginn. Engin eftirfylgni. 12. Engin blóðpróf tekin síðustu þrjá daga fyrir útskrift. 13. Ekki rannsakað fyrir útskrift hvort blóðtappar finnist. 14. Blóðþrýstingur ekki mældur síðustu dagana þrátt fyrir að sjúklingur hafi sögu um háþrýsting við og með staðfestan æðasjúkdóm. 15. Útskrifaður fimm og hálfum degi eftir uppskurð. Samkvæmt vísindagreinum er sjúkrahúsdvöl sjúklings að meðaltali 51,6 dagar hjá þeim sem fer í skurðaðgerð vegna dreps. 16. Sjúklingi ekki tilkynnt um að hann sé með lífshættulegan sjúkdóm með hárri dánartíðni. 17. Sendur heim með versnandi einkenni. 18. Rannsókn á blóði eftir hjartastopp bendir til hjartastopps vegna blóðsýkingar. 19. Hjartaþræðing sýnir engin merki um kransaæðastíflu. 20. Nýir og nýlegir blóðtappar finnast við myndgreiningu eftir hjartastoppið. Sjúklingur var sendur heim með bláæðar meltingarvegar fullar af töppum. 21. Dánarvottorð ranglega útfyllt. 22. Sjúklingur fékk ekki réttarfræðilega krufningu eins og hann átti lagalegan rétt á vegna óvænts andláts. Landspítali gerði krufningu á eigin forsendum án þess að fá leyfi aðstandenda. 23. Ekkju sjúklings aldrei tilkynnt um rétt sinn til að kæra meðferðina til lögregluembættisins. 24. Starfsfólk Landspítala tilkynnir ekki andlátið sem óvænt atvik til Landlæknisembættisins. 25. Það tók sex mánuði að fá leyfi fyrir aðgengi að sjúkraskrám. Auk fjögurra mánuða að fá gögnin afhend og ekki víst að öll gögn séu komin. Eitt skipti hafði verið átt við gögnin og nöfn lækna fjarlægð úr skjali.
Tengdar fréttir Berst gegn þöggun um dauða eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir þurfti að berjast hart fyrir því að fá afhentar sjúkraskýrslur eiginmanns síns eftir andlát hans. Hún fékk síðan áfall þegar hún las í gegnum skýrslurnar og uppgötvaði að hann hafði aldrei fenga rétta meðferð við sjúkdóminum sem dró hann til dauða. 15. mars 2014 08:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Berst gegn þöggun um dauða eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir þurfti að berjast hart fyrir því að fá afhentar sjúkraskýrslur eiginmanns síns eftir andlát hans. Hún fékk síðan áfall þegar hún las í gegnum skýrslurnar og uppgötvaði að hann hafði aldrei fenga rétta meðferð við sjúkdóminum sem dró hann til dauða. 15. mars 2014 08:00