Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. mars 2014 17:45 Seljavallalaug er sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna. Mynd/Pétur Andrésson „Í gegnum tíðina hefur lauginni verið haldið við af sjálfboðaliðum en ljóst er að nú þarf að leggja í talsverðan kostnað við mannvirkin til að þau líti sem best út og til að tryggja endingu þeirra,“ segir í tillögu um viðhald á Seljavallalaug sem samþykkt var í byggðaráði Rangárþings eystra. „Laugin og húsið eru ekkert í slæmu ástandi,“ segir hins vegar Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings sem á og annast Seljavallalaug. „En auðvitað þarf að halda öllu við en það er ekkert aðkallandi eins og þetta sé að skemmast eða hrynja.“ Seljavallalaug var friðlýst árið 2006. Árið 2012 veitti húsafriðunarsjóður tvö hundruð þúsund króna styrk til endurbóta á lauginni en styrkurinn var ekki nýttur og féll niður í janúar í fyrra. Í nýlegu bréfi til formanns Ungmennafélagsins segir Minjastofnun Íslands brýnt að tryggja „varðveislu þessa einstæða mannvirkis“, eins og segir í bréfinu. „Er starfsmenn Minjastofnunar komu að lauginni síðastliðið sumar var ástand hennar bágborið og augljós þörf á viðhaldi, þá ekki síst í búningsklefahúsi.“ Byggðaráðið tekur undir áhyggjur Minjastofnunar af Seljavallalaug sem hafi mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. „Eftirsóknarvert er að viðhalda þessu einstæða mannvirki og ljóst þykir að stjórnvöld hafa sýnt varðveislu menningarminja aukinn áhuga síðastliðið ár, sem er vel. Er tilgangur tillögunnar að farið verði markvisst í að kanna hvort og þá hvernig sveitarfélagið og opinberir aðilar geti lagt þessu þarfa verkefni lið,“ segir byggðaráðið.Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings.Fréttablaðið/ValliFundur án niðurstöðu Fundað var með forsvarsmönnum laugarinnar fyrir um tveimur vikum. Ármann segir enga sérstaka niðurstöðu hafa verið af þeim fundi. „Sveitarstjórnin er tilbúin að aðstoða Eyfelling með það sem við viljum en þeir eru náttúrlega ekkert að grípa fram fyrir hendurnar á okkur; við erum með þessa laug og eigum hana,“ segir hann. Aðspurður segir Ármann mjög mikla aðsókn vera að Seljavallalaug. „Þú getur rétt ímyndað þér. Það er orðið allan ársins hring. Þetta er í öllum bæklingum fyrir erlenda ferðamenn,“ svarar hann. Ármann segir næstu skref ekki ákveðin annað en að sjá um það viðhald sem þurfi. „Í rauninni er ekkert sem bráðliggur á. Þetta er nú hálfgert moldviðri sem er búið að skapa í kringum þessa laug.“ Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Í gegnum tíðina hefur lauginni verið haldið við af sjálfboðaliðum en ljóst er að nú þarf að leggja í talsverðan kostnað við mannvirkin til að þau líti sem best út og til að tryggja endingu þeirra,“ segir í tillögu um viðhald á Seljavallalaug sem samþykkt var í byggðaráði Rangárþings eystra. „Laugin og húsið eru ekkert í slæmu ástandi,“ segir hins vegar Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings sem á og annast Seljavallalaug. „En auðvitað þarf að halda öllu við en það er ekkert aðkallandi eins og þetta sé að skemmast eða hrynja.“ Seljavallalaug var friðlýst árið 2006. Árið 2012 veitti húsafriðunarsjóður tvö hundruð þúsund króna styrk til endurbóta á lauginni en styrkurinn var ekki nýttur og féll niður í janúar í fyrra. Í nýlegu bréfi til formanns Ungmennafélagsins segir Minjastofnun Íslands brýnt að tryggja „varðveislu þessa einstæða mannvirkis“, eins og segir í bréfinu. „Er starfsmenn Minjastofnunar komu að lauginni síðastliðið sumar var ástand hennar bágborið og augljós þörf á viðhaldi, þá ekki síst í búningsklefahúsi.“ Byggðaráðið tekur undir áhyggjur Minjastofnunar af Seljavallalaug sem hafi mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. „Eftirsóknarvert er að viðhalda þessu einstæða mannvirki og ljóst þykir að stjórnvöld hafa sýnt varðveislu menningarminja aukinn áhuga síðastliðið ár, sem er vel. Er tilgangur tillögunnar að farið verði markvisst í að kanna hvort og þá hvernig sveitarfélagið og opinberir aðilar geti lagt þessu þarfa verkefni lið,“ segir byggðaráðið.Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings.Fréttablaðið/ValliFundur án niðurstöðu Fundað var með forsvarsmönnum laugarinnar fyrir um tveimur vikum. Ármann segir enga sérstaka niðurstöðu hafa verið af þeim fundi. „Sveitarstjórnin er tilbúin að aðstoða Eyfelling með það sem við viljum en þeir eru náttúrlega ekkert að grípa fram fyrir hendurnar á okkur; við erum með þessa laug og eigum hana,“ segir hann. Aðspurður segir Ármann mjög mikla aðsókn vera að Seljavallalaug. „Þú getur rétt ímyndað þér. Það er orðið allan ársins hring. Þetta er í öllum bæklingum fyrir erlenda ferðamenn,“ svarar hann. Ármann segir næstu skref ekki ákveðin annað en að sjá um það viðhald sem þurfi. „Í rauninni er ekkert sem bráðliggur á. Þetta er nú hálfgert moldviðri sem er búið að skapa í kringum þessa laug.“
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira