Formaður VG efast um að virkjanamálið standist lög Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2014 13:03 Formaður Vinstri grænna efast um að málsmeðferð Alþingis varðandi virkjanakosti standist lög og vill að það verði kannað. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina sækja í átök á öllum sviðum. Þingmenn héldu áfram að ræða virkjanamálin á Alþingi í morgun og aðferðafræði ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði fyrirboða um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar varðandi nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd hafa birst strax þegar þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk var send til atvinnuveganefndar en ekki umhverfis- og samgöngunefndar án raka. Hún hafi talið þá að um einhvern misskilning væri að ræða. „En það kom á daginn að hér voru pólitískar fyrirætlanir sem birtast svo í þeirri tillögu sem nú hefur verið lögð fram og ekki er með nokkrum hætti hægt að kalla breytingartillögu,“ sagði Katrín. Enda hafi verkefnisstjórn rammaáætlunar um nátrtúruvernd og nýtingu ekki fjallað um þær sjö virkjanir sem lagt væri til að færðar verði í nýtingarflokk eins og gert væri ráð fyrir í lögum. „Og ég hlýt að gera þá kröfu að það verði skoðað af hálfu Alþingis hvort þetta hreinlega samrýmist lögum um rammaáætlun? Þar sem kemur klárlega fram að verkefnastjórn skuli fjalla um tillögur og ráðherra skuli svo taka afstöðu til þeirra tillagna og leggja þær fram,“ sagði Katrín. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði þetta mál enn eitt dæmið um það hversu átakasækin ríkisstjórnin væri. „Þessi átakasækni ríkisstjórnarinnar sést líka víðar. Hún sést í fjárlagafrumvarpinu þar sem að gengið er fram með ýmsum aðgerðum einhliða gegn umsömdum réttindum. Þannig er t.d. lagt upp með að stytta réttindi fólks til atvinnuleysisbóta einhliða. Sem eru umsamin réttindi og hafa verið umsamin á vinnumarkaði frá því þeim var komið á í mjólkurverkfallinu mikla árið 1955,“ sagði Árni Páll. Þá nefndi Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna að í Þjórsá væri stærsti vilti laxastofn landsins og sennilega sá stærsti við norðvestanvert Atlantshaf og ekki lægju fyrir rannsóknir á áhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár, Urriðafoss og Holtavirkjun, á þann laxastofn. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar vakti líka athygli á því að virkjun við Hagavatn gæti leitt af sér gríðarlegt moldrok fyrir nærliggjandi byggðir og vikrjun við Hólmsey yrði það mannvirki sem stæði næst eldfjallinu Kötlu sem búist væri að muni gjósa í náinni framtíð. Þessar virkjanir hefðu ekki fengið neina faglega umfjöllun í verkefnisstjórn. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Formaður Vinstri grænna efast um að málsmeðferð Alþingis varðandi virkjanakosti standist lög og vill að það verði kannað. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina sækja í átök á öllum sviðum. Þingmenn héldu áfram að ræða virkjanamálin á Alþingi í morgun og aðferðafræði ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði fyrirboða um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar varðandi nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd hafa birst strax þegar þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk var send til atvinnuveganefndar en ekki umhverfis- og samgöngunefndar án raka. Hún hafi talið þá að um einhvern misskilning væri að ræða. „En það kom á daginn að hér voru pólitískar fyrirætlanir sem birtast svo í þeirri tillögu sem nú hefur verið lögð fram og ekki er með nokkrum hætti hægt að kalla breytingartillögu,“ sagði Katrín. Enda hafi verkefnisstjórn rammaáætlunar um nátrtúruvernd og nýtingu ekki fjallað um þær sjö virkjanir sem lagt væri til að færðar verði í nýtingarflokk eins og gert væri ráð fyrir í lögum. „Og ég hlýt að gera þá kröfu að það verði skoðað af hálfu Alþingis hvort þetta hreinlega samrýmist lögum um rammaáætlun? Þar sem kemur klárlega fram að verkefnastjórn skuli fjalla um tillögur og ráðherra skuli svo taka afstöðu til þeirra tillagna og leggja þær fram,“ sagði Katrín. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði þetta mál enn eitt dæmið um það hversu átakasækin ríkisstjórnin væri. „Þessi átakasækni ríkisstjórnarinnar sést líka víðar. Hún sést í fjárlagafrumvarpinu þar sem að gengið er fram með ýmsum aðgerðum einhliða gegn umsömdum réttindum. Þannig er t.d. lagt upp með að stytta réttindi fólks til atvinnuleysisbóta einhliða. Sem eru umsamin réttindi og hafa verið umsamin á vinnumarkaði frá því þeim var komið á í mjólkurverkfallinu mikla árið 1955,“ sagði Árni Páll. Þá nefndi Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna að í Þjórsá væri stærsti vilti laxastofn landsins og sennilega sá stærsti við norðvestanvert Atlantshaf og ekki lægju fyrir rannsóknir á áhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár, Urriðafoss og Holtavirkjun, á þann laxastofn. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar vakti líka athygli á því að virkjun við Hagavatn gæti leitt af sér gríðarlegt moldrok fyrir nærliggjandi byggðir og vikrjun við Hólmsey yrði það mannvirki sem stæði næst eldfjallinu Kötlu sem búist væri að muni gjósa í náinni framtíð. Þessar virkjanir hefðu ekki fengið neina faglega umfjöllun í verkefnisstjórn.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira