Kaupa megi náttúrupassa á skattframtalinu Linda Blöndal skrifar 28. nóvember 2014 18:30 Frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra um náttúrupassa var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands gagnrýnir að Íslendingar muni með náttúrupassa þurfa að standa undir kostnaði vegna fjölgunar ferðamanna. Kaupa í gegnum skattframtaliðRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að náttúrupassar verði seldir átján ára og eldri fyrir fimmtán hundruð krónur og gildistíminn verði þrjú ár. Sama gildi gagnvart Íslendingum eða útlendingum nema að verið er að skoða hvort að landsmenn geti keypt passann í gegnum skattaskýrsluna sína.Hvati fyrir einkafyrirtækiÖll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga verða undir þessu gjaldi. Hvati verður fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Miklar tekjur eru áætlaðar af passanum sem rennur til uppbyggingar og verndun ferðamannastaða. Ekki verður skylt að ganga með passann á sér heldur mun rafrænt kerfi halda utan um handhafana.Þurfa ekki að ganga með passann á sérRáðherra kynnir nú málið í þingflokkum stjórnarflokkanna til samþykktar. Erlendir ferðamenn eru þó tilbúnir að borga meira en lagt er til eða á bilinu fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa miðað við nýja könnun Ferðamálastofu. Ekki er einhugur um þessa gjaldtökuleið innan Samtaka ferðaþjónustunnar, margir þar vilja frekar hækka gistináttaskatt.Borga fyrir stækkun greinarinnarAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands, segir að með þessari leið er lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. segir Anna Dóra. „Þá þurfa Íslendingar að fara að borga til að skoða náttúru landsins sem þeir hafa hingað til haft frjálsan til þessa, vegna þess að það er vöxtur í atvinnugreininni Ferðaþjónustu og vegna þess að erlendum ferðamönnum fjölgar það mikið að það veldur ágangi á náttúru landsins. Að þá þurfi landsmenn að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Þetta finnst mér hættuleg þróun", sagði Anna Dóra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Lög um almannarétt eru í gildiHún bendir á að lög hafi verið í gildi síðan í Grágás í margar aldir um að landsmenn megi ferðast frjálsir um land sitt. „Það gilda lög hér í landinu um almannarétt og það þýðir að almenningur hefur frjálsan aðgang að landi og ef það er ekki lengur til staðar þá er búið að breyta lögunum um almannarétt. Að ætla að fara að breyta þeim lögum vegna þess að hér er mikill vöxtur í einni atvinnugrein sem heitir Ferðaþjónusta, það er stórmál", sagði Anna Dóra.Skýra þarf lagalega hlið málsinsEnn frekar á eftir að koma í ljós hvort að náttúrupassinn samræmist Náttúruverndarlögum, þar er gert ráð fyrir heftum aðgangi að náttúru vegna verndunarstjónarmiða. Ráðherra veitti ekki viðtali í dag. enda þar gert ráð fyrir . Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra um náttúrupassa var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands gagnrýnir að Íslendingar muni með náttúrupassa þurfa að standa undir kostnaði vegna fjölgunar ferðamanna. Kaupa í gegnum skattframtaliðRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að náttúrupassar verði seldir átján ára og eldri fyrir fimmtán hundruð krónur og gildistíminn verði þrjú ár. Sama gildi gagnvart Íslendingum eða útlendingum nema að verið er að skoða hvort að landsmenn geti keypt passann í gegnum skattaskýrsluna sína.Hvati fyrir einkafyrirtækiÖll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga verða undir þessu gjaldi. Hvati verður fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Miklar tekjur eru áætlaðar af passanum sem rennur til uppbyggingar og verndun ferðamannastaða. Ekki verður skylt að ganga með passann á sér heldur mun rafrænt kerfi halda utan um handhafana.Þurfa ekki að ganga með passann á sérRáðherra kynnir nú málið í þingflokkum stjórnarflokkanna til samþykktar. Erlendir ferðamenn eru þó tilbúnir að borga meira en lagt er til eða á bilinu fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa miðað við nýja könnun Ferðamálastofu. Ekki er einhugur um þessa gjaldtökuleið innan Samtaka ferðaþjónustunnar, margir þar vilja frekar hækka gistináttaskatt.Borga fyrir stækkun greinarinnarAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands, segir að með þessari leið er lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. segir Anna Dóra. „Þá þurfa Íslendingar að fara að borga til að skoða náttúru landsins sem þeir hafa hingað til haft frjálsan til þessa, vegna þess að það er vöxtur í atvinnugreininni Ferðaþjónustu og vegna þess að erlendum ferðamönnum fjölgar það mikið að það veldur ágangi á náttúru landsins. Að þá þurfi landsmenn að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Þetta finnst mér hættuleg þróun", sagði Anna Dóra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Lög um almannarétt eru í gildiHún bendir á að lög hafi verið í gildi síðan í Grágás í margar aldir um að landsmenn megi ferðast frjálsir um land sitt. „Það gilda lög hér í landinu um almannarétt og það þýðir að almenningur hefur frjálsan aðgang að landi og ef það er ekki lengur til staðar þá er búið að breyta lögunum um almannarétt. Að ætla að fara að breyta þeim lögum vegna þess að hér er mikill vöxtur í einni atvinnugrein sem heitir Ferðaþjónusta, það er stórmál", sagði Anna Dóra.Skýra þarf lagalega hlið málsinsEnn frekar á eftir að koma í ljós hvort að náttúrupassinn samræmist Náttúruverndarlögum, þar er gert ráð fyrir heftum aðgangi að náttúru vegna verndunarstjónarmiða. Ráðherra veitti ekki viðtali í dag. enda þar gert ráð fyrir .
Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30