„Neydd“ til að segjast hafa logið til um nauðgun Bjarki Ármannsson skrifar 28. nóvember 2014 20:30 Þuríður segir upptökuna tilbúið sönnunargagn. Vísir/Valli/Getty Lögmaður konu sem nýlega var sýknuð af því að hafa ásakað fyrrverandi yfirmann sinn um nauðgun segir upptöku sem lögð var fram í málinu „tilbúið sönnunargagn.“ Á upptökunni segir konan að hún hafi ranglega sakað manninn um nauðgun en lögmaður konunnar segir hana hafa verið neydda til þess að halda þessu fram.Neydd til að segjast hafa logið Konan kærði manninn upphaflega vegna þriggja nauðgana sem eiga að hafa átt sér stað á árunum 2010 og 2011. Var hún þá starfsmaður hans. „Málið var síðar fellt niður hjá lögreglu meðal annars vegna tungumálaörðugleika við yfirheyrslu,“ segir Þuríður Kristín Halldórsdóttir, lögmaður konunnar. „Þar varð misskilningur. Lögregla gaf sér ekki nægan tíma til rannsóknar að mínu mati og beið ekki eftir læknisvottorðum frá sjúkrahúsi.“ Maðurinn höfðaði þá einkarefsimál gegn konunni en þar var hún að lokum sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Segir Þuríður að á meðan málið var fyrir dómi hafi því sífellt verið frestað vegna þess að beðið var eftir ákveðnu sönnunargagni sem maðurinn vildi leggja fram. „Á meðan var hann búinn að sitja fyrir konunni og hafa í hótunum. Hann skipaði henni að fara til lögreglunnar og segjast hafa logið þessu öllu saman, annars hlyti hún og börn hennar verra af,“ segir Þuríður. „Síðan náði hann henni inn í bíl, þar sem einnig kom félagi hans, og þar var hún neydd til að segja að hún hefði logið þessu. Hún var dauðhrædd og hafði ekki hugmynd um að verið væri að taka þetta upp.“Sýknuð en áfrýjað Upptakan var lögð fram fyrir Héraðsdómi og farið með hana til lögreglu. Konan var kölluð til lögreglunnar til þess að ræða upptökuna en breytti ekki vitnisburði sínum. „Hún sagðist ekki hafa þorað annað en að segja að hún hefði logið þessu,“ segir Þuríður.Konan var að lokum sýknuð. Fékk fyrrverandi yfirmaður hennar ekki þær fimm milljónir króna sem hann fór fram á í miskabætur en neyddist sjálfur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómari taldi upptökuna ekki hafa sannað að konan bæri ásakanirnar upp á manninn tilefnislaust eða gegn betri vitund. „Hún var ekki missaga varðandi þetta fyrir dómi og þess vegna segir dómari þetta,“ segir Þuríður. „En þetta var tilbúið sönnunargagn og mér finnst ansi langt gengið af meintum geranda að neyða konuna til þess að segja þetta. Og ég harma viðbrögð fólks.“ Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins, bendir í viðtali við Vísi á að lögreglan hafi fengið upptökuna í sínar hendur en aldrei séð ástæðu til að kalla manninn til yfirheyrslu. Jafnframt hafi engin kæra verið lögð fram vegna meintu hótunarinnar. Hann segir að úrskurði Héraðsdóms verði áfrýjað. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Lögmaður konu sem nýlega var sýknuð af því að hafa ásakað fyrrverandi yfirmann sinn um nauðgun segir upptöku sem lögð var fram í málinu „tilbúið sönnunargagn.“ Á upptökunni segir konan að hún hafi ranglega sakað manninn um nauðgun en lögmaður konunnar segir hana hafa verið neydda til þess að halda þessu fram.Neydd til að segjast hafa logið Konan kærði manninn upphaflega vegna þriggja nauðgana sem eiga að hafa átt sér stað á árunum 2010 og 2011. Var hún þá starfsmaður hans. „Málið var síðar fellt niður hjá lögreglu meðal annars vegna tungumálaörðugleika við yfirheyrslu,“ segir Þuríður Kristín Halldórsdóttir, lögmaður konunnar. „Þar varð misskilningur. Lögregla gaf sér ekki nægan tíma til rannsóknar að mínu mati og beið ekki eftir læknisvottorðum frá sjúkrahúsi.“ Maðurinn höfðaði þá einkarefsimál gegn konunni en þar var hún að lokum sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Segir Þuríður að á meðan málið var fyrir dómi hafi því sífellt verið frestað vegna þess að beðið var eftir ákveðnu sönnunargagni sem maðurinn vildi leggja fram. „Á meðan var hann búinn að sitja fyrir konunni og hafa í hótunum. Hann skipaði henni að fara til lögreglunnar og segjast hafa logið þessu öllu saman, annars hlyti hún og börn hennar verra af,“ segir Þuríður. „Síðan náði hann henni inn í bíl, þar sem einnig kom félagi hans, og þar var hún neydd til að segja að hún hefði logið þessu. Hún var dauðhrædd og hafði ekki hugmynd um að verið væri að taka þetta upp.“Sýknuð en áfrýjað Upptakan var lögð fram fyrir Héraðsdómi og farið með hana til lögreglu. Konan var kölluð til lögreglunnar til þess að ræða upptökuna en breytti ekki vitnisburði sínum. „Hún sagðist ekki hafa þorað annað en að segja að hún hefði logið þessu,“ segir Þuríður.Konan var að lokum sýknuð. Fékk fyrrverandi yfirmaður hennar ekki þær fimm milljónir króna sem hann fór fram á í miskabætur en neyddist sjálfur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómari taldi upptökuna ekki hafa sannað að konan bæri ásakanirnar upp á manninn tilefnislaust eða gegn betri vitund. „Hún var ekki missaga varðandi þetta fyrir dómi og þess vegna segir dómari þetta,“ segir Þuríður. „En þetta var tilbúið sönnunargagn og mér finnst ansi langt gengið af meintum geranda að neyða konuna til þess að segja þetta. Og ég harma viðbrögð fólks.“ Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins, bendir í viðtali við Vísi á að lögreglan hafi fengið upptökuna í sínar hendur en aldrei séð ástæðu til að kalla manninn til yfirheyrslu. Jafnframt hafi engin kæra verið lögð fram vegna meintu hótunarinnar. Hann segir að úrskurði Héraðsdóms verði áfrýjað.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira