Innlent

Eitt formlegt erindi borist

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Davíð Þór Björgvinsson.
Davíð Þór Björgvinsson.
Fagráðinu hefur borist eitt formlegt erindi, auk þess hefur ráðinu borist óformleg fyrirspurn sem hugsanlegt er að verði að formlegu erindi,? segir Davíð Þór Björgvinsson, formaður fagráðs lögreglunnar.

Einungis rúm vika er síðan fagráðið tók til starfa. Ríkislögreglustóri ákvað fyrir nokkru að setja á laggirnar sérstakt fagráð sem á að taka til umfjöllunar mál er varða beina og óbeina mismunun innan lögreglunnar, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar.

Tilgangurinn er líka sá að þeir sem starfa innan lögreglunnar og telja að á sér hafi verið brotið geti leitað til einhverra sem eru óháðir lögreglunni.

Davíð Þór segir að það séu til ákveðnar málsmeðferðarreglur sem fagráðið geti farið eftir en það verði þó að útfæra þær fyrir lögregluna.

„Við ætlum að reyna að afgreiða þau erindi sem okkur berast eins hratt og kostur er,“ segir Davíð Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×