ESA vísar fimm málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins Randver Kári Randversson skrifar 3. júlí 2014 11:51 Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa sex málum til EFTA-dómstólsins, fimm gegn Íslandi og einu gegn Noregi,þar sem ríkin tvö hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt. Þetta kemur fram í frétt á vef ESA. „Á Íslandi sérstaklega, og raunar líka í Noregi, fjölgar málum vegna tafa eða vanrækslu á að innleiða sameiginlegar reglur Evrópska efnahagssvæðisins. EES-samningurinn mælir fyrir um réttindi en einnig skyldur. Réttindin felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. EES-samningurinn byggist á því að EFTA-ríkin innileiði þessar sameiginlegu reglur á réttum tíma. Vinda verður ofan af öfugþróun, sem kemur fram í því að landsréttur í einstökum EFTA ríkjum er í vaxandi mæli ekki í samræmi við reglurnar á innri markaðnum.” segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA. Málaferlin varða EES reglur, sem innleiddar hafa verið í EES samninginn, en hafa ekki tekið gildi að landsrétti innansettra tímamarka. „Þegar innleiðing hefur dregist úr hófi eins og raunin er í þessum málum, á ESA ekki annarra kosta völ en að visa málum til EFTA-dómstólsins” segir Helga. Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Ákvörðunina sem tekin var í dag ber að skoða í ljósi þeirrar þeirrar neikvæðu niðurstöðu sem kom fram í febrúar á þessu ári þegar ESA gaf út skýrslu sína um frammistöðu EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða í landsrétt sinn. Þar voru Ísland og Noregur með langmesta innleiðingarhalla ríkjanna 31 sem standa saman að innri markaðnum.Eftirfarandi málum verður nú vísað til EFTA-dómstólsins:Tilskipun 2004/113/EB, um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Tilskipun 2011/7/ESB um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. maí 2013.Tilskipun 2009/48/EB um öryggi leikfanga.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. apríl 2013.Tilskipun 2009/125/EB um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Reglugerð 1007/ 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.Íslandi bar að innleiða reglugerðina fyrir 1. maí 2013. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa sex málum til EFTA-dómstólsins, fimm gegn Íslandi og einu gegn Noregi,þar sem ríkin tvö hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt. Þetta kemur fram í frétt á vef ESA. „Á Íslandi sérstaklega, og raunar líka í Noregi, fjölgar málum vegna tafa eða vanrækslu á að innleiða sameiginlegar reglur Evrópska efnahagssvæðisins. EES-samningurinn mælir fyrir um réttindi en einnig skyldur. Réttindin felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. EES-samningurinn byggist á því að EFTA-ríkin innileiði þessar sameiginlegu reglur á réttum tíma. Vinda verður ofan af öfugþróun, sem kemur fram í því að landsréttur í einstökum EFTA ríkjum er í vaxandi mæli ekki í samræmi við reglurnar á innri markaðnum.” segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA. Málaferlin varða EES reglur, sem innleiddar hafa verið í EES samninginn, en hafa ekki tekið gildi að landsrétti innansettra tímamarka. „Þegar innleiðing hefur dregist úr hófi eins og raunin er í þessum málum, á ESA ekki annarra kosta völ en að visa málum til EFTA-dómstólsins” segir Helga. Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Ákvörðunina sem tekin var í dag ber að skoða í ljósi þeirrar þeirrar neikvæðu niðurstöðu sem kom fram í febrúar á þessu ári þegar ESA gaf út skýrslu sína um frammistöðu EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða í landsrétt sinn. Þar voru Ísland og Noregur með langmesta innleiðingarhalla ríkjanna 31 sem standa saman að innri markaðnum.Eftirfarandi málum verður nú vísað til EFTA-dómstólsins:Tilskipun 2004/113/EB, um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Tilskipun 2011/7/ESB um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. maí 2013.Tilskipun 2009/48/EB um öryggi leikfanga.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. apríl 2013.Tilskipun 2009/125/EB um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur.Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. nóvember 2012.Reglugerð 1007/ 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.Íslandi bar að innleiða reglugerðina fyrir 1. maí 2013.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira