„Það var í raun verið að dæma mig aftur tíu árum seinna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2014 15:28 Malín Brand og Óðinn Jónsson í dómsal í dag. Vísir/Valli „Ég missti vinnuna, ég á börn og konu og þetta hafði gríðarleg áhrif. Þá sérstaklega á börnin,“ sagði maður sem stefnt hefur þeim Malín Brand, fyrrverandi fréttakonu RÚV, og Óðni Jónssyni, fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Aðalmeðferð í meiðyrðamálinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn er fyrrverandi slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, eftir að RÚV greindi frá því í kvöldfréttum að hann hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni, tíu árum áður. Nánar tiltekið fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðislegt áreiti. Fréttin birtist bæði í sjónvarpsfréttum RÚV klukkan 19:00 og 22:00, sem og á vef RÚV degi seinna, eða þann 10. janúar í fyrra. Sérstaklega þótti manninum óviðeigandi að brot hans var sett í samhengi við umfjöllun um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Maðurinn sagðist þá hafa búið í litlu samfélagi suður með sjó og þó hann hafi ekki verið nafngreindur í fréttinni hafi margir komist að því að fréttin væri um hann. „Slökkviliðið er lítið samfélag og ég bjó í litlu samfélagi. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo. Þetta gerði út af við mig.“Fékk ekki vinnu á Íslandi Maðurinn bar vitni fyrir dómi í síma þar sem hann býr nú og starfar í Katar. Hann er menntaður slökkviliðsmaður. Lögmaður hans spurði hvort að hann hefði ekki getað fengið vinnu við hæfi á Íslandi. „Nei. Það var búið að gera útaf við mig.“ Þegar hann var dæmdur upprunalega starfaði hann hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurvelli. Eftir dóminn vann hann þar um árabil áður en hann sótti um hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins árið 2008. Maðurinn minntist ekki á dóminn í atvinnuumsókn sinni. Dómurinn var ekki á sakarvottorði hans þar sem meira en þrjú ár voru liðin frá dómnum. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið kallaður á fund slökkviliðsstjórans og var hann settur í leyfi. Tveimur mánuðum seinna skrifaði hann undir starfslokasamning. „Mér var gert grein fyrir því að það væri í raun það eina í stöðunni.“ Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði manninn hafa verið góðan starfsmann, en málið hafi verið metið mjög alvarlegt. Hugsanlega hefði það getað skaðað orðspor slökkviliðsins. Nú hefur ráðningarferli slökkviliðsins verið breytt svo allir sem sækja þar um þurfa að fara í gegnum bakgrunnsskoðun. Maðurinn skrifaði undir starfslokasamning við slökkviliðið þann 25. mars 2013. Jón Viðar sagði þá hafa komist að samkomulagi um að rjúfa ráðningarsambandi. Hvorki Malín né Óðinn gáfu skýrslu við aðalmeðferðina. Að óbreyttu verður kveðinn upp dómur innan fjögurra vikna. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Ég missti vinnuna, ég á börn og konu og þetta hafði gríðarleg áhrif. Þá sérstaklega á börnin,“ sagði maður sem stefnt hefur þeim Malín Brand, fyrrverandi fréttakonu RÚV, og Óðni Jónssyni, fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Aðalmeðferð í meiðyrðamálinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn er fyrrverandi slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, eftir að RÚV greindi frá því í kvöldfréttum að hann hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni, tíu árum áður. Nánar tiltekið fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðislegt áreiti. Fréttin birtist bæði í sjónvarpsfréttum RÚV klukkan 19:00 og 22:00, sem og á vef RÚV degi seinna, eða þann 10. janúar í fyrra. Sérstaklega þótti manninum óviðeigandi að brot hans var sett í samhengi við umfjöllun um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Maðurinn sagðist þá hafa búið í litlu samfélagi suður með sjó og þó hann hafi ekki verið nafngreindur í fréttinni hafi margir komist að því að fréttin væri um hann. „Slökkviliðið er lítið samfélag og ég bjó í litlu samfélagi. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo. Þetta gerði út af við mig.“Fékk ekki vinnu á Íslandi Maðurinn bar vitni fyrir dómi í síma þar sem hann býr nú og starfar í Katar. Hann er menntaður slökkviliðsmaður. Lögmaður hans spurði hvort að hann hefði ekki getað fengið vinnu við hæfi á Íslandi. „Nei. Það var búið að gera útaf við mig.“ Þegar hann var dæmdur upprunalega starfaði hann hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurvelli. Eftir dóminn vann hann þar um árabil áður en hann sótti um hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins árið 2008. Maðurinn minntist ekki á dóminn í atvinnuumsókn sinni. Dómurinn var ekki á sakarvottorði hans þar sem meira en þrjú ár voru liðin frá dómnum. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið kallaður á fund slökkviliðsstjórans og var hann settur í leyfi. Tveimur mánuðum seinna skrifaði hann undir starfslokasamning. „Mér var gert grein fyrir því að það væri í raun það eina í stöðunni.“ Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði manninn hafa verið góðan starfsmann, en málið hafi verið metið mjög alvarlegt. Hugsanlega hefði það getað skaðað orðspor slökkviliðsins. Nú hefur ráðningarferli slökkviliðsins verið breytt svo allir sem sækja þar um þurfa að fara í gegnum bakgrunnsskoðun. Maðurinn skrifaði undir starfslokasamning við slökkviliðið þann 25. mars 2013. Jón Viðar sagði þá hafa komist að samkomulagi um að rjúfa ráðningarsambandi. Hvorki Malín né Óðinn gáfu skýrslu við aðalmeðferðina. Að óbreyttu verður kveðinn upp dómur innan fjögurra vikna.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira